Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
118. fundur 22. febrúar 2022 kl. 08:15 - 09:30 í fjarfundarbúnaði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Aðalsteinn Egill Traustason aðalmaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Stefna um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 -drög í samráðsgátt - 2021010072

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 23/2022, „Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs (losun úrgangs í náttúrunni).“ Umsagnarfrestur er til og með 11.02.2022.

Umsagnir verða birtar í gáttinni jafnóðum og þær berast. Athugið að ekki er hægt að breyta umsögnum eftir að þær hafa verið sendar inn.

Niðurstöður samráðsins verða birtar í gáttinni þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við umsagnarbeiðnina sem slíka, um breytingu á lögum.

2.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022 - 2022010031

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 11. febrúar 2022, þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 332. mál. Umsagnarfrestur er til 25. febrúar 2022.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd minnir á virkjanakosti í Ísafjarðardjúpi sem voru komnir í biðflokk en eru nú ekki lengur í þingskjali 468/152. Nefndin brýnir fyrir Alþingi að tryggja raforkuöryggi á Vestfjörðum og koma því í nútímalegt horf.

3.Borgað þegar hent er - 2022020019

Lögð fram til kynningar skýrsla EFLU verkfræðistofu, „Borgað þegar hent er“ dags. 2. janúar 2022, varðandi innleiðingu á lögum nr. 103/2021, um breytingum á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úvinnslugjald, en breytingarnar taka gildi 1. janúar 2023.

Jafnframt lagðir fram til kynningar minnispunktar bæjarritara vegna fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 3. febrúar 2022, vegna málsins.
Gögn lögð fram til kynningar.

4.Beiðni um styrk til rekstrar Gróanda - 2022020018

Á 1186. fundi bæjarráðs, þann 7. febrúar 2022, var lagt fram erindi Hildar Dagbjartar Arnardóttur, f.h. Gróanda, dagsett 2. febrúar 2022, þar sem óskað er eftir styrktarsamningi við Ísafjarðarbæ.

Bæjarráð vísaði málinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2023, og vísaði málinu jafnframt til fræðslunefndar og umhverfis- og framkvæmdanefndar til umsagnar.
Nefndin óskar eftir fundi með forsvarsmanni Gróanda og frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?