Skipulags- og mannvirkjanefnd - 409. fundur - 12. mars 2014

Dagskrá:

1.

2012060046 - Ósk um stækkun lóðar Neðri Tungu 1 í Skutulsfirði.

 

 

Á fundinn er mættur Marinó Hákonarson vegna málefnis Neðri Tungu 1 í Skutulsfirði.

 

 

Umhverfisnefnd telur sig ekki með góðu móti geta tekið afstöðu til máls Neðri Tungu, fyrr en búið er að deiliskipuleggja svæðið.
Umhverfisnefnd leggur því til við bæjarstjórn að svæðið á milli Tunguhverfis, golfvallarsvæðis, Skutulsfjarðarbrautar og Tunguár verði deiliskipulagt.

 

 

   

 

2.

2011020059 - Deiliskipulag á Suðurtanga, Ísafirði

 

 

Tekin fyrir deiliskipulagstillaga að Suðurtanga.

 

 

Lagt fram til kynningar.

 

 

                                     

3.

2014030023 - Seljalandsvegur 87 - lóð í fóstur.

                                 
 

Lagt fram erindi dags. 10 mars sl. frá Jóni Smára Valdimarssyni þar sem hann óskar eftir því að taka lóð við Seljalandsveg 87 í fóstur.

                                 
 

Umhverfisnefnd samþykkir erindið.

                                 

 

                                     

4.

2014010057 - Afgreiðslur byggingarleyfa byggingarfulltrúa 2013

                                 
 

Lagður fram listi byggingarfulltrúa um afgreiðslur byggingarleyfa sem gefin voru út á árinu 2013.

                                 
 

Lagt fram til kynningar.

                                 

 

                                     

5.

2012090006 - Fjárhagsáætlun 2013 og fimm ára áætlun.

                                 
 

Lögð fram fimm ára framkvæmdaáætlun fyrir Ísafjarðarbæ.

                                 
 

Umhverfisnefnd frestar erindinu til næsta fundar.

                                 

 

                                     

6.

2014030020 - Náttúrustofa - Ýmis erindi 2014-2015

                                 
 

Á fundi bæjarráðs 10. mars sl. var lagt fram bréf frá Náttúrustofu Vestfjarða dags. 5. mars sl. þar sem bent er á að NV hefur unnið að hnitsetningu landamerkja frá árinu 2005. Sveitarfélög á Vestfjörðum eru hvött til að nýta sér þekkingu og reynslu NV við skráningu landamerkja í sveitarfélaginu.

                                 
 

Umhverfisnefnd felur sviðsstjóra að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinu og kynna nefndinni niðurstöður.

                                 

 

                                     

7.

2012030012 - Sjókvíaeldi Dýrfisks ehf.

                                 
 

Lagt fram bréf dags. 20. feb. sl. frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á hvort og á hvaða forsendum, sjókvíeldi Dýrfisks í Önundarfirði, skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 3. viðauka laga 106/2000 m.s.b. og reglugerðar 1123/2005. Um er að ræða allt að 2.000 tonn af regnbogasilungi.
Fyrir liggur umsögn hafnarstjóra Ísafjarðarbæjar á erindinu.

                                 
 

Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar telur miður að enga stefnumörkun stjórnvalda er að finna um sjókvíaeldi í Önundarfirði fremur en annarsstaðar. Sérstaklega er þetta slæmt í ljósi þess að sveitarfélögin hafa ekki skipulagsvald yfir aðliggjandi strandsvæðum, fjörðum og flóum.

Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar vill því ítreka þá skoðun sína að æskilegt er að sveitarfélög ráði skipulagi strandsjávar út að 1 sjómílu frá grunnlínu. Ef svo væri má jafnvel gera ráð fyrir að nýtingaráætlun fyrir Önundarfjörð væri þegar lokið. Sú skoðun umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar og bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar að sveitarstjórnir skuli hafa ákvörðunarrétt í máli sem þessu hefur margsinnis komið fram, t.d. varðandi leyfisveitingar til fiskeldis á Vestfjörðum, sem nú er í örum vexti. Enn sem komið er hefur Alþingi ekki gert breytingar sem tryggja raunhæfa aðkomu sveitarstjórna að slíkum málum.

Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar telur sig ekki hafa forsendur til að krefjast þess að fyrirhugað eldi sæti mati á umhverfisáhrifum m.t.t. 3. viðauka laga númer 106/2000. Þó er mikilvægt í ljósi greinar 1.v. í 3. viðauka laganna, m.a. með tilliti til ofangreinds ágalla á íslenskri stjórnsýslu að því er varðar stefnumörkun á strandsvæðum utan netlaga, að gerð verði ítarleg grein fyrir áhrifum þeim sem eldið kann að hafa á hefðbundna nýtingu svæðisins s.s. fiskveiðar, rækjuveiðar og ýmsa hlunnindanýtingu og að haft verði samráð við þá nýtingaraðila um tilhögun eldisins.

Hagnýting fjarða og flóa við strendur Íslands er mjög vandasamt og flókið mál sem þarfnast víðtæks undirbúnings og samstarfs áður en til ákvarðana kemur. Verkefni Fjórðungssambands Vestfirðinga, sem nú er unnið að og lýtur að hagnýtingu strandsvæða á Vestfjörðum, er enn á frumstigum, en við verkefnið eru bundnar miklar vonir, sem auðvelda munu ákvarðanatöku í slíkum málum í framtíðinni.
Meðan nýtingaráætlun liggur ekki fyrir í Önundarfirði er æskilegt að leyfi séu ekki veitt til of langs tíma og að komið verði í veg fyrir að hefðarréttur geti myndast á fiskeldisleyfum. Í því samhengi má til framtíðar benda á möguleika þessa að stýra eftirspurn í leyfi með leyfisgjöldum.

                                 

 

                                     

8.

2012030012 - Sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi - umsögn.

                                 
 

Lagt fram afrit af bréfi frá Veiðifélagi Langadalsárdeildar, dags. 25. feb. til Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar og Hraðfrystihússins Gunnvarar hf. vegna fyrirhugaðs laxeldis í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi.

                                 
 

Lagt fram til kynningar.

                                 

 

                                     

9.

2013120006 - Samþykkt um umgengni og þrifnað.

                                 
 

Erindi síðast á fundi umhverfisnefnar 12. febrúar sl.

                                 
 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkt um umgengni og þrifnað utan húss á starfssvæði heilbrigðisnefndar Vestfjarða verði samþykkt.

                                 

 

                                     

10.

2014020076 - Frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli - 217. mál.

                                 
 

Lagt fram erindi dags. 19. febrúar sl. frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar á frumvarpi til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli (heildarlög, yfirstjórn og ábyrgð Alþingis), 217. mál.

                                 
 

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.

                                 

 

                                     

11.

2014020104 - Ós, Bolungarvík - umsögn um deiliskipulag.

                                 
 

Lögð frma lýsing deiliskipulags fyrir jörðina Ós í Bolungarvíkurkaupstað. Með vísan í 40. greinar Skipulagslaga nr. 123/2010 er óskað umsagnar Ísafjarðarbæjar á lýsingu deiliskipulags.

                                 
 

Umhverfisnefnd fagnar þessum fyrirætlunum og gerir ekki athugasemd við lýsingu deiliskipulags fyrir jörðina Ós í Bolungarvíkurkaupstað.

                                 

 

                                     

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09.40.

 

 

Gísli Halldór Halldórsson

 

Lína Björg Tryggvadóttir

Magnús Reynir Guðmundsson

 

Heimir Gestur Hansson

Jóhann Birkir Helgason

 

Ralf Trylla

Anna Guðrún Gylfadóttir

 

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?