Sumarstörf í stuðningsþjónustu
Velferðarsvið Ísafjarðarbæjar auglýsir laus til umsóknar tvö sumarstörf í stuðningsþjónustu. Um er að ræða 100% störf á dagvinnutíma. Annað starfið er frá byrjun júní til loka ágúst 2025 og hitt er til tveggja mánaða frá 15. júní til 15. ágúst 2025. Störfin eru afar fjölbreytt og gefandi.
Helstu verkefni
- Félagslegur stuðningur
- Samskipti við þjónustuþega
- Aðstoð við innkaup/erindrekstur
- Ýmis aðstoð við heimilisstörf skv. vinnuleiðbeiningum
- Aðstoð við þrif á heimilum þjónustuþega skv. vinnuleiðbeiningum
Hæfniskröfur
- Hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
- Samviskusemi og stundvísi
- Áhugi á að vinna með fólki
- Reynsla af umönnun er kostur
- Jákvæðni og sveigjanleiki
- Frumkvæði og þolinmæði
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði
- Bílpróf
Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag (Kjölur/ VerkVest). Umsóknarfrestur er til og með 27. mars 2025.
Umsóknir skulu sendar til Hörpu Stefánsdóttur, deildarstjóra í félagsþjónustu á netfangið harpast@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá.
Nánari upplýsingar veitir Harpa, í síma 450-8000 eða í gegnum ofangreint netfang.
Við hvetjum áhugasöm, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
-Við þjónum með gleði til gagns-