Skipulags- og mannvirkjanefnd - 345. fundur - 29. desember 2010


Mættir: Albertína Elíasdóttir, formaður, Gísli Halldór Halldórsson, Marzellíus Sveinbjörnsson, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Lína Björg Tryggvadóttir, Ralf Trylla umhverfisfulltrúi, Jóhann Birkir Helgasons, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs. og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritaði fundargerð.



  



Dagskrá:



 



1.        2010-12-0063 - Höfði, Dýrafirði - rekstrarleyfi.



Erindi frá Sýslumanninum á Ísafirði dags. 22. desember sl. þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á umsókn Kristínar Á. Arnórsdóttur, um rekstrarleyfi gististaðar í flokki I, Höfða í Dýrafirði.



Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að rekstarleyfi verði veitt fyrir Höfða í Dýrafirði. Þar sem um nýtt leyfi er að ræða, gefur byggingarfulltrúi sérstaka umsögn



 



2.        2010-12-0064 - Brynjukot, Flateyri - rekstrarleyfi.



Erindi frá Sýslumanninum á Ísafirði dags. 23. desember sl. þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á umsókn Þorbjargar Sigþórsdóttur f.h. Kvenfélagsins Brynju um rekstrarleyfi gististaðar í flokki II vegna starfstöðvarinnar, Gistiskálinn Brynjukot, Ránargötu 6, 425 Flateyri.



Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að rekstarleyfi verði veitt fyrir Gistiskálann Brynjukot, Ránargötu 6, Flateyri.



 



3.        2010-06-0047 - Brekka, Fljótavík - byggingarleyfi.



Erindi var síðast á dagskrá umhverfisnefndar 7. júní sl. þar sem óskað var eftir leyfi til að stækka sumarhúsið Brekku í landi Geirmundarstaða í Fljótavík samkvæmt teikningum unnum af Tækniþjónustu Vestfjarða. Erindið var sent Hornstrandanefnd til umsagnar í samræmi við samkomulag varðandi byggingarleyfi í friðlandinu á Hornströndum síðan í apríl 2001. Umsögn Hornstrandanefndar barst 16. desember sl.



Umhverfisnefnd samþykkir erindið



 



4.        2010-09-0014 - Björgunarskýli, Hlöðuvík á Hornströndum.



Erindi var síðast á dagskrá umhverfisnefndar 8. september sl. þar sem sótt er um leyfi til að flytja og setja niður neyðarskýli í Hlöðuvík á Hornströndum, samkvæmt teikningum Lúðvíks B. Ögmundssonar, tæknifræðings. Erindið var sent Hornstrandanefnd til umsagnar í samræmi við samkomulag varðandi byggingarleyfi í friðlandinu á Hornströndum síðan í apríl 2001. Umsögn Hornstrandanefndar barst 16. desember sl.



Umhverfisnefnd samþykkir erindið.



 



 



 



 



5.        2010-12-0065 - Freyjugata 5, Suðureyri - byggingarleyfi.



Lögð fram fyrirspurn dags. 21. desember sl. frá Þórði Emil Sigurvinssyni fh. Flugöldu ehf. þar sem óskað er eftir umsögn umhverfisnefndar á leyfi til að reisa hjall við fasteignina Freyjugötu 5, Suðureyri samkvæmt meðfylgjandi rissi.



Umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að afla nánari gagna vegna málsins.



 



 



6.        2010-12-0068 - Mjólkárvirkjun II , Arnarfirði - viðbygging.



Lagt fram bréf dags. 23. desember sl. frá Tækniþjónustu Vestfjarða ehf. fh. Orkubús Vestfjarða ehf. þar sem sótt er um leyfi fyrir viðbyggingu við stöðvarhús Mjólkárvirkjunar II í landi Borgar í Arnarfirði skv. meðfylgjandi teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða ehf.



Umhverfisnefnd samþykkir erindið.



 



7.        2010-12-0036 - Torfnesvöllur - Umsókn um lóð.



Lögð fram umsókn um lóð dags. 10. desember sl. frá Svavari Þór Guðmundssyni fh. Boltafélags Ísafjarðar samkvæmt meðfylgjandi teikningum.



Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að farið verði í endurskoðun á deiliskipulagi á Torfnesi.



 



8.        2010-12-0043 - Kirkjuból 3, Engidal - staðbundin pressa.



Lagt fram erindi dags. 13. desember sl. frá Ragnari Kristinssyni fh. Gámaþjónustu Vestfjarða ehf. þar sem sótt er um stöðuleyfi fyrir staðbundna pressu og úrvinnslugám norðan við lóð að Kirkjubóli III í Engidal, samkv. meðfylgjandi teikningu frá Tækniþjónustu Vestfjarða ehf.



Umhverfisnefnd samþykkir stöðuleyfi til eins árs.



 



9.        2010-12-0035 - Orkuöflun-Túrbínu - framkvæmdaleyfi.



Lagt fram erindi dags. 15. desember sl. frá Ólafi Jónassyni fh. Áhugamannafélagsins Galtar þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi til að tæma stíflu, leggja nýja lögn frá stíflu að stöðvarhúsi og uppsetning á vatnstúrbínu í Sunnudalsá ofan við Galtarvita í landi Keflavíkur. Um er að ræða að koma aftur í gagnið stíflu og túrbínu sem ekki hafa verið í notkun síðan 1992.



Umhverfisnefnd samþykkir erindið.



 



10.    2010-12-0048 - Snjóflóðavarnir undir Kubba - framkvæmdaleyfi.



Erindi dags. 20. desember sl. frá Jóhanni Birki Helgasyni sviðsstjóra framkvæmda- og rekstrarsviðs þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir snjóflóðavörnum undir Kubba samkvæmt meðfylgjandi kynningu frá Áslaugu Traustadóttur og Einari Birgissyni hjá Landmótun. Um er að ræða þvergarð ofan við Stórholt.



Umhverfisnefnd samþykkir framkvæmdaleyfi með eftirfarandi skilyrðum.



 



Öll umferð verktaka verði frá Dagverðardal.



Íbúar hafi talsmann sem hafi aðgang að eftirlitsmanni verkkaupa.



Eftirfylgni með uppgræðslu verði ekki hætt fyrr en svæðið verði í samræmi við nánasta umhverfi.



 



 



11.    2010-12-0030 - Umferðaröryggisáætlun 2011.



Lögð fram drög að samningi við Umferðarstofu um gerð Umferðaröryggisáætlunar fyrir árið 2011.



Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.



 



12.    2009-12-0009 - Þingeyri - deiliskipulag.



Lögð fram drög að deiliskipulagi af miðbæ Þingeyrar. Drögin eru unnin af Landmótun.



Lagt fram til kynningar.



 



 



Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 10:10.



 



 



Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, formaður.



Gísli Halldór Halldórsson, varaformaður.



Marzellíus Sveinbjörnsson.



Lína Björg Tryggvadóttir.                                    



Björn Davíðsson.



Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.                              



Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.



Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.                              



Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?