Skipulags- og mannvirkjanefnd - 238. fundur - 23. ágúst 2006

Mættir:  Svanlaug Guðnadóttir, formaður Kristján Kristjánsson, Albertína Elíasdóttir, Védís Geirsdóttir, Björn Davíðsson, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi og Jóhann Birkir Helgason sviðstjóri umhverfissviðs.


Dagskrá:



1. Tengibyging milli Sindragötu 5-7  (2006-06-0096)


Lögð fram umsókn dags. 11. ágúst 2006 frá Hallvarði Aspelund fh. 3X Stáls ehf. og Sundatanga ehf. þar sem sótt er um leyfi til að reisa tengibyggingu milli húseignanna Sindragötu 5 og  Sindragötu 7 skv. meðfylgjandi teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða.  Fyrir liggur samþykki eiganda húseignanna.


Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið en bendir á að breyta þarf deiliskipulagi lóðanna að Sindragötu 5 og 7



2. Ásgeirsgata 1, Ísafirði ? fyrirspurn.  (2006-08-00)


Lögð fram fyrirspurn dags. 17. ágúst 2006 frá Einari Val Kristjánssyni fh. Hraðfrystihússins Gunnvarar hf. um leyfi til að stækka frystigeymslu félagsins við Árnagötu 1, Ísafirði.  Um er að ræða stækkun til suðausturs að lóðarmörkum ca. 370 m².


Umhverfisnefnd óskar eftir áliti hafnarstjórnar Ísafjarðarbæjar á erindinu.  Umhverfisnefnd bendir á að breyta þarf deiliskipulagi fyrir lóðina



3. Krókur 1, Ísafirði - fyrirspurn.  (2006-08-00)


Lögð fram fyrirspurn frá Guðmundi B Sverrissyni og Sakuntara Chantavongnnvarar dags. 17. ágúst 2006 um:


1. Setja nýja glugga og glerhurð á suðurgafl


2. Stækka húsið samkvæmt meðfylgjandi rissi.


Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið en óskar eftir fullnaðar byggingarnefndarteikningum og bendir jafnframt á að gera þarf deiliskipulag fyrir lóðina.



4. Brunngata 20 ? umsókn um lóð.  (2006-08-0010)


Lögð fram umsókn dags. 1. ágúst 2006 frá Guðmundi Óla K. Lyngmo þar sem sótt er um lóðina að Brunngötu 20, Ísafirði.


Umhverfisnefnd bendir á að umrædd lóð er ekki laus til úthlutunar og leggur til við bæjarstjórn að erindinu verði hafnað.



5. Sundstræti 45, Ísafirði ? umsókn um byggingarleyfi (2005-10-0058)


Lögð fram umsókn dags. 11. ágúst 2006 frá Hallvarði Aspelund f.h. eiganda húseignarinnar að Sundstræti 45, Ísafirði þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir 10 íbúðum og leyfi til að rífa frystigeymslu sem er sambyggð húsinu.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.



6. Asparlundur 5, Ísafirði ? umsókn um byggingarleyfi (2006-03-0039)


Lögð fram umsókn dags. 15. ágúst 2006 frá Ragnari Inga Kristjánssyni þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir einbýlishús að Asparlundi 5, Ísafirði skv. teikningum frá teiknistofu AVJ.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt og bendir umsækjanda á að færa þarf bílskúr til á lóðinni þannig að þakkantur verði innan lóðar.



7. Náma í Dagverðardal  (2006-08-0018)


Lögð fram umsókn dags. 3. ágúst 2006 frá Sigurði Óskarssyni fh. KNH ehf. þar sem fyritækið óskar eftir að hafa umsjón með grjótnámunni í Dagverðardal á Ísafirði.


Umhverfisnefnd felur tæknideild að gera verklýsingu um skipulag námunnar og leggja fyrir nefndina.



8. Endurskoðun skipulags- og byggingarlaga (2006-07-0013)


Tekið fyrir að nýju erindi frá umhverfisráðuneytinu um frumvarp til laga um mannvirki annars vegar og frumvarp til skipulagslaga hins vegar.


Umhverfisnefnd lýsir andstöðu við frumvarpið í meginatriðum og felur formanni og sviðstjóra umhverfissviðs að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.



9. Deiliskipulag útivistarsvæðis í Tungudal (2004-12-0035)


Auglýsingaferli vegna deiliskipulags í Tungudal er lokið.  Tvær athugasemdir bárust frá:


? Magdalenu Sigurðardóttur


? Ólafi Bjarna Halldórssyni


Umhverfisnefnd þakkar fyrir athugasemdirnar og leggur til að tekið verði mið af athugasemdum Ólafs um að færa göngustíg norðan ár en hafnar athugasemdum Magdalenu.



10. Breyting á umferð í nágrenni Grunnskólans á Ísafirði.


Lagt fram erindi byggingarnefndar framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði þar sem nefndin leggur við umhverfisnefnd að Austurvegi verði lokað með slá á skólatíma frá Norðurvegi að innkeyrslu bak sundhallar svo og að Aðalstræti verði botnlangi með aðkomu frá Silfurgötu.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að heimilt verði að loka Austurvegi neðan Aðalstrætis með slá á skólatíma, þá óskar umhverfisnefnd eftir kostnaðaráætlun við breytingu Aðalstrætis í botnlanga.



11. Afgreidd mál byggingarfulltrúa.


? Sindragata 11, Ísafirði, leyfi til að breyta útliti neðri hæðar.


? Silfurgata 6, Ísafirði, leyfi til að breyta útliti neðri hæðar í upprunalegt horf.


? Silfurgata 7, Ísafirði, leyfi til að breyta útliti efri hæðar í upprunalegt horf.



12. Önnur mál.


Hafnarstræti 17, Ísafirði


Umhverfisnefnd leggur til að bæjarstjórn hefji viðræður við núverandi lóðarhafa að Hafnarstræti 15-17 um lóðarmál.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 9:55.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Kristján Kristjánsson.      


Védís Geirsdóttir.


Albertína Elíasdóttir.     


Björn Davíðsson.


Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.    


Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri umhverfissviðs.


Anna G. Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.


 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?