17. júní 2023 — dagskrá hátíðahalda

Ísafjörður

11:00 Messa í Ísafjarðarkirkju
12:20-12:55 Barnaskemmtun Kómedíuleikhússins: Tindátarnir. Sýnt verður í samkomusal á hjúkrunarheimilinu Eyri. Andlistmálun einnig í boði á sama stað.
12:30-16:00 Ratleikur körfuknattleiksdeildar Vestra, byrjað frá sölutjöldum á Eyrartúni
13:15 Skrúðganga frá Silfurtorgi upp á Eyrartún
13:30-16:00 Hátíðardagskrá á Eyrartúni

  • Lúðrasveitin leikur fjörug lög
  • Hátíðarræða — Greipur Gíslason
  • Hátíðarkór — Stjórnandi Judy Tobin
  • Ávarp fjallkonu
  • Hoppukastalar, andlitsmálun, karamelluregn, sölutjöld körfuknattleiksdeildar Vestra, börn fá að fara á hestbak.

15:00-18:00 Hjólreiðadeild Vestra býður upp á hjólaviðburði í hjólagarðinum við Grænagarð.

  • Hjólaveitingar
  • Leiðsögn um pumpubrautina
  • Skutl upp á Seljalandsdal þar sem verður kynning á hjólabrautum

17:00 Pikknikk-tónleikar í Blómagarðinum, Austurvelli, í samstarfi við tónlistarhátíðina Við Djúpið.

  • Fram koma Hljómsveitin Gosi og Kristín Sesselja. Þar eru í fararbroddi ungir ísfirskir tónlistarmenn sem nú gera garðinn frægan á landinu og öldum ljósvakans. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Á staðnum verða til sölu kaffiveitingar en gestir eru hvattir til að taka tjaldstóla eða teppi með sér.

20:00 Við Djúpið — Opnunarhátíð

  • Á opnunartónleikum hátíðarinnar koma fram Catherine Gregory flautuleikari og David Kaplan píanóleikari. Þau hafa leikið saman frá árinu 2014 og flétta gjarnan saman gömlu og nýju á tónleikum sínum. Á tónleikunum í Hömrum verður flautusónata Prókofíevs á dagskrá og einnig kaflar úr fiðlusónötu Césars Franck í umritun fyrir flautu og píanó. Á milli þessara verka hljóma svo Þrjú sólarlög eftir Jónas Tómasson frá árinu 1997 og verk eftir Gabrielu Lenu Frank sem var sérstaklega samið fyrir þau Catherine og David.
    Nánari upplýsingar

Hrafnseyri

13:00-13:45 Hátíðarguðþjónusta: Séra Hildur Inga Rúnarsdóttir prestur á Þingeyri predikar og þjónar fyrir altari. Kirkjukór þingeyrarkirkju syngur undir stjórn Jóngunnars Biering Margeirssonar, sem einnig sér um undirspil,

14:15 Setning þjóðhátíðar. Hátíðarræða: Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík.

15:00 Háskólahátíð í tilefni útskriftar vestfirskra háskólanemenda.
Tónlist: Kristín Sesselja, söngkona og lagahöfundur flytur tónlist.

Kynnir á hátíðinni er prófessor Guðmundur Hálfdanarson.

Opnun myndlistarsýningar sumarsins í burstabænum með verkum eftir myndlistarmanninn Kristján Stein Kristjánsson.

Kaffiveitingar í boði Hrafnseyrar í burstabænum á meðan hátíðarhöldunum stendur fram til kl. 17:00.

Einnig verður hægt að kaupa súpu og brauð

Rútuferð, Ísafjörður – Hrafnseyri, fólki að kostnaðarlausu.
Rútan fer frá Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði kl. 11:30.
Rútan fer frá Hrafnseyri kl. 17:00.

Vinsamlegast hafið samband við reception@uw.is eða í síma 450 3040 til að skrá ykkur í rútuna.