Aðstoðarmatráður/afleysing á deild – Leikskólinn Sólborg

Aðstoðarmatráður óskast til starfa í leikskólann Sólborg á Ísafirði. Um er að ræða 81% starfshlutfall og daglegan vinnutíma frá 09:00 til 15:30. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Næsti yfirmaður er leikskólastjóri.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Aðstoð við matseld og undirbúning matmáls- og kaffitíma
  • Aðstoðar matráð við skipulag starf eldhúss
  • Umsjón með þvotti og frágangi
  • Uppvask, frágangur og þrif í eldhúsi
  • Staðgengill matráðs í fjarveru hans
  • Tilfallandi afleysing á deild

Hæfniskröfur

  • Reynsla af starfi í eldhúsi æskileg
  • Jákvæðni og lipurð í samskiptum
  • Frumkvæði og sveigjanleiki
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð íslenskukunnátta

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag (Kjöl/VerkVest).

Umsóknarfrestur er til og með 7. október 2024. Umsóknir skulu sendar til Helgu Bjarkar Jóhannsdóttur leikskólastjóra á netfangið solborg@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja starfsferilskrá. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Nánari upplýsingar veitir Helga Björk, í síma 450-8285 / 848-2097 eða í gegnum ofangreindan tölvupóst.

Við hvetjum áhugasöm, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

-Við þjónum með gleði til gagns-

Er hægt að bæta efnið á síðunni?