Skipulags- og mannvirkjanefnd - 431. fundur - 8. apríl 2015

Dagskrá:

1.  

Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020 - breyting. - 2013060014

 

Framhald umræðu frá síðasta fundi um umsagnir og athugasemdir við skipulags- og matslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020.

 

Yfirferð þeirra fjölmörgu umsagna og athugasemda sem bárust við skipulags- og matslýsingu lokið og afstaða tekin til þeirra. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

 

   

2.  

Leyfi til leitar og borunar eftir vatni fremst í Botnsdal - 2014030045

 

Aftur á dagskrá. Umsögn Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dags. 23. mars 2015 lögð fram.

 

Afgreiðslu frestað.

 

   

3.  

Borun eftir heitu vatni í Botni, Súgandafirði - umsókn um framkvæmdaleyfi - 2015030038

 

Umsókn frá Birni Birkissyni um framkvæmdaleyfi til að bora eftir heitu vatni í Botni í Súgandafirði.

 

Afgreiðslu frestað.

 

   

4.  

Jarðgöng undir Breiðadals- og Botnsheiði - viðbragðsáætlun - 2015030026

 

Erindi Vegagerðarinnar dags. 3. mars 2015 þar sem farið er fram á samþykki byggingaryfirvalda Ísafjarðarbæjar á viðbragðsáætlun fyrir jarðgöng undir Breiðadals- og Botnsheiðar. Jafnframt lagt fram álit slökkviliðsstjóra Ísafjarðarbæjar.

 

Afgreiðslu frestað.

 

   

5.  

Neðri Tunga 1 - umsókn um stofnun fasteigna í fasteignaskrá - 2015030089

 

Til afgreiðslu umsókn Ragnheiðar Hákonardóttur um stofnun fasteigna í fasteignaskrá.

 

Afgreiðslu frestað.


Málið var áður á dagskrá 413. fundi umhverfisnefndar 21.05.2014.

 

   

6.  

Landsskipulagsstefna 2015 - 2026 - 2014010001

 

Bréf Skipulagsstofnunar dags. 19. mars 2015 vegna umsagna um framkomnar athugasemdir við auglýsta tillögu að landsskipulagsstefnu 2015-2026.

 

Afgreiðslu frestað.

 

   

7.  

Sólbakki 6 - umsókn um byggingarleyfi - 2015030086

 

Sólbakki 6 ehf sækir um leyfi til að breyta skráningu á íbúðarhúsnæði að Sólbakka 6, Flateyri í sumarhús þar sem húsið er á snjóflóðahættusvæði.

 

Afgreiðslu frestað.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00

 

Sigurður Jón Hreinsson

 

Erla Rún Sigurjónsdóttir

Magni Hreinn Jónsson

 

Sigurður Mar Óskarsson

Ingólfur Hallgrímur Þorleifsson

 

Ralf Trylla

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?