Skipulags- og mannvirkjanefnd - 377. fundur - 4. júlí 2012

Dagskrá:

1.

2012060046 - Ósk um stækkun lóðar Neðri Tungu 1 í Skutulsfirði

 

Á 755. fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar 18. júní sl. var erindi Ragnheiðar Hákonardóttur, Ísafirði dags. 14. júní 2012 er varðar stækkun lóðar við Neðri Tungu í Skutulsfirði vísað til umhverfis- og eignasviðs til skoðunar.

 

Umhverfisnefnd óskar eftir frekari upplýsingum frá bréfritara um fyrirhugaða nýtingu lóðar. Tæknideild er falið að ræða við GÍ um aðkomu að æfingavelli.

Umhverfisnefnd getur ekki tekið afstöðu til væntanlegs samkomulags.

 

   

2.

2012060041 - Uppsetning skiltis á Þingeyri

 

Lagt fram bréf, ódagsett, frá Ragnari Erni Þórðarsyni og Helga Snæ Ragnarssyni fh. Veitingahornsins ehf, Þingeyri þar sem sótt er um leyfi fyrir auglýsingaskilti samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.

 

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við erindið en bendir umsækjanda á að jafnframt þarf að hafa samráð við Vegagerðina fyrir uppsetningu skiltis á þessum stað enda er um þjóðveg í þéttbýli að ræða.

 

   

3.

2012060083 - Mávagarður C, Ísafirði - umsókn um lóð.

 

Lagður fram tölvupóstur dags. 25. júní 2012 frá Hallgrími Kjartanssyni fh. Sjávareldis ehf. þar sem sótt er um lóð C við Mávagarð.

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Sjávareldi ehf. fái lóð C við Mávagarð, Ísafirði með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

 

   

4.

2009120009 - Þingeyri - deiliskipulag

 

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir miðbæ og hafnarsvæði á Þingeyri dags. 26. júní 2012 unnið af Landmótun.

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.

 

   

5.

2011030132 - Umsókn um lóð - Neðsti kaupstaður - Hafnarsvæði

 

Tekið fyrir að nýju erindi frá Nanný Örnu Guðmundsdóttur og Ásgerði Þorleifsdóttur fh. Vestinvest ehf. þar sem sótt er um lóð við Ásgeirsgötu 1a, Ísafirði.

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Vestinvest ehf. fái lóðina við Ásgeirsgötu 1a, Ísafirði með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

 

   

6.

2009020030 - Mjósund 2/Mávagarður Ísafirði - olíubirgðastöð

 

Lögð fram umsókn dags. 14. júní 2012 frá Olíudreifingu ehf. þar sem sótt er um lóð F á Mávagarði, Ísafirði undir olíubirgðastöð.

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Olíudreifing ehf. fái lóð F við Mávagarð með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

 

   

7.

2012010004 - Sjókvíaeldi HG í Ísafjarðardjúpi

 

Á fundi bæjarráðs 2. júlí. sl. var lagt fram bréf frá Fiskistofu dagsett 21. júní sl., þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar á umsókn Hraðfrystihússins Gunnvarar hf., Hnífsdal, um rekstrarleyfi til fiskeldis í Skötufirði, Mjóafirði, undan Bæjarhlíð og tveimur öðrum staðsetningum í Ísafjarðardjúpi, á þorski þar sem leyfilegt framleiðslumagn er innan 200 tonna á ári á hverjum fyrrnefndra staða. Svar þarf að berast í síðasta lagi 5. júlí n.k.
Bæjarráð benti á að staðsetningar eldiskvía væru að hluta á veiðislóð fiskiskipa í Ísafjarðardjúpi.
en vísaði erindinu til frekari vinnslu í umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar.

 

Umhverfisnefnd tekur undir ábendingu bæjarráðs Ísafjarðarbæjar varðandi veiðislóð fiskiskipa. Þar sem um er að ræða mikið hagsmunamál, þá leggur umhverfisnefnd til við Fiskistofu að auglýst verði eftir athugasemdum eins og um deiliskipulag væri að ræða.

Umhverfisnefnd vísar í umsögn sína til Skipulagsstofnunar frá 17. janúar 2012 um "Tilkynningu um fyrirhugaða 7.000 tonna framleiðslu á eldisfiski í Ísafjarðardjúpi á vegum Hraðfrystihússins Gunnvarar hf." þar sem segir m.a.: "..... gerð verði ítarleg grein fyrir áhrifum þeim sem eldið kann að hafa á hefðbundna nýtingu svæðisins s.s. fiskveiðar, rækjuveiðar og ýmsa hlunnindanýtingu og að haft verði samráð við þá nýtingaraðila um tilhögun eldisins." 

Umhverfisnefnd áréttar enn og aftur að hún telur mikilvægt að Ísafjarðarbær öðlist skipulagsvald yfir strandsvæðum sínum út að einni sjómílu frá grunnlínupunktum.

Á meðan að nýtingaráætlun fyrir Ísafjarðardjúp liggur ekki fyrir og þar sem firðirnir eru viðkvæmir og óskipulögð svæði, telur umhverfisnefnd óskynsamlegt að rekstrarleyfi verði veitt fyrr en tekið hefur verið tillit til ofangreindra athugasemda umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar.

 

 

   

8.

2010040016 - Nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Vestfjarða

 

Lögð fram drög að nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Arnarfjarðar unnið af Fjórðungssambandi Vestfirðinga, Teiknistofunni Eik og Háskólasetri Vestfjarða.

 

Gísli Halldór Halldórsson fulltrúi Ísafjarðarbæjar í skipulagshópnum gerði grein fyrir skýrslunni og þeirri vinnu sem fram hefur farið í skipulagshópnum.

Umhverfisnefnd hvetur bæjarfulltrúa til að kynna sér skýrsluna en gert er ráð fyrir að lokadrög verði lögð fram í lok sumars.

 

   

9.

2012060076 - Ristarhlið í Önundarfirði - umsagnarbeiðni

 

Lagt fram bréf frá Vegagerðinni dags. 20. júní 2012 þar sem óskað er umsagnar umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar um beiðni jarðareigenda í Önundarfirði um ristarhlið á þjóðveg 60.

 

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að ristarhlið verði sett upp á þjóðvegi 60.

 

   

10.

2012070001 - Umsókn um að nýta tún í Engidal

 

Lagt fram bréf frá Kristjáni Ólafssyni dags. 28. júní 2012 þar sem óskað er eftir heimild til að nýta tún í eigu Ísafjarðarbæjar í Engidal.

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Kristján Ólafsson fái umrædd tún til afnota í 5 ár með möguleika á endurnýjun að þeim tíma liðnum.

 

   

11.

2012060040 - Almenningsgarðar 2012

 

Lagt fram bréf dags. 12. júní 2012 frá Kristínu Auði Elíasdóttur garðyrkjufræðingi er varðar leyfi til að fella nokkur tré í Jónsgarði í samráði við umhverfisfulltrúa Ísafjarðarbæjar.

 

Umhverfisnefnd samþykkir erindið.

 

   

12.

2011060030 - Umsókn um lóð í Engidal - Gámaþjónusta Vestfjarða

 

Lagt fram erindi dags. 17. maí sl. frá Gámaþjónustu Vestfjarða þar sem sótt er um lóð samkvæmt meðfylgjandi loftmynd til afnota í 15 ár.

 

Umhverfisnefnd veitir Gámaþjónustu Vestfjarða leyfi til að nýta lóðina til næstu 5 ára, með sama hætti og þeir hafa gert hingað til.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:40

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir.

Gísli Halldór Halldórsson.

Magnús Reynir Guðmundsson.

Lína Björg Tryggvadóttir.

Jóhann Birkir Helgason.

Ralf Trylla.

Anna Guðrún Gylfadóttir.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?