Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
18. fundur 15. september 2015 kl. 08:00 - 09:50 í fundarsal 2.hæð
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir varaformaður
  • Gunnar Jónsson aðalmaður
  • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
  • Jónas Þór Birgisson varamaður
Starfsmenn
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.Ágengar plöntur 2016 - 2015080042

Lögð fram samþykkt um búfjarðarhald í Ísafjarðarbæ frá 20.des 2001 og upplýsingar um samvinnu við íbúa um heftingu útbreiðslu á lúpínu.
Nefndin felur umhverfisfulltrúa og garðyrkjufulltrúa að móta hugmyndir til upprætingu ágengra plantna og leggja fyrir nefndina.
Matthildur Ásta Hauksdóttir yfirgaf fundinn klukkan 08.55.

Gestir

  • Matthildur Ásta Hauksdóttir - mæting: 08:00

2.Jarðskriðahætta og lúpína - 2015080083

Lagður fram tölvupóstur frá Kristínu Mörtu Hákonardóttur dags. 10.09.2015 um samhengi gróðurs og flóðahættu. Umhverfisfulltrúi óskar eftir heimild til rannsókna á hættu á jarðskriðum eða snjóflóðum vegna lúpínugróinna svæða fyrir ofan byggðarkjarna.
Umhverfisfulltrúa falið að hafa samband við sérfræðinga hjá Veðurstofu Íslands og fleirum og afla frekari gagna um mögulega skriðuhættu á lúpínusvæðum.

3.Tjaldsvæði í Ísafjarðarbæ 2016 - 2015080043

Lagðar fram sundurliðaðar kostnaðartölur og fjöldi gistinátta eftir tjaldsvæðum.
Nefndin ætlar að taka rekstrarform tjaldsvæða í sveitarfélaginu til endurskoðunar, og þá sérstaklega rekstur tjaldsvæðisins við Dynjanda.

4.Svæðisáætlun Sorpmála 2015 - 2015090028

Lagt fram erindi frá Lúðvík E. Gústafssyni um svæðisáætlun og samþykktir sem stjórntæki í úrgangsmeðhöndlun. Samkvæmt lögum nr. 55/2003 og reglugerð nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs, ásamt landsáætlun um meðhöndlun úrgangs, eiga sveitastjórnir að semja og staðfesta svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs sem byggist á markmiðum landsáætlunar.
Lagt fram til kynningar.

5.Gjald á einstaklinga vegna sorpförgunar í móttökustöð Funa - 2015080054

Bæjarráð vísar tillögu Marzellíusar Sveinbjörnssonar, bæjarfulltrúa B-listans, um að fallið verði frá gjaldtöku á einstaklinga í mótttökustöðinni í Engidal, til umsagnar umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Nefndin tekur ekki vel í tillögurnar þar sem hún vill ekki hækka sorpgjöld á íbúa, en telur rétt að skoða betur meðferð óvirks úrgangs í samvinnu við verktaka.
Umsögnin óskast send fyrir 28. Ágúst 2015.

6.Kalkþörunganám í Ísafjarðardjúpi - umsagnarbeiðni - 2015080041

Lagt er fram bréf Vals Klemenssonar, f.h. Skipulagsstofnunar, dags. 11. ágúst sl., þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar um kalkþörunganám í Ísafjarðardjúpi. Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar umhverfis- og framkvæmdanefndar og skipulags- og mannvirkjanefndar.
Lagt fram til kynningar.

7.Gjaldskrár 2016 - 2015030048

Lögð fram drög að gjaldskrám vatnsveitu, holræsa, kattahalds, hundahalds, búfjáreftirlits, tjaldsvæða, áhaldahúss og sorpmála.
Erindinu frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 09:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?