Deildarstjóri stoðþjónustu við Grunnskólann á Ísafirði
Grunnskólinn á Ísafirði auglýsir starf deildarstjóra stoðþjónustu laust til umsóknar frá 1. ágúst 2025. Um er að ræða 100% starf.
Skólinn er byggður sem einsetinn skóli með um það bil 400 nemendur og fer öll kennsla fram undir sama þaki, utan íþrótta- og sundkennslu. Undanfarin ár hefur skólinn unnið eftir uppbyggingarstefnunni Uppeldi til ábyrgðar og innleitt kennsluaðferðir leiðsagnarnáms. Skólinn er í góðu og öflugu samstarfi við íþróttahreyfinguna og listaskóla bæjarins en á Ísafirði er fjölbreytt samfélag þar sem hreyfing og menning skipa stóran sess. Næsti yfirmaður deildarstjóra er skólastjóri.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með sérkennslu og kennslu íslensku sem annars máls
- Sér til þess að veitt sé stoðþjónusta í hverjum árgangi eftir þörfum
- Er tengiliður skólans við sálfræðinga, talmeinafræðinga og aðra sérfræðinga og stofnanir sem tengjast skólanum
- Mannaforráð, skipuleggur starf stuðningsfulltrúa og sérkennara og veitir þeim faglegan stuðning
- Situr teymis- og skilafundi eftir því sem við á
- Hefur yfirsýn yfir einstaklingsnámskrár frá sérkennurum og umsjónarkennurum
- Hefur eftirlit með námsgögnum sem eru sérstaklega ætluð sérkennslu og sér um skipulagningu á sérkennsluaðstöðu í samráði við aðra stjórnendur
- Skrifar skýrslu um starf skólaársins sem er hluti af ársskýrslu skólans
- Útbýr aðlagaðar stundaskrár nemenda þegar þörf er á
- Stýrir fundum nemendaverndarráðs
- Hefur yfirsýn yfir mál nemenda í samþættri þjónustu
- Skipuleggur gæslu í frímínútum í samstarfi við aðra stjórnendur
Menntunar og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi (s.s. kennaramenntun, þroskaþjálfamenntun)
- Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi, s.s. á sviði sérkennslu
- Stjórnunarreynsla æskileg
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki
- Frumkvæði og metnaður
- Skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku, önnur tungumál kostur
- Góð almenn tölvukunnátta
Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Umsóknum skal skilað til Guðbjargar Höllu Magnadóttur skólastjóra á netfangið gudbjorgma@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá og leyfisbréf, ásamt kynningarbréfi þar sem fram koma m.a. styrkleikar umsækjanda og rökstuðningur fyrir ráðningu. Umsóknarfrestur um starfið er til og með 23. apríl 2025. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.
Allar nánari upplýsingar veitir Guðbjörg Halla í síma 450-8300 eða í gegnum tölvupóst.
Við hvetjum áhugasöm, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
-Við þjónum með gleði til gagns-