Þjónustumiðstöð Ísafjarðarbæjar - Sumarstarfsmenn
Auglýst er eftir sumarstarfsmönnum við hin ýmsu störf hjá Þjónustumiðstöð Ísafjarðarbæjar (áhaldahúsi). Starfstímabil er 12. maí til 15. ágúst 2025 eða eftir nánara samkomulagi og er vinnutími milli kl. 07.30 – 16.25 virka daga, nema til hádegis á föstudögum. Umsóknarfrestur er til og með 22. apríl 2025.
Helstu verkefni eru: Almenn störf, s.s. uppsetning umferðarskilta, holuviðgerðir, hellulögn og margt fleira.
Hæfniskröfur: Leitað er eftir ungmennum 18 ára og eldri sem hafa áhuga á útivinnu. Viðkomandi þarf að vera stundvís, sveigjanleg(ur) og hafa jákvætt viðhorf til vinnunnar. Æskilegt er að viðkomandi hafi bílpróf.
Launakjör eru samkvæmt samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við VerkVest/Kjöl.
Umsóknum skal skilað til Kristjáns Andra Guðjónssonar, forstöðumanns Þjónustumiðstöðvar Ísafjarðarbæjar í tölvupósti á ahaldahus@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá. Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristján Andri í gegnum fyrrgreindan tölvupóst eða síma 620-7634.
Við hvetjum áhugasöm, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
-Við þjónum með gleði til gagns-