Skipulags- og mannvirkjanefnd - 300. fundur - 8. október 2008

Mættir: Sigurður Mar Óskarsson, Albertína Elíasdóttir, Geir Sigurðsson, Sæmundur Þorvaldsson, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Kristján Finnbogason, varaslökkviliðsstjóri, Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs, Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi, sem var ritari fundarins.



1. Brekkustígur 7, Suðureyri. (2008-09-0030)


Lagt fram bréf, dags. 25. september sl. frá Elíasi Guðmundssyni og Jóhönnu Þorvarðardóttur, þar sem þau óska heimildar til niðurrifs á eigninni að Brekkustíg 7. Einnig er óskað eftir upplýsingum um hvenær Brekkustígur var tekinn út af skipulagi Suðureyrar sem gata.


Umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að ræða við bréfritara í samræmi við umræður á fundinum.



2. Flutningur sumarhúss í Lambadal. (2008-08-0026)


Lagt fram bréf, dags. 18. september sl. frá Skipulagsstofnun, þar sem ekki er athugasemd við byggingu frístundarhúss í landi Ytri-Lambadals.


Umhverfisnefnd samþykkir flutning og byggingarleyfi á húsinu.



3. Túngata 13 ? 15, Suðureyri - byggingarleyfi. (2008-09-0066)


Lagt fram bréf, dags. 25. september sl. frá Arnþóri Jónssyni hjá VST-Rafteikningu hf., þar sem sótt er um leyfi fh. Fasteigna Ísafjarðar, til að byggja vindföng eins og fram koma á teikningu með umsókn.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið.



4. Brekkugata 5, Þingeyri - breytingar. (2008-10-0001)


Lagt fram bréf frá Antonio Luis da Silva og Teresa da Conceicao Ferreira de Sousa, þar sem sótt er um leyfi til að gera viðbyggingu á húsið Brekkugötu 5 samkvæmt meðfylgjandi teikningum.


Með tilvísun til laga um húsafriðun nr. 104/2001, leitar umhverfisnefnd umsagnar Húsafriðunarnefndar með vísan í 6. grein laganna.



5. Hafnarstræti 2, Ísafirði ? breyting á húseign. (2008-10-0018)


Lagt fram bréf dags. 2. október sl., frá Tækniþjónustu Vestfjarða ehf. fh. eiganda húseignarinnar að Hafnarstræti 2, þar sem sótt er um leyfi til að breyta glugga á götuhlið hússins samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða ehf.


Umhverfisnefnd samþykkir að breyta glugga á götuhlið og mælist til að hurðin verði í samræmi við aðrar hurðir á húseigninni.



6. Höfðaströnd II Grunnavíkurhreppi Jökulfjörðum. (2008-08-0038)


Lagt fram bréf dags. 26. september sl., frá Guðmundi Óla K Lyngmó fh. eiganda húseignarinnar að Höfðaströnd II Grunnavíkurhreppi Jökulfjörðum, þar sem óskað er nánari skýringa í þremur liðum á svari umhverfisnefndar frá 19. september sl.


Samkvæmt niðurstöðum skipulagshóps Norðan Djúps vegna Aðalskipulags 2008 ? 2020 er lagt til að útlit sumarhúsa og breytingar á eldri húsum skuli taka mið af þeim byggingarstíl sem tíðkaðist á meðan byggð var á svæðinu, einkum er átt við stærð, efnisval, lit, hlutföll og þakgerð.  Skv. gr. 8.2. í byggingarreglugerð nr 441/1998 þá segir að meta skuli útlitshönnun bygginga hvað varðar form, hlutföll, efni og næsta umhverfi. Samkvæmt byggingarhefð voru hús almennt steypt, timburklædd eða bárujárnsklædd.



7. Fjarskiptastöð á Dynjandisheiði ? umsókn um leyfi. (2008-07-0036)


Lagt fram bréf, dags. 18. september sl. frá Skipulagsstofnun, þar sem gerðar eru athugasemdir við byggingu fjarskipastöðvar í landi Kirkjubóls á Dynjandisheiði.


Umhverfisnefnd leitar umsagnar Umhverfisstofnunar á erindinu þar sem umrætt svæði er á náttúruminjaskrá. Einnig er leitað umsagnar Vegagerðarinnar vegna vegtengingar við stofnveg.



8. Blaðakassar fyrir fréttablaðið. (2008-08-0006)


Lagður fram tölvupóstur, dags. 23. september sl. frá Erni I. Jóhannssyni deildarstjóra akstursdeildar hjá Pósthúsinu ehf., þar sem sótt er um leyfi til að setja upp kassa á ljósastaura undir fréttablaðið á 12 stöðum á Ísafirði samkvæmt meðfylgjandi teikningu.


Umhverfisnefnd óskar álits OV á erindinu.



9. Ályktun á fundi Skógræktarfélags Íslands. (2008-09-0086)


Lagt fram bréf, dags. 19. september sl. frá Brynjólfi Jónssyni framkvæmdastjóra, fh. stjórnar Skógræktarfélags Íslands, þar sem Skógræktarfélag Íslands sendir ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands á Ísafirði dagana 15. ? 17. ágúst 2008.


Umhverfisnefnd tekur undir ályktun Skógræktarfélagsins og telur málið mjög áhugavert.



10. Skógrækt í skipulagsáætlunum sveitarfélaga.


Lagður fram bæklingur unnum af Skipulagsstofnun og Skógrækt Íslands þar sem markmið bæklingsins er að bæklingurinn nýtist til að svara spurningum varðandi skógrækt sem upp koma við gerð skipulagsáætlana og hvernig málsmeðferð skuli háttað ef skógrækt eða skógarruðningur fellur undir mat á  umhverfisáhrifum nr. 106/2000.


Lagt fram til kynningar.



11. Jarðgöng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar ? tillaga að matsáætlun. (2008-04-0013)


Lagt fram bréf, dags. 29. september sl. frá Jakobi Gunnarssyni hjá Skipulagsstofnun, þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar um meðfylgjandi tillögu að matsáætlun á jarðgöngum á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar.


Umhverfisnefnd frestar erindinu til næsta fundar.



12. Vélaskemma Þingeyrarflugvelli. (2008-10-0011)


Lagt fram bréf, dags. 1. október sl. frá Magnúsi Jónssyni í Spýtunni ehf. fh Flugstoða, þar sem sótt er um leyfi til að byggja tækjageymslu við flughlað á Þingeyrarflugvelli samkvæmt teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða ehf.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið.



13. Grænigarður - lóð. (2008-10-0025)


Lagt fram erindi byggingarfulltrúa, dags. 7.óktóber 2008, þar sem sótt er um leyfi til að stofna lóð utan um skrifstofuhúsnæði Eyrarsteypu ehf. á Grænagarði.


Umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að gera stofnskjöl og mæliblöð af lóðinni við Grænagarð.



14. Reiðvegur í Dýrafirði. (2008-10-0026)


Lagt fram bréf, dags. 7. október sl. frá Geir Sigurðssyni hjá Vegagerðinni, þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi til lagningar reiðvegar við norðanverðan Dýrafjörð skv. áður innsendum uppdrætti.


Geir Sigurðsson vék af fundi undir þessum lið.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um að framkvæmdaraðili leiti samþykkis landeiganda.



15. Skrúður Núpi í Dýrafirði - jarðhýsi. (2008-10-0012)


Lagt fram bréf, dags. 7. október sl. frá Brynjólfi Jónssyni formanni fh stjórnar Framkvæmdasjóðs Skrúðs, þar sem sótt er um leyfi til að byggja áhaldahús við garðinn Skrúð í Dýrafirði í samræmi við teikningar frá Mannviti.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið enda í samræmi við deiliskipulag af svæðinu.



16. Önnur mál.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:12


Sigurður Mar Óskarsson, varaformaður.


Albertína Elíasdóttir.


Geir Sigurðsson.


Sæmundur Þorvaldsson.


Jóna Símonía Bjarnadóttir.


Anna Guðrún Gylfadóttir,  byggingarfulltrúi.


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.


Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.


Kristján Finnbogason, varaslökkviliðsstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?