Íþrótta-og tómstundanefnd - 59. fundur - 29. mars 2006

Á fundinn mættu: Jón Hálfdán Pétursson, formaður, Jóna Benediktsdóttir, Sturla Páll Sturluson, Ingólfur Þorleifsson, Guðríður Sigurðardóttir, Gunnar Þórðarson, frkvstj. HSV og  Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi.


Fundargerð ritaði Jóna Benediktsdóttir.


Þetta var gert:



1. Kynning á íþróttahúsinu Torfnesi.  Jóhanna Gunnarsdóttir forstöðumaður mætti á fundinn.


Jóhanna Gunnarsdóttir fór yfir opnunartíma og notkun á húsinu.  Mest notkun er yfir vetrartímann og nokkuð er um að húsið sé notað fyrir fundahöld og skemmtanir.  Notkun hefur verið svipuð milli ára.  Nýlega hefur farið fram lagfæring á búningsklefum, nú liggur fyrir að nauðsynlegt er að lagfæra gólfið í sal og að því loknu má gera ráð fyrir að lagfæra þurfi hitakerfi í húsinu. 


 


2. Erindi Hérðassambands Vestfirðinga. - Ósk um styrk til námskeiðahalds.


Rætt um styrki til íþróttafélaga sem ekki nota aðstöðu í eigu bæjarfélagssins    vegna námskeiðahalds fyrir börn og unglinga.  Slíkt kemur til þegar félögin  eiga sjálf allan þann búnað sem þarf til.  HSV óskar eftir að bærinn greiði  ákveðna upphæð fyrir hvert barn sem  tekur þátt í slíkum námskeiðum þar sem  slíkt starf hefur mikið forvarnargildi og höfðar til fjölbreytts hóps barna. 


Nefndin hefur skilning á málinu en hefur því miður ekki fjármagn til að úthluta í slík verkefni á þessu ári en leggur til að gert verði ráð fyrir þessum lið við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2007.  Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að svara HSV. 



3. Sparkvallarátak, næstu skref.


Komið er jákvætt svar frá KSÍ vegna beiðnar um tvo sparkvelli. 


Nefndin leggur til að vellirnir verði settir upp á næsta ári og gert ráð fyrir því við fjárhagsáætlunargerð.  Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að ræða við KSÍ og kanna fjármögnunarleiðir.   



4. Kynning á ráðstefnu um frístundaþjónustu sveitarfélaga.


Jón Björnsson kynnti erindi af ráðstefnu um frístundastarf sveitarfélaga.  



5. Önnur mál 


1.  Gera þarf úttekt á viðhaldsþörf íþróttamannvirkja í Ísafjarðarbæ og  forgangsraða verkefnum.


2. Þjónustusamningur við Sjávarþorpið á Suðureyri lagður fram til kynningar.  Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að kanna málið nánar.


3.  Skýrsla Frístundamiðstöðvar lögð fram til kynningar.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:30.


Jón Hálfdán Pétursson, formaður.


Sturla Páll Sturluson.     


Jóna Benediktsdóttir.


Guðríður Sigurðardóttir.     


Ingólfur Þorleifsson.


Gunnar Þórðarson, HSV.    


Jón Björnsson,  íþrótta- og tómstundafulltrúi.


      





 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?