Stjórn skíðasvæðis - 15. fundur - 13. júlí 2007

Á fundinn mættu: Steingrímur Einarsson, formaður, Haraldur Tryggvason og Hermann Hermannsson, sem mætti í stað Þórunnar Pálsdóttur. Fundargerð ritaði Steingrímur Einarsson.


Þetta var gert:



1. Væntanlegar framkvæmdir á Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar 2007-2008.


Stjórn skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar óskar eftir því að umhverfisnefnd tilnefni fulltrúa sinn í byggingarnefnd svæðisins, sem er verið að mynda vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Tungudal og á Seljalandsdal.


Ennfremur er þess óskað að tæknideild Ísafjarðarbæjar tilnefni sinn fulltrúa og hafi yfirumsjón með verkfræðilegum þáttum framkvæmdanna.


Þess er einnig óskað að tæknideild bæjarins hraði eins og kostur er undirbúningsvinnu vegna breytinga á deiluskipulagi svæðisins þannig að hægt verði að leggja fyrstu gögn fyrir næsta fund umhverfisnefndar, sem áætlaður er þann 25. júlí n.k.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og fundi slitið kl. 10:00.


Steingrímur Einarsson, formaður.


Haraldur Tryggvason.       


Hermann Hermannsson.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?