Skipulags- og mannvirkjanefnd - 240. fundur - 27. september 2006

Mættir:  Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Gísli Úlfarsson, Albertína Elíasdóttir, Björn Davíðsson, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi og Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri umhverfissviðs.


Fundarritari var Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.



1. Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020.  (2006-09-00)


Lögð fram áfangaskýrsla 1: gögn og aðferðir, frá Teiknistofunni Eik. Aðalskipulaginu er skipt upp í tvo megin þætti: Hornstrandir og aðliggjandi svæði, og þéttbýli og annað dreifbýli. Í viðauka er endurskoðuð verkáætlun, áfangar 1 ? 7, sem unnir verða á tímabilinu frá 10. apríl 2006 til apríl 2008.


Lagt fram til kynningar í umhverfisnefnd. Lagt til að halda fund með Teiknistofunni Eik miðvikudaginn 4. október n.k. kl 18.00



2. Samband íslenskra sveitarfélaga.  (2006-07-0013)


Lögð fram umsögn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til umhverfisráðuneytisins vegna draga að frumvarpi til laga um mannvirki.


Lagt fram til kynningar í umhverfisnefnd.



3. Lóð að Sindragötu 27, Ísafirði. ? Stækkun lóðar.  (2006-09-0060)


Lögð fram umsókn Ásels ehf., Ísafirði, um stækkun lóðar um 4547 m² að Sindragötu 27, Ísafirði.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Ásel fái afnot að þessari lóð til amk. þriggja ára eða þar til að samþykkt deiliskipulag liggur fyrir.



4. Sumarhús að Látrum í Aðalvík. ? Umsögn Umhverfisstofnunar.  (2006-07-0068)


Lögð fram umsögn Umhverfisstofnunar um geymsluhús við sumarhús að Látrum í Aðalvík. Umhverfisstofnun sá ekki ástæðu til að gera athugasemd við fyrirhugað geymsluhús.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.



5. Fjórðungssamband Vestfjarða. (2006-09-0069)


Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfjarða, þar sem boðaður er kynningarfundur Skipulagsstofnunar á nýjum lögum um umhverfismat áætlana nr. 105 frá 14. júní 2006. Kynningarfundurinn verður haldinn 16. október 2006 kl. 14:00 í fundarsal Þróunarseturs Vestfjarða að Árnagötu 2 ? 4, Ísafirði.


Lagt fram til kynningar í umhverfisnefnd.



6. Umsókn um byggingarleyfi ? Brunngata 20.  (2006-08-0010)


Lögð fram umsókn Guðmundar Óla Lyngmo, Ísafirði, dagsett 12 september s.l., um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishús með fimm íbúðum að Brunngötu 20, Ísafirði.


Umhverfisnefnd bendir á að samkvæmt deiliskipulagi af Brunngötu 20 þá er umrædd lóð hugsuð sem skólalóð og því ekki laus til nýbyggingar. Á þeim forsendum leggur umhverfisnefnd til við bæjarstjórn að erindinu verði hafnað. En jafnframt leggur umhverfisnefnd til að byggingarfulltrúi ræði við umsækjanda um lausn málsins. 



7. Umsókn um aukið land til skógræktar. - Skógræktarfélag Ísafjarðar. (2005-06-0058)


Lagt fram bréf frá Magdalenu Sigurðardóttur f.h. Skógræktarfélags Ísafjarðar dagsett 17. júní 2005.  Óskað er eftir landi til skógræktar í sunnanverðum Tungudal.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Skógræktarfélagið fái svæði,  þó ekki það sem tilgreint er í umsókninni, til skógræktar en  það verður skilgreint í samráði Skógræktarfélagsins og tæknideildar Ísafjarðarbæjar.



8. Lífræn byggðarþróun. ? Byggðastofnun.  (2006-09-0041)


Lagt fram bréf frá starfshópi um lífræna byggðaþróun innan Byggðastofnunar, dagsett  4. september 2006, ásamt eintaki af skýrslu um lífræna framleiðslu, stöðu hennar og þýðingu fyrir byggðaþróun og atvinnulíf á Íslandi. Með bréfinu er vakin athygli á skýrslunni og þess vænst að hún sé kynnt nánar fyrir sveitarstjórnum og viðeigandi nefndum.


Lagt fram til kynningar í umhverfisnefnd.



9. Grenilundur 8, Ísafirði. ? Byggingarleyfi.  (2006-05-0046)


Lagðar fram teikningar dagsettar 19. september s.l., frá teiknistofunni 11 mávar.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórna að erindið verði samþykkt.



10. Bygging í Engidal í eigu Ísafjarðarbæjar. ? Fyrirspurn.  (2006-09-0101)


Lagt fram bréf dagsett 8. september 2006, frá Jóhanni Ólafsyni og Guðna Guðnasyni á Ísafirði, þar sem óskað er eftir að kaupa eða nýta byggingu í Engidal í eigu Ísafjarðarbæjar.


Umhverfinsnefnd leggur til við bæjarsjórn að umsóknin verði samþykkt og gerður verður leigusamningur til þriggja ára. Einnig sjái leigutaki til þess að svæðinu í kringum húsið verði haldið snyrtilegu á samningstímanum.



11. Afgreidd mál byggingarfulltrúa.


? Vallargata 14, Þingeyri, leyfi til að breyta útliti með glugga á gafl sem snýr að göngustíg.


? Sólstaðir í Dagverðardal nr. 3, Ísafirði, leyfi til að endurnýja veggi á salerni og í anddyri. Útlit húss breytist ekkert.



12. Önnur mál.


Slökkviliðið óskaði eftir því að sumarbústaðir inni í Tungudal verði  númeraðir þannig að auveldara væri að staðsetja þá í neyð.


Óskað var eftir því að eldvarnareftirlitið og byggingarnefnd GÍ skoðuðu  flóttaleiðir úr Grunnskólanum á Ísafirði..


Lögð fram fyrirspurn varðandi jarðvegsframkvæmdir á Skíðasvæði Ísafirðinga.


Umræða um Leirufjörð og hvar það mál er statt.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:40.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Gísli Úlfarsson.       


Björn Davíðsson.


Albertína Elíasdóttir.     


Jóna Símonía Bjarnadóttir.


Þorbjörn J. Sveinsson,slökkviliðsstjóri.    


Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri umhverfissviðs.


Anna G. Gylfadóttir, byggingarfulltrúi





Er hægt að bæta efnið á síðunni?