Lýðskólinn á Flateyri — Skólastjóri
Skólastjóri óskast til Lýðskólans á Flateyri
Lýðskólinn á Flateyri leitar að metnaðarfullum og skapandi leiðtoga til að taka við starfi skólastjóra. Skólinn er einstakur vinnustaður þar sem skapandi hugsun, samfélagsleg ábyrgð og ævintýraþrá fara saman.
Um starfið
Skólastjóri ber ábyrgð á rekstri, stefnumótun og faglegri forystu skólans. Meðal verkefna eru:
- Ábyrgð á námi, kennslu og þróun skólastarfs
- Ráðningar, starfsmannamál og gæðastarf
- Fjárhagsáætlanir, markaðsmál og samskipti við hagaðila
- Framkvæmdastjórn Nemendagarða og Skúrarinnar samvinnurýmis
Við leitum að einstaklingi sem á auðvelt með að tengjast fólki, er lausnamiðaður og brennur fyrir því að móta framtíð skólans í samstarfi við stjórn, nemendur, starfsfólk og samfélagið á Flateyri. Skólastjóri þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Hæfnisviðmið
- Framhaldsnám á háskólastigi sem nýtist í starfi
- Reynsla af stjórnun, rekstri og skólaþróun
- Skapandi hugsun og lausnamiðuð nálgun
- Framúrskarandi samskipta- og leiðtogahæfileikar
- Áhugi á vinnu með ungu fólki og samfélagsþróun
- Vilji og geta til að búa á Flateyri
Við bjóðum:
- Tækifæri til að leiða framsækinn og einstakan skóla
- Nýsköpun og sjálfstæði í starfi
- Hlýlegt og skapandi samfélag á Flateyri
Ef þú ert rétta manneskjan fyrir þetta spennandi verkefni, sendu umsókn á umsókn@lydflat.is fyrir 6. janúar 2025. Nánari upplýsingar veita Runólfur (runolfur@runolfur.is) og Helena (helenajons@gmail.com) eða í síma Helena 6617808 eða Runólfur 695-9999.
Við hvetjum öll, óháð kyni, aldri og uppruna, til að sækja um.