550. fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar

Bæjarstjórn kemur saman til 550. fundar fimmtudaginn 3. apríl kl. 17.
Fundurinn fer fram í fundarsal bæjarstjórnar, 2. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og er öllum opinn. Bein útsending af fundinum er á Youtube-rás Ísafjarðarbæjar.
Dagskrá
Almenn mál
1. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025 - 05 - launabreytingar - 2025020006
Tillaga frá 1320. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 31. mars 2025, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 5 við fjárhagsáætlun 2025, vegna breytinga á launaáætlun vegna kjarasamninga KÍ, breytinga á fjölda barna á Tanga haustið 2025 og skammtímaafleysinga á bæjarskrifstofum.
Hækkanir launa vegna nýrra kjarasamninga KÍ nema 62 m.kr. Einnig er gerð viðbótar hækkun á Tanga sem nemur 8,2 m.kr. vegna breyttra forsenda haustið 2025 en þörf er á fjölgun stöðugilda vegna fjölgun barna en fyrir liggja uppfærðir útreikningar leikskólalíkans. Að lokum er hækkun launakostnaðar vegna skammtímaafleysinga á bæjarskrifstofu sem nema 1,9 m.kr.
Heildar hækkun launaáætlunar nemur því kr. 71.945.550,-
Auknum launakostnaði er mætt með leiðréttingu á áætlun jöfnunarsjóðs sem nemur 22,4 m.kr., lækkun á ófyrirséðum kostnaði upp á 23,2 m.kr. og lækkun á áætlun snjómoksturs um 26,4 m.kr. Heildar áhrif viðaukans er því 0 kr.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0,-.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0 og er því rekstrarafgangur óbreyttur 223.000.000,-
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0 og því rekstrarafgangur óbreyttur í kr. 995.000.000,- (án samstarfsverkefna B-hluta).
2. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025 - 06 - endurbætur Safnahús - 2025020006
Tillaga frá 1320. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 31. mars 2025, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 6 við fjárhagsáætlun 2025, vegna endurbóta á barna- og ungmennadeild Bókasafnsins á Ísafirði.
Fyrirhugaðar framkvæmdir í barna- og unglingadeild fyrir 100 ára afmæli hússins, sem voru bæði kostnaðarsamari en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2025, auk þess sem óljóst var hvort ákveðin verkefni ættu heima á framkvæmdum Safnahúss eða á rekstri stofnunarinnar. Unnið eftir hönnun arkitekts og skv. verkáætlun sem skipt var niður á nokkur ár.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er aukinn kostnaður um kr. 0,-
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma kr. 223.000.000.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma kr. 995.0000.000,-(án samstarfsverkefna B-hluta).
3. Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga - 2023110113
Tillaga frá 1319. fundi bæjarráðs, sem var haldinn 24. mars 2025, um að bæjarstjórn samþykki að Sigríður Júlía Brynleifsdóttir verði kosinn aðalfulltrúi í kjörnefnd Fjórðungssambands Vestfirðinga, í stað Örnu Láru Jónsdóttur, og að varafulltrúi verði Kristján Þór Kristjánsson, í stað Sigríðar Júlíu Brynleifsdóttur.
4. Körfubíll - viljayfirlýsing um kaup 2026 - NH587 - 2025030208
Tillaga frá 1320. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 31. mars 2025, um að bæjarstjórn samþykki samkomulag um lán Ísafjarðarbæjar á Scania körfubifreið með Bronto lyftubúnaði, NH-587, af Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, og að við lok lánstíma 31. janúar 2026 muni Ísafjarðarbær skuldbinda sig til að kaupa bifreiðina.
5. Umsókn um framkvæmdaleyfi - Mjólkárlína II - 2024090070
Tillaga frá 649. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 27. mars 2025, um að bæjarstjórn samþykki að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis í samræmi við umsókn og fyrirliggjandi gögn.
6. Fjarðargata 30 á Þingeyri. Lóðarmál - 2025030166
Tillaga frá 649. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 27. mars 2025, um að bæjarstjórn samþykki að heimila útgáfu lóðarleigusamnings vegna Fjarðargötu 30 á Þingeyri.
7. Lóðamál safnasvæðis í Neðstakaupstað - 2025030027
Tillaga frá 649. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 27. mars 2025, um að bæjarstjórn samþykki að heimila lóðarleigusamning við Neðstakaupstað við Ásgeirsgötu 1a, á Ísafirði.
8. Skeið 7, Ísafirði. Stækkun byggingarreits spennistöðvar - 2025020073
Tillaga frá 649. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 27. mars 2025, um að bæjarstjórn samþykki að heimila stækkun á byggingarreit í samræmi við umsókn þar sem ekki bárust athugasemdir við grenndarkynningu.
Fundargerðir til kynningar
9. Bæjarráð - 1318 - 2503014F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1318. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 17. mars 2025.
Fundargerðin er í 16 liðum.
10. Bæjarráð - 1319 - 2503020F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1319. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 24. mars 2025.
Fundargerðin er í 7 liðum.
11. Bæjarráð - 1320 - 2503026F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1320. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 31. mars 2025.
Fundargerðin er í 11 liðum.
12. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 649 - 2503021F
Lögð fram til kynningar fundargerð 648. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 13. mars 2025.
Fundargerðin er í 14 liðum.
13. Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 20 - 2503016F
Lögð fram til kynningar fundargerð 20. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 18. mars 2025.
Fundargerðin er í 6 liðum.
14. Öldungaráð - 17 - 2503012F
Lögð fram til kynningar fundargerð 17. öldungaráðs, en fundur var haldinn 20. mars 2025.
Fundargerðin er í 4 liðum.