Skipulags- og mannvirkjanefnd - 251. fundur - 24. janúar 2007

Mættir:  Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Sigurður Mar Óskarsson, varaformaður, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Björn Davíðsson, Albertína Elíasdóttir, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi og Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.  


Fundarritari var Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.



1.  Sætún 6 ? 8, Suðureyri. ? Endurbætur á húsnæði. (2007-01-0067)


Lögð fram umsókn dagsett 19. janúar 2007 frá Hannesi Ó. Huldusyni, þar sem hann sækir um leyfi til að klæða að utan tvö raðhús á Suðureyri. Húsin sem um ræðir eru Sætún 6 og Sætún 8, Suðureyri.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið.



2. Tunguskógur lóð 36. ? Stækkun á lóð. (2007-01-0056)


Lagt fram erindi frá 16. maí 2002 frá  Þórði Jóakim Skúlasyni, þar sem hann óskaði eftir stækkun á lóð sinni, sem samsvaraði lóð nr. 26 samkvæmt ?skipulagi?. Umhverfisnefnd lagði til á fundi sínum 22. maí 2002, að hann fengi stækkun á lóð sinni þannig að vegstæðið yrði 15 m. á breidd.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsækjandi fái umbeðna lóðarstækkun. Tæknideild er falið að útbúa mæliblað af lóðinni.



3. Hafnarstræti 15 og 17, Ísafirði. ? Umsókn um lóð. (2006-09-0013)


Lagt fram bréf frá Tækniþjónustu Vestfjarða f.h. Íslenska eignafélagsins ehf., dagsett 10. janúar 2007, þar sem sótt er um lóðirnar Hafnarstræti 15 og Hafnarstræti 17 á Ísafirði. Íslenska eignafélagið ehf. sótti í bréfi dagsettu 26. júní 2006 um lóðina Hafnarstræti 17. Afgreiðsla umhverfisnefndar var að leggja til að bæjarstjórn hefði viðræður við núverandi lóðahafa að Hafnarstræti 15 ? 17.


Umhverfisnefnd frestar erindinu enda standa yfir samningaviðræður við lóðarhafa að Hafnarstræti 15.



4. Hafnarstræti 12, Ísafirði. ? Breyting á húsnæði. (2007-01-0069)


Lögð fram umsókn dags 12. janúar 2007, frá Þrist ehf., þar sem sótt er um leyfi til að breyta gluggum á vesturhlið Hafnarstrætis 12, Ísafirði, svo og einnig að breyta innra skipulagi húsnæðissins skv. meðfylgjandi teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið en óskar skýringa frá eigendum hússins hvers vegna umsóknin er svo seint fram komin.



5. Vegur í Leirufjörð. ? (2006-12-0038)


Lagt fram bréf frá Hlíf Guðmundsdóttur f.h. stjórnar Grunnvíkingafélagsins á Ísafirði, sem er svar við bréfi frá Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, vegna vegslóða í Leirufirði í Jökulfjörðum.


Lagt fram til kynningar.



6. Fyrir stafni Haf. - Loftslagsbreytingar. (2005-03-0074)


Erindi frá bæjarráði frá 8 janúar sl., þar sem lagt var fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 5. janúar s.l., er varðar siglingar á norðurslóðum og tækifæri á Vestfjörðum í því sambandi.  Bréfinu fylgdi ræða bæjarstjóra um málefnið er flutt var á ráðstefnu á Grand Hótel í Reykjavík 25. febrúar 2005.  Jafnframt fylgir bréfinu skýrsla starfshóps utanríkisráðuneytis, er nefnist ,,FYRIR STAFNI HAF, tækifæri tengd siglingum á norðurslóðum?.


Bæjarráð sendir gögn meðfylgjandi erindi bæjarstjóra til umhverfisnefndar til kynningar.


Lagt fram til kynningar og erindinu vísað til aðalskipulagsvinnu .



7. Stefna stjórnvalda í fornleifavernd. (2007-01-0003).


Erindi frá bæjarráði Ísafjarðarbæjar þar sem óskað er eftir umsögn um stefnu stjórnvalda í fornleifavernd. Þann 8. janúar s.l., var lagt fram bréf menntamálaráðuneytis dagsett 22. desember s.l., ásamt drögum að stefnu stjórnvalda í fornleifavernd.  Drögin ásamt greinargerð eru send sveitarfélögum til umsagnar og þurfa athugasemdir að hafa borist menntamálaráðuneytinu fyrir 1. febrúar n.k.


Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfisnefndar og menningarmálanefndar til umsagnar.


Umhverfisnefnd fagnar því að fram sé komin stefna í fornleifavernd og bendir jafnframt á nauðsyn þess að minjavörður sé starfandi á Vestfjörðum. Í drögunum er gert ráð fyrir að hluti kostnaðar falli á sveitarfélögin og þarf því að gera ráð fyrir samsvarandi leiðréttingu á tekjustofnum þeirra.



8. Deiliskipulag við Dynjanda í Arnarfirði. (2007-01-0071)


Lögð fram drög að greinargerð með tillögu að skipulagi opinna svæða neðan við  Fjallfoss í Arnarfirði.  Deiliskipulag var unnið í febrúar 1996.


Umhverfisnefnd samþykkir að lokið verði við deiliskipulag samkvæmt tillögu B.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 09:30.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Sigurður Mar Óskarsson, varaformaður.   


Albertína Elíasdóttir.


Björn Davíðsson.      


Jóna Símonía Bjarnadóttir.


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs. 


Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi. 


Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.     





Er hægt að bæta efnið á síðunni?