Grunnskólinn á Ísafirði – Þroskaþjálfi
Grunnskólinn á Ísafirði auglýsir laust til umsóknar tímabundið 100% starf þroskaþjálfa við skólann eða frá 3. janúar 2025 til loka skólaárs. Skólinn er byggður sem einsetinn skóli með um það bil 390 nemendur og fer öll kennsla fram undir sama þaki, utan íþrótta- og sundkennslu. Undanfarin ár hefur skólinn unnið eftir uppbyggingarstefnunni Uppeldi til ábyrgðar og verið þátttakandi í vinaliðaverkefninu.
Leitað er að drífandi og áhugasömum einstaklingi sem býr yfir miklum skipulagshæfileikum og sýnir frumkvæði og metnað í starfi. Mikilvægt er að viðkomandi geti unnið vel í hópi, ásamt því að vera sjálfstæður í verkefnum þegar þörf krefur. Næsti yfirmaður er deildarstjóri stoðþjónustu.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Samstarfsaðili kennara og annarra starfsmanna
- Þjálfun og umönnun nemenda með fötlun
- Gerð einstaklingsáætlana
- Endurmat
- Ráðgjöf og leiðbeiningar til starfsfólks og foreldra
Menntunar og hæfniskröfur:
- Leyfisbréf þroskaþjálfa
- Áhugi á að starfa með börnum og ungmennum
- Jákvæðni, lipurð og færni í samskiptum
- Skipulagsfærni og nákvæmni
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Samviskusemi, stundvísi og sveigjanleiki
- Góð íslenskukunnátta
Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við Þroskaþjálfafélag Íslands.
Umsóknarfrestur er til og með 2. desember 2024. Umsóknum skal skilað til Guðbjargar Höllu Magnadóttur skólastjóra á netfangið gudbjorgma@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá.
Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg Halla í síma 450-8300 eða í gegnum tölvupóst.
Við hvetjum áhugasöm, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
-Við þjónum með gleði til gagns-