Skipulags- og mannvirkjanefnd - 252. fundur - 7. febrúar 2007

Mættir:  Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Sigurður Mar Óskarsson, varaformaður, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Björn Davíðsson, Albertína Elíasdóttir, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi og Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.  


Gestur fundarins var Jóhann Bæring Gunnarsson, verkefnastjóri Eignasjóðs.


Fundarritari var Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.



1. Grunnavík. ? Lendingabætur.    (2007-02-0003)


Lagt fram bréf móttekið 1. febrúar 2007 frá Jóni Friðriki Jóhannssyni, verkefnastjóra F.G. f.h. Ferðaþjónustunnar í Grunnavík ehf.,  þar sem hann sækir um leyfi til að lagfæra gömlu steinbryggjuna og nánasta umhverfi í upprunalegt horf.


Umhverfisnefnd frestar erindinu, þar sem hafnarstjórn er með málið til skoðunar, en óskar jafnframt eftir áliti umhverfisstofnunar.



2. Árvellir Hnífsdal. ? Framtíð húseigna.   (2006-09-0030)


Lagt fram bréf dagsett 29. janúar 2007 frá  Jóhanni B. Helgasyni, sviðsstjóra umhverfissviðs f.h. Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf., þar sem hann óskar eftir leyfi til að rífa húsin við Árvelli í Hnífsdal. Stýrihópur á vegum Ísafjarðarbæjar og íbúasamtök Hnífsdælinga hafa fundað saman og voru sammála um að rífa húsin.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið og óskar eftir nánari útlistun á frágangi væntanlegs  útivistarsvæðis. 



3. Eignasjóður Ísafjarðarbæjar.


Kynning á Eignasjóði Ísafjarðarbæjar og hlutverki hans. Jóhann Bæring Gunnarsson, verkefnastjóri Eignasjóðs, kom á fundinn og skýrði frá stöðu mála.


Jóhann Bæring skýrði frá því hver stjórnskipuleg staða Eignasjóðs er og hverjir starfsmenn hans eru. Verkefnastjórinn á viðræður við forstöðumenn þeirra eigna sem heyra undir Eignasjóð vegna viðhalds og lagfæringar. Sjóðurinn starfar undir reglum félagsmálaráðuneytisins,  en heyrir undir umhverfissvið Ísafjarðarbæjar. Farið var yfir hver helstu verkefni Eignasjóðs verða árið 2007. Í framtíðinni er stefnt að því að flokka verkefni Eignasjóðs,  sem fyrirséð og ófyrirséð verkefni og meiriháttar endurbætur.



4. Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar  2008 - 2020.  (2006-03-0038).


Umræður og vinna vegna aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020.


Umhverfisnefnd mun koma saman á vinnufundi þriðjudaginn 13. febrúar 2007         kl 17.00  í Slökkvistöð Ísafjarðarbæjar,  til að halda áfram  vinnu vegna aðalskipulags Ísafjarðarbæjar. Boða þarf aðal- og varamenn til fundarins.



5. Önnur mál.


? Lagt fram minnisblað dagsett 5. febrúar 2007 frá Jóni Sigurðssyni hdl hjá Juris, vegna umsagnar um sölu á Neðri Tungu í Skutulsfirði.


? Endurbætt Byggingarreglugerð nr. 441/1998 var afhent nefndarmönnum. Reglugerðin hefur verði endurbætt þar til ný skipulags- og byggingarlög taka gildi  á vormánuðum 2009.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 09:30.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Sigurður Mar Óskarsson, varaformaður.   


Albertína Elíasdóttir.


Björn Davíðsson.      


Jóna Símonía Bjarnadóttir.


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.     


Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.


Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.     





Er hægt að bæta efnið á síðunni?