Velferðarsvið Ísafjarðarbæjar - Frístundaþjónusta
Velferðarsvið Ísafjarðarbæjar óskar eftir starfsfólki í frístundaþjónustu eftir að skóladegi lýkur og í skólafríum. Um er að ræða starf í tímavinnu þar sem vinnutími er breytilegur að degi til, á kvöldin og um helgar. Vinnutími er ákveðinn í samráði við skjólstæðinga. Æskilegast er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
Starfið felst einkum í að veita félagslegan stuðning til einstaklinga sem þurfa á því að halda, til dæmis með því að sinna áhugamálum, fara í bíó, út að borða og spjalla.
Meginverkefni
- Veita félagslegan stuðning
- Efla þjónustuþega til sjálfstæðis í félagslegum samskiptum
Hæfniskröfur
- Menntun eða reynsla sem nýtist í starfinu
- Lipurð og færni í samskiptum
- Rík þjónustulund
- Jákvæðni og sveigjanleiki
- Frumkvæði og þolinmæði
- Óskað er sérstaklega eftir íslenskumælandi og/eða pólskumælandi
- Bílpróf og bíll til afnota kostur
Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag (Kjölur/ VerkVest). Umsóknarfrestur er til og með 14. október 2024.
Umsóknir skulu sendar til Hörpu Stefánsdóttur, deildarstjóra í félagsþjónustu á netfangið harpast@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.
Nánari upplýsingar veitir Harpa, í síma 450-8000 eða í gegnum ofangreint netfang.
Við hvetjum áhugasöm, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
-Við þjónum með gleði til gagns-