Stjórn skíðasvæðis - 20. fundur - 13. nóvember 2007

Á fundinn mættu:  Steingrímur Einarsson, formaður, Arna Lára Jónsdóttir og Þórunn Pálsdóttir.  Fundargerð ritaði Steingrímur Einarsson.


Þetta var gert.



1. Ráðning forstöðumanns Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar.


 Alls bárust þrjár umsóknir um starf forstöðumanns Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar frá eftirtöldum aðilum: Björgvin Sveinssyni, Önundarfirði; Hilmari Þorbjörnssyni, Ísafirði og Úlfi Guðmundssyni, Siglufirði.


 Eftir að hafa farið yfir umsóknir og tekið viðtöl við alla umsækjendur, hefur stjórn Skíðasvæðis tekið þá ákvörðun, að mæla með Úlfi Guðmundssyni í starf forstöðumanns Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar.


 Viðtöl við umsækjendur tóku Steingrímur Einarsson, formaður stjórnar, Þórunn Pálsdóttir, nefndarmaður í stjórn og Þorleifur Pálsson, bæjarritari.


Fleira ekki gert, fundagerð upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 13:00.


Steingrímur Einarsson, formaður.


Arna Lára Jónsdóttir.       


Þórunn Pálsdóttir.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?