Skipulags- og mannvirkjanefnd - 246. fundur - 22. nóvember 2006

Mættir:  Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Geir Sigurðsson, Védís Geirsdóttir, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Þorbjörn J. Sveinsson slökkviliðsstjóri, Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi og Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.


Gestir fundarins voru: Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi og Jóhann Torfason, forstöðumaður skíðasvæðis.


Fundarritari var Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.



1. Úttekt og æfing 2006. (2006-11-0072)


Lagt fram bréf frá Brunamálastofnun dags. 24 maí 2006, þar sem kynnt er niðurstaða úttektar á vatnsöflun hjá slökkviliði Ísafjarðarbæjar, sem gerð var 25. apríl 2006. 


Slökkviliðsstjóri mun svara Brunamálastofnun bréflega og leggja fyrir umhverfisnefnd á næsta fundi.



2. Framkvæmdir á skíðasvæði Ísfirðinga.


Til fundarins koma Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi og Jóhann Torfason, forstöðumaður skíðasvæðis.


Jóhann skýrði frá stöðu mála og hvað gert hefur verið á svæðinu í dag. Tvær brautir hafa verið formaðar og þriðja brautin er í vinnslu og verður að öllum  líkindum  kláruð á næstu árum. Samkvæmt upplýsingum forstöðumanns skíðasvæðisins eru langflest skíðasvæði á Íslandi  að fara í álíka framkvæmdir á skíðasvæðum sínum þ.e. að forma skíðabrautirnar.  Umhverfisnefnd óskar eftir því við íþrótta- og tómstundafulltrúa að lögð verði fram framkvæmdaráætlun fyrir skíðasvæðið fyrir næstu ár.



3. Umhverfismat Samgönguáætlunnar 2007-2018. (2006-10-0069)


Lagt fram bréf frá Samgönguráðuneytinu þar sem kynnt er umhverfismat á tillögu að samgönguáætlun 2007-2018.  Gögn má finna á heimasíðu samgönguráðuneytisins og undirstofnanna þess: www.samgonguraduneyti.is   www.caa.is   www.sigling.is   og www.vegagerdin.is.  Erindi sem lagt var fram á 243. fundi umhverfisnefndar þann 25. október sl.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við umhverfismat á tillögu að samgönguáætlun 2007 ? 2018.



4. Biskup við Geirólfsgnúp. (2005-08-0062)


Erindi tekið fyrir á fundi bæjarráðs 6. nóvember sl. Erindinu var vísað til umhverfisnefndar. Um er að ræða bréf dags. 25. október s.l. frá Örnefnanefnd sem varðar staðsetningu ?Biskups?, sem er klettadrangur í Geirólfsgnúpi. Örnefnanefnd hefur úrskurðað að á landakortum, sem gefin eru út á vegum Landmælinga Íslands eða með leyfi þeirra, skuli örnefnið ?Biskup? sett á klettadrang yst á Geirólfsgnúpi.


Lagt fram til kynningar.



5. Afgreidd mál byggingarfulltrúa. 



Skipagata 2 ? 16, Ísafirði. Útlitsbreyting og færsla á útihurð. (2006-11-0057)


Undirskriftir frá öðrum íbúum hússins þar sem samþykkt er að færa útihurð.



Fánastæði við Hafnarstræti 19, Ísafirði. (2006-11-0080). 11 mávar f.h. Sparisjóðs Vestfirðinga sækja um leyfi til að setja upp 4 flaggstangir við bílastæði Hafnarstrætis 19, Ísafirði, Pollgötu megin.



Sláturhúsið við Hafnarstræti, Þingeyri. (2006-11-0077). Sótt er um leyfi til að breyta útliti húss með fjölgun glugga og hurða og svo breyttu skipulagi innanhúss.



Bakkavegur 8, Hnífsdal. (2006-11-0079). Sótt um leyfi til að reisa viðbyggingu við norðurhlið húss.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:45.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Jóna Símonía Bjarnadóttir.    


Védís Geirsdóttir.


Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.    


Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.   


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?