Velferðarnefnd

471. fundur 08. júní 2023 kl. 14:30 - 16:05 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Þórir Guðmundsson formaður
  • Halldóra Björk Norðdahl varaformaður
  • Kristín Björk Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Eyþór Bjarnason aðalmaður
  • Gerður Ágústa Sigmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Alberta G Guðbjartsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
  • Harpa Stefánsdóttir ráðgjafi á velferðarsviði
Fundargerð ritaði: Alberta G Guðbjartsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
Dagskrá

1.Trúnaðarmál - velferðarnefnd - 2011090094

Tvö trúnaðarmál kynnt í velferðarnefnd.
Trúnaðarmálin afgreidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók velferðarnefndar.

2.Gott að eldast - 2023060021

Verkefni félags- og vinnumarkaðsráðuneytis, Gott að eldast, kynnt og aðgerðaráætlun þess lögð fram um þjónustu við eldra fólk 2023-2027.
Velferðarnefnd vill lýsa ánægju sinni með áætlunina og leggur til við bæjarstjórn samþykkt verði að sótt verði um þátttöku í tilraunaverkefninu ásamt þeim sveitarfélögunum sem spanna þjónustusvæði Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

3.Farsæld barna - 2022090032

Kynnt innleiðing á samþættri þjónustu í þágu farsældar barna.
Velferðarnefnd þakkar fyrir greinargóða kynninguna.

4.Ársfundur Starfsendurhæfingar Vestfjarða 2023 - 2023050125

Ársskýrsla Starfsendurhæfingar Vestfjarða 2022 lögð fram til kynningar ásamt ársreikningi.
Lagt fram til kynningar.

5.Þjónustukönnun - 2023060025

Umræða um könnun fyrir notendur þjónustu sveitarfélagsins.
Velferðarnefnd felur starfsmanni að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

6.Strandhjólastóll - 2023050188

Lagt fram minnisblað Margrétar Geirsdóttur, dagsett 7. júní 2023, þar sem kynnt er erindi um strandhjólastól.
Velferðarnefnd þakkar fyrir erindið en verður því miður að hafna erindinu. Nefndin telur þetta ekki vera hluta af grunnþjónustu sem sveitarfélaginu ber að veita.

Fundi slitið - kl. 16:05.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?