Nefnd um skjaldarmerki - 1. fundur - 17. desember 2010

Mættir

Sigríður Kristjánsdóttir, Guðrún Karlsdóttir, Eiríkur F. Greipsson, Sæmundur Þorvaldsson.

EFG fór yfir það hvernig hann vildi haga vinnunni og afhenti fundarmönnum gögn um þá vinnu sem unnin hefur verið í fortíðinni.

Umræður

Fundarmenn ræddu það hvernig þeir vildu haga vinnunni í framhaldinu.

Sigríður hafði kynnt sér verklag við hönnunarsamkeppnir og kynnti það. Að hennar mati gæti kostnaður við slíka keppni verið um 1 m.kr. Best væri að vera í samstarfi við Félag íslenskra teiknara sem myndi skipa dómnefnd.  Valdar yrðu nokkrar stofur þeim greiddar um 100 þ.kr. hver fyrir að taka þátt.  Verðlaunafé þyrfti að vera amk. 450 þ.kr. og kostnaður við dómnefnd um 100 þ.kr.

 Niðurstaða

Nefndin er sammála að búa til greinargerð um núverandi byggðamerkri um kosti og galla og mögulega nýtingu eins merkis umfram annars og bera saman við kosti þess að láta hanna nýtt merki.

Ath. þarf hvort að núverandi merki (hvert og eitt) sé hæft til nútíma notkunar.

Skoða þarf að skoða hvort að byggðalögin geti nýtt sín merki áfram þó að sveitarfélagið myndi taka upp nýtt merki.

Ath. lögfræðilegu hliðina. Er okkur heimilt að nota eitt merki á sameiginlegt sveitarfélag (og þessi 4).

Fleira ekki gert, fundi slitið kl: 12:45

Næsti fundur ekki áveðin. Þó er ákveðið að vinna áfram og hafa samskipti í tölvupósti.

Miða skal við að hópurinn skili af sér fyrir lok janúar.

Fundarritari, Daníel Jakobsson

Er hægt að bæta efnið á síðunni?