Vegagerðin – Sumarstörf á Vestursvæði

Opið er fyrir umsóknir um sumarstörf í þjónustudeild og umsjónardeild Vestursvæðis.
Starfsstöð getur verið á Ísafirði eða í Borgarnesi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Þjónustudeild:
Vinna við áætlanir og undirbúning þjónustuverkefna, eftirlit með þjónustuverkefnum, ásamt ýmsum tilfallandi verkefnum á starfsstöðinni.

Umsjónardeild:
Undirbúningur og eftirlit með viðhalds- og framkvæmdarverkefnum, landmælingar, þróunarvinna, umbótarverkefni, ásamt ýmsum tilfallandi verkefnum á starfsstöðinni.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Hafa lokið einu ári í háskóla, í námi sem nýtist í starfi s.s. verkfræði, tæknifræði, landfræði, jarðfræði eða sambærilegu
  • Almennt ökuskírteini
  • Góð öryggisvitund
  • Reynsla af sambærilegum störfum æskileg
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og hæfni að vinna í hóp
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?