Logn – Yfirmatreiðslumaður/-kona
Umsóknarfrestur: 10. apríl
Fullt starf, Hjá einkaaðilum
Logn restaurant/Hótel Ísafjörður leitar að áhugasömum og metnaðarfullum yfirmatreiðslumanni/konu fyrir veitingastaðinn. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf. Logn er fjölbreyttur veitingastaður sem þjónustar einnig fundi, veislur og ráðstefnur.
Við leitum að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi.
Helstu verkefni
- Matreiðsla á veitingastað
- Matseðlagerð
- Stýra eldhúsi
- Starfsmannahald og skipulagning vakta
- Innkaup á aðföngum
- Kostnaðargreining
- Samskipti við birgja
Hæfniskröfur
- Menntun á sviði matreiðslu, meistarapróf kostur
- Reynsla af stjórnun eldhúsa og veisluhalda
- Góðir skipulagshæfileikar
- Hugmyndaauðgi og framsækni í matargerð
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Rík þjónustulund og góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Enskukunnátta skilyrði
Ísafjörður er notalegur og fjölskylduvænn bær á norðanverðum Vestfjörðum, þar má finna allt til alls ásamt ósnortinni náttúru sem lúrir rétt handan við húsgaflinn. Það er gott að vera á Ísafirði, góð þjónusta og stutt í allt. Ísafjörður býður þig velkominn.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?