Leikskólinn Tangi Ísafirði – Leikskólakennarar/stuðningsfulltrúar/starfsmenn í leikskóla
Leikskólinn Tangi á Ísafirði auglýsir laus til umsóknar fjögur 100% störf leikskólakennara, stuðningsfulltrúa eða starfsmanna í leikskóla. Æskilegast er að viðkomandi geti hafið störf í byrjun ágúst 2025 eða eftir nánara samkomulagi. Tvö starfanna fela í sér mikinn stuðning við nemendur.
Tangi er leikskóli sem leggur ríka áherslu á útinám og útivist með það fyrir augum að styrkja tengingu nemenda við náttúruna og stuðla að heilsueflingu. Starfið mjög fjölbreytt, skemmtilegt og gefandi.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi.
- Tekur þátt í daglegu starfi leikskólans og starfar með leikskólabörnum sem þurfa á frekari stuðningi að halda í daglegu lífi.
Hæfniskröfur:
- Leikskólakennaramenntun eða stuðningsfulltrúanám
- Jákvæðni og lipurð í samskiptum
- Frumkvæði í starfi og sveigjanleiki
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
- Góð íslenskukunnátta skilyrði
Til greina kemur að ráða umsækjanda með aðra uppeldismenntun, stuðningsfulltrúa eða starfsmann leikskóla ef ekki fæst leikskólakennari.
Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Umsóknarfrestur er til og með 23. apríl 2025. Umsóknir skulu sendar til Jónu Lindar Kristjánsdóttur leikskólastjóra á netfangið jonalk@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja starfsferilskrá, afrit af prófskírteinum og leyfisbréf. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.
Nánari upplýsingar veitir Jóna Lind, í síma 450-8295 eða í gegnum ofangreindan tölvupóst.
Við hvetjum áhugasöm, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
-Við þjónum með gleði til gagns-