Skipulags- og mannvirkjanefnd - Nr. 353. fundur - 15. júní 2011

Dagskrá:

  1. 1.      2011-05-0045 - Umsókn um rekstarleyfi - Endurnýjun og breyting á rekstrarleyfi.

Á fundi bæjarráðs 30. maí sl. var tekið fyrr bréf frá sýslumanninum á Ísafirði dagsett 26. maí sl., þar sem leitað er umsagnar á umsókn Gerðar Eðvarsdóttur f.h. Slétt og Slitrótt ehf., um endurnýjun og breytingu á rekstrarleyfi veitingastaðarins Prjónakaffi að Silfurgötu 1, Ísafirði. Núgildandi leyfi er fyrir flokk I, en sótt er um leyfi fyrir flokk II.

Bæjarráð óskaði umsagnar byggingarfulltrúa á ofangreindu erindi.

Undirrituð gerir ekki athugasemd við að rekstarleyfi verði veitt fyrir Slétt og Slitrótt ehf. Veitingastaðurinn er á skilgreindu miðsvæði í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020 og teikningar af fasteigninni liggja inni hjá undirritaðri og eru ekki gerðar athugasemdir vegna þeirra við umgengni og snyrtimennsku í kringum staðinn.

Lagt fram til kynningar.

  1. 2.      2011-05-0055 - Hótel Sandafell, Þingeyri - endurnýjun á rekstrarleyfi.

Á 704. fundi bæjarráðs 6. júní sl. var lagt fram bréf frá sýslumanninum á Ísafirði dagsett 31. maí sl., þar sem leitað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á umsókn Eiríks Eiríkssonar á endurnýjun rekstrarleyfis gististaðarins Hótel Sandafell, Hafnarstræti 7, Þingeyri.

Bæjarráð óskaði umsagnar byggingarfulltrúa og eldvarnaeftirlitsmanns Ísafjarðarbæjar, en gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða leyfisveitingu.

Undirritaðri barst erindi dags. 31. maí sl. frá sýslumanninum á Ísafirði þar sem óskað er umsagnar byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar á umsókn Eiríks Eiríkssonar, kt. 130241-4339, um endurnýjun rekstrarleyfis gististaðar í flokki V, vegna Hótels Sandafells, Hafnarstræti 7, Þingeyri.

Í aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020 er Hótel Sandafell á skilgreindu miðsvæði Þingeyrar. Teikningar af fasteigninni hafa verið lagðar inn til undirritaðrar. Með vísan í ofangreint er ekki gerð athugasemd við endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Hótel Sandafell, Hafnarstræti 7, Þingeyri..

Lagt fram til kynningar.

  1. 3.      2011-05-0046 - Hafnarstræti 8, Ísafirði - umsókn um rekstrarleyfi.

Á fundi 703. bæjarráðs 30. maí sl. var tekið fyrir bréf frá sýslumanninum á Ísafirði dagsett 26. maí sl., þar sem leitað er umsagnar á umsókn Guðbjargar Ólafsdóttur f.h. Orkusteins ehf., um rekstrarleyfi gistiheimilis að Hafnarstræti 8, Ísafirði.

Bæjarráð óskar umsagnar umhverfisnefndar um erindið.

Þar sem hér er um alveg nýtt gistiheimili að ræða óskaði bæjarráð umsagnar umhverfis- og eignasviðs og umhverfisnefndar á erindi sýslumannsins á Ísafirði.

 

Við skoðun í skrám Þjóðskrár Íslands er hvorki Guðbjörg eða Orkusteinn ehf. skráður eigandi af fasteigninni að Hafnarstræti 8, Ísafirði. Samkvæmt upplýsingum frá sýslumanninum á Ísafirði hefur umsókn verið breytt og er Hjalti Þórðarson, kt. 140853-4539, skráður sem umsækjandi að rekstrarleyfi gistiheimilisins.

 

Undirrituð gerir ekki athugasemd við að rekstarleyfi verði veitt fyrir Gistiheimilið að Hafnarstræti 8, Ísafirði, enda staðurinn á skilgreindu miðsvæði í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020. Teikningar af fasteigninni liggja inni hjá undirritaðri og eru ekki gerðar athugasemdir vegna þeirra.

Lagt fram til kynningar.

  1. 4.      2011-05-0051 - Talisman / Fisherman ehf. - umsókn endurnýjun á rekstrarleyfi.

Á 704. fundi bæjarráðs 6. júní sl. var lagt fram bréf frá sýslumanninum á Ísafirði dagsett 26. maí sl., þar sem leitað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á umsókn Fisherman ehf., Suðureyri, á endurnýjun rekstrar leyfis og lengingar opnunartíma veitingahússins Talisman og Fisherman Hótels.

Bæjarráð óskar umsagnar byggingarfulltrúa og eldvarnaeftirlitsmanns Ísafjarðar- bæjar, en gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða leyfisveitingu.

Í aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020 er veitingahúsið Talisman á skilgreindu miðsvæði Suðureyrar. Teikningar af fasteigninni liggja inni hjá undirritaðri.

Með vísan í ofangreint er ekki gerð athugasemd við endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir veitingahúsið Talisman á Suðureyri.

Lagt fram til kynningar.

  1. 5.      2011-05-0053 - Hreggnasi 12, Hnífsdal - framkvæmdir.

Lagt fram bréf bygginagarfulltrúa Ísafjarðarbæjar til Kristjáns Ívars Sigurðssonar eiganda Hreggnasa 12, Hnífsdal þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir á framkvæmdum við húseignina.

Lagt fram til kynningar.

  1. 6.      2011-06-0026 - Staður lóð 1 - umsókn um byggingarleyfi.

Lagt fram bréf dags. 8. maí sl. frá Guðmundi Lúther Hafsteinssyni fh. Átthagafélags Sléttuhrepps á Ísafirði og í Reykjavík, þar sem sótt er um leyfi til að lagfæra gamla prestsbústaðinn á Stað í Aðalvík ásamt því að byggja bíslag við húsið. Húsafriðunarnefnd og Hornstrandanefnd hafa fjallað um erindið og gera ekki athugasemd við framkvæmdina.

Lagt fram til kynningar.

  1. 7.      2011-06-0022 - Kvörtun vegna alifugla í Hnífsdal.

Lagt fram bréf dags. 9. júní sl. frá Maríu Berglindi Kristófersdóttur þar sem gerð er athugasemd við hana sem vaknar kl 4.00 - 6.00 í Hnífsdal og heldur vöku fyrir nágrönnum.

Umhverfisnefnd.

  1. 8.      2009-07-0034 - Heimabær II - Hesteyri.

Lagt fram bréf dagsett 24. maí sl. frá Arnari Þór Stefánssyni hrl. fh. Guðmundar Halldórssonar, þar sem sótt er um leyfi fyrir lagfæringum og endurbótum á Heimabæ II, Hesteyri skv. meðfylgjandi teikningum.

Umhverfisnefnd.

  1. 9.      2011-06-0008 - Umsókn um beitiland í landi Sanda.

Lagt fram bréf dags. 30. maí sl. frá Kristínu Auði Elíasdóttur þar sem sótt er um afnot af beitilandi í landi Sanda við Þingeyri, skv. meðfylgjandi uppdrætti.

Umhverfisnefnd.

 

10.  2011-05-0002 - Viðhaldsáætlun Eignasjóðs Ísafjarðarbæjar 2011.

Á 703. fundi bæjarráðs var lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 27. maí sl., er varðar fimm ára framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar. Í minnisblaðinu leggur bæjarstjóri áherslu á að umhverfisnefnd í samráði við umhverfis- og eignasvið fari í vinnu við gerð 5 ára framkvæmdaáætlunar fyrir Ísafjarðarbæ. Við gerð áætlunarinnar verði sérstaklega horft til verka sem fegra bæinn og draga úr rekstrarkostnaði bæjarins.

Bæjarráð óskar eftir að framkvæmdaáætlun sem til er verði uppfærð og hún lögð fyrir bæjarráð.

Umhverfisnefnd.

 

11.  2011-06-0013 - Nýting svæða í og við Ísafjarðardjúp.

Lagt fram bréf dags. 3. júní sl. frá Umhverfisstofnun þar sem óskað er upplýsinga frá Ísafjarðarbæ um hugsanlega nýtingu sem stangast gæti á við óskir Vesturskeljar ehf. vegna kræklingaræktar við Æðeyjargrunn í Ísafjarðardjúpi.

Umhverfisnefnd.

 

12.  2011-06-0019 - Sjávargæði ehf. - Umsókn um silungaeldi í Önundarfirði.

Lagt fram erindi dags. 6.júní sl. frá Fiskistofu þar sem leitað er umsagna Ísafjarðarbæjar á umsókn Sjávargæða ehf. um rekstarleyfi til eldis á regnbogasilungi í Önundarfirði þar sem leyfilegt framleiðslumagn er innan við 200 tonn á ári.

Umhverfisnefnd.

 

13.  2011-06-0003 - Gerð nýrrar byggingarreglugerðar.

Lagt fram bréf dags. 30. maí sl. frá Hafsteini Pálssyni fh. Umhverfisráðherra þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á framkomnum vinnudrögum að byggingarreglugerð. Umsögn skal berast ráðuneytinu eigi síðar en 15. ágúst nk.

Umhverfisnefnd.

 

14.  2011-06-0012 - Ný reglugerð um framkvæmdaleyfi.

Lagt fram bréf dags. 3. júní sl. frá Írisi Bjargmundsdóttur fh. Umhverfisráðherra þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á framkomnum vinnudrögum reglugerðar um framkvæmdaleyfi. Umsögn skal berast ráðuneytinu eigi síðar en 15. ágúst nk.

Umhverfisnefnd.

 

15.  2011-06-0018 - Fjallaskil 2011.

Farið í Fjallaskil fyrir árið 2011.

Umhverfisnefnd.

 

16.  2011-06-0025 - Dagur íslenskrar náttúru.

Lagt fram bréf dags. 3. júní sl. frá Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra, þar sem ríkisstjórn Íslands ákvað sl. haust að tillögu bréfritara að tileinka 16. september ár hvert íslenskri náttúru. Dagurinn er fæðingardagur Ómars Ragnarssonar. Óskað er eftir samstarfi við sveitarfélög um dagskrá fyrir íbúa og er vonað að Dagur íslenskrar náttúru muni efla og styrkja vitund landsmanna um þau auðæfi sem fólgin eru í náttúru landsins og verði árviss gleðidagur í lífi þjóðarinnar.

Umhverfisnefnd.

 

17.  2011-05-0028 - Deiliskipulag neðan Gleiðarhjalla.

Lögð fram lýsing á deiliskipulagi á Hlíð neðan Gleiðarhjalla - innri hluti.

Umhverfisnefnd.

 

18.  2009-12-0009 - Þingeyri - deiliskipulag.

Þann 7. júní sl. var haldinn íbúafundur á Þingeyri vegna deiliskipulags á Þingeyri. Jóhann Birkir Helgason skýrir frá niðurstöðum fundarins.

Umhverfisnefnd.

 

19.  Önnur mál.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:40.

 

 

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, formaður.

Gísli Halldór Halldórsson.                                   

Marsellíus Sveinbjörnsson.

Björn Davíðsson.                                                 

Jóhann Birkir Helgason, sviðsst. umhverfis - og eignasviðs.

Lína Björg Tryggvadóttir.                                    

Anna Guðrún Gylfadóttir,byggingarfulltrúi.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?