Menningarmálanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
161. fundur 09. nóvember 2021 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Ásgerður Þorleifsdóttir formaður
  • Inga María Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir Bæjarritari
Dagskrá

1.Umhverfing sumarið 2022, á vegum Akademiu skynjunarinnar - 2021100083

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Önnu Eyjólfs, Ragnhildar Stefánsdóttur, Þórdísar Öldu Sigurðardóttur, f.h. Akademíu skynjunarinnar, dags. 24. október 2021, þar sem kynnt er sýning sem til stendur að haldin verði víðsvegar á Vestfjörðum og í Dölunum næsta sumar, en þátttakendur eru rúmlega 100, en meðfylgjandi eru tvö fylgiskjal um sýninguna.

Jafnframt lögð fram tvö minnisblöð Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 4. nóvember 2021, þar sem kynnt eru fyrirhuguð verk tveggja listamanna á sýningunni og óskað heimildar menningarmálanefndar til að setja þau upp í sveitarfélaginu.
Menningarmálanefnd lýsir yfir ánægju með verkefnið og hvetur listamennina til góðra verka. Nefndin vísar málinu til afgreiðslu í skipulags- og mannvirkjanefnd.

2.Styrkir til menningarmála 2021 - 2021020098

Lagðar fram greinargerðir með upplýsingum um framkvæmdir tveggja menningarverkefna sem hlutu styrk í fyrri úthlutun 2021.
Lagt fram til kynningar.

3.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011

Lagður fram tölvupóstur Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur, skipulagsráðgjafa, dags. 17. október 2021, varðandi yfirferð menningarmálanefndar um Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020, auk kafla 7.3 um menningar- og búsetuminjar, og kafla 9.2. um menningu, en nefndin skal endurskoða þessa kafla Aðalskipulags.
Menningarmálanefnd ræðir endurskoðun á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar og felur starfsmanni að ljúka yfirferð og kynna aftur fyrir nefndarmönnum.

Fundi slitið.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?