543. fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar

Bæjarstjórn kemur saman til 543. fundar fimmtudaginn 5. desember kl. 17. Fundurinn fer fram í fundarsal bæjarstjórnar, 2. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og er öllum opinn. Bein útsending af fundinum er á Youtube-rás Ísafjarðarbæjar.

Dagskrá

Almenn mál

1. Starfslok Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra - 2024120013
Lagt fram til kynningar bréf Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra, dags. 3. desember 2024, þar sem óskað er eftir lausn frá störfum, þar sem hún náði kjöri sem þingmaður Samfylkingarinnar.

2. Nefndarmenn 2022-2026 - forseti bæjarstjórnar og varaforseti - 2022050135
Tillaga forseta um að Magnús Einar Magnússon verði kosinn forseti bæjarstjórnar í stað Sigríðar Júlíu Brynleifsdóttur og að Nanný Arna Guðmundsdóttir verði kosin 1. varaforseti í stað Magnúsar Einars Magnússonar.

3. Nefndarmenn 2022-2026 - skipulags- og mannvirkjanefnd - 2022050135
Tillaga forseta bæjarstjórnar, f.h. Í-lista, um að Nanný Arna Guðmundsdóttir verði kosin aðalfulltrúi og formaður skipulags- og mannvirkjanefndar í stað Sigríðar Júlíu Brynleifsdóttur.
Þá er lagt til að Finney Rakel Árnadóttir verði kosin varamaður í skipulags- og mannvirkjanefnd í stað Þóris Guðmundssonar.

4. Nefndarmenn 2022-2026 - umhverfis- og framkvæmdanefnd - 2022050135
Tillaga forseta bæjarstjórnar, f.h. Í-lista, um að Hafnhildur Hrönn Óðinsdóttir verði kosin varamaður í umhverfis- og framkvæmdanefnd í stað Sigríðar Júlíu Brynleifsdóttur.

5. Ráðning bæjarstjóra 2022 - 2024120012
Tillaga forseta um ráðningu Sigríðar Júlíu Brynleifsdóttur, sem bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Jafnframt lagður fram til samþykktar ráðningarsamningur.

6. Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2025 - 2024030126
Forseti leggur fram til samþykktar og síðari umræðu tillögu að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana og fyrirtækja, fyrir árið 2025, ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2026-2028.
Jafnframt lögð fram til samþykktar og síðari umræðu framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árin 2025-2035.

7. Uppbyggingarsamningar 2025 - 2024090090 
Tillaga frá 14. fundi skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 3. desember 2024, um að bæjarstjórn samþykki verklags- og úthlutunarreglur uppbyggingarsjóðs Ísafjarðarbæjar.

8. Brekka í Dýrafirði, skógrækt. Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2024110142 
Tillaga frá 642. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 28. nóvember 2024, um að bæjarstjórn samþykki að framkvæmdaleyfi frá landeiganda Brekku í Dýrafirði, dags. 21. nóvember 2024, vegna áforma um skógrækt á 47,1 hektara svæði á jörðinni sem liggur í milli 80 og 140 metra hæð yfir sjávarmáli verði veitt í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, að fenginni umsögn minjavarðar Vestfjarða.
Nefndin bendir á að ef fornleifar koma í ljós við framkvæmdir á Íslandi, skal strax tilkynna það Minjastofnun Íslands eða til viðkomandi sveitarfélags, þar sem framkvæmdaaðilum ber skylda til að bregðast við samkvæmt lögum um menningarminjar nr. 80/2012.

9. Brimnesvegur 4a, Flateyri. Stækkun lóðar - 2024060060
Tillaga frá 642. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 28. nóvember 2024, um að bæjarstjórn samþykki að heimila stækkun lóðar að Brimnesvegi 4a á Flateyri, í samræmi við lóðarblað tæknideildar dags. 24. september 2024.

10. Grundarstígur 26, Flateyri. Umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings - 2024100125 
Tillaga frá 642. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 28. nóvember 2024, um að bæjarstjórn samþykki að heimila endurnýjun á lóðaleigusamningi við Grundstíg 26 á Flateyri.

11. Ólafstún 7, Flateyri. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2024110011 
Tillaga frá 642. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 28. nóvember 2024, um að bæjarstjórn samþykki að heimila útgáfu lóðarleigusamnings við Ólafstún 7 á Flateyri.

12. Hjallavegur 19, Ísafirði. Umsókn um lóðarleigusamning - 2024110107
Tillaga frá 642. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 28. nóvember 2024, um að bæjarstjórn samþykki að heimila útgáfu lóðaleigusamnings við Hjallaveg 19 á Ísafirði.

13. Hafnarstræti 2, Ísafirði. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2024110154
Tillaga frá 642. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 28. nóvember 2024, um að bæjarstjórn samþykki að heimila útgáfu lóðarleigusamnings við Hafnarstræti 2 á Ísafirði.

14. Seljaland 17, Ísafirði. Umsókn um lóð - 2024110141
Tillaga frá 642. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 28. nóvember 2024, um að bæjarstjórn samþykki að Grétar B. Kristjánsson og Rannveig S. Þorkelsdóttir fái lóðina við Seljaland 17 á Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.
Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi byggingarleyfi ekki verið gefið út, innan 12 mánaða frá úthlutun.

15. Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011
Tillaga frá 642. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 28. nóvember 2024, um að bæjarstjórn samþykki að ganga til samninga við Verkís vegna áframhaldandi vinnu við endurskoðun á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar.

Fundargerðir til kynningar

16. Bæjarráð - 1304 - 2411011F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1304. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 25. nóvember 2024.
Fundargerðin er í 7 liðum.

17. Bæjarráð - 1305 - 2411017F 
Lögð fram til kynningar fundargerð 1304. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 2. desember 2024.
Fundargerðin er í 4 liðum.

18. Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 13 - 2411005F
Lögð fram til kynningar fundargerð 13. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 20. nóvember 2024.
Fundargerðin er í 3 liðum.

19. Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 14 - 2411016F 
Lögð fram til kynningar fundargerð 14. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 3. desember 2024.
Fundargerðin er í 3 liðum.

20. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 642 - 2411013F
Lögð fram til kynningar fundargerð 642. skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 28. nóvember 2024.
Fundargerðin er í 17 liðum.