Velferðarnefnd

432. fundur 30. október 2018 kl. 16:00 - 19:05 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Tinna Hrund Hlynsdóttir formaður
  • Þórir Guðmundsson varaformaður
  • Hulda María Guðjónsdóttir aðalmaður
  • Bragi Rúnar Axelsson aðalmaður
  • Auður Helga Ólafsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Þóra Marý Arnórsdóttir deildarstjóri fötlunarþjónustu
Fundargerð ritaði: Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri í félagsþjónustu
Dagskrá

1.Trúnaðarmál. - 2011090094

Eitt trúnaðarmál kynnt í velferðarnefnd.
Trúnaðarmálið afgreitt og fært til bókar í trúnaðarmálabók velferðarnefndar.
Þóra Marý Arnórsdóttir fór af fundinum eftir þennan lið.

2.Fjárhagsáætlun 2019 - 2018030083

Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri kynnti drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 og sagði frá vinnu í tengslum við hana.
Umræður um einstaka liði fjárhagsáætlunarinnar.
Bragi Rúnar Axelsson fór af fundi kl. 18:05.

3.Fjárhagsáætlun 2019 - gjaldskrá fyrir velferðarsvið - 2018030083

Lögð fram drög að gjaldskrá fyrir velferðarsvið fyrir árið 2019. Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri kynntu vinnu við gjaldskrá fyrir velferðarsvið.
Umræður um gjaldskrá fyrir velferðarsvið.

4.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2018 - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 28. september sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum, 25. mál. Umsagnarfrestur er til 26. október nk.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1031. fundi sínum 8. október sl. og vísaði því til velferðarnefndar til umsagnar.
Velferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.

5.Fyrirspurn um dagvistunarrými fyrir aldraða - 2018100058

Lagður fram tölvupóstur Guðrúnar Matthíasdóttur, formanns öldungaráðs Flokks fólksins, dagsettur 14. október sl., þar sem spurt er eftirfarandi spurninga:

- Er þitt sveitarfélag tilbúið til að útvega húsnæði fyrir dagvistunarrými aldraðra ef ríkið kemur á móts við ykkur með viðunandi rekstrar- og dagvistunargjöldum?
- Hver er þörf sveitafélagsins fyrir dagvistunarrými aldraðra?

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar lýsir því yfir að það væri tilbúið til að leggja fram húsnæði, að því gefnu að mótframlag ríkisins væri ásættanlegt. Bæjarráð óskar eftir umbeðnum upplýsingum frá velferðarsviði Ísafjarðarbæjar.

Einnig lagt fram minnisblað Sædísar Maríu Jónatansdóttur vegna fyrirspurnar Guðrúnar Matthíasdóttur.
Hjá Ísafjarðarbæ eru leyfð 8 rými á Hlíf á Ísafirði og 5 rými á Suðureyri. Þetta eru allt almenn rými, þ.e. engin sértæk rými. Á Hlíf nýttu alls 15 einstaklingar dagdeildina á síðustu 12 mánuðum, þar af 8 konur og 7 karlar. Konur nýttu 49,8% rýmanna og karlar nýttu 50,2%.

Í Sunnuhlíð nýttu alls 15 einstaklingar dagdeildina á síðustu 12 mánuðum, þar af 10 konur og 5 karlar. Konur nýttu 91% rýmanna og karlar nýttu 9%. Í Sunnuhlíð er lokað í júní, júlí og ágúst.

Velferðarnefnd metur það svo að full þörf sé fyrir 15 dagdeildarrými hjá sveitarfélaginu, þar af 3 sértæk rými. Nauðsynlegt er fyrir sveitarfélagið að hægt sé að ráðstafa rýmum eftir þörf hverju sinni, þar sem landfræðilegum aðstæðum er þannig háttað að langt er milli bæjarkjarna og breytingar á aldurssamsetningu geta verið mikilar.

6.Rekstur kvennaathvarfs 2018 - styrkbeiðni - 2018100081

Lagður fram tölvupóstur frá Brynhildi Jónsdóttur, rekstrarstýru kvennaathvarfsins dags. 2. október 2018 þar sem óskað er eftir kr. 200.000,- í rekstrarstyrk fyrir árið 2019.
Velferðarnefnd samþykkir að veita Kvennaathvarfinu styrk að fjárhæð kr. 60.000,- fyrir árið 2019.

Fundi slitið - kl. 19:05.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?