Hafnarstjórn - 156. fundur - 3. nóvember 2011

1.      Gjaldskrá. 2011-11-0019.                                                     

Fyrir fundinum liggja frumdrög af gjaldskrá fyrir árið 2012.

Hafnarstjórn ákveður að gjaldskrá hækki um 5% í samræmi við almennar verðlagshækkanir. Aflagjald hækki einnig um 5% og verði 1.58%

Kristján Andri Guðjónsson situr hjá við afgreiðslu þessa máls.

 

2.       Framkvæmdir 2012. 2011-02-0006.                                                                       

Erindi frá hafnarstjóra er varðar framkvæmdir á Samgönguáætlun 2012

Hafnarstjórn leggur til að farið verði í eftirfarandi framkvæmdir. Lagnir og þekja á Mávagarði heildarkostnaður 40.000.000 kr.skipting 40/60 Endurnýjun stálþils á Suðureyri heildarkostnaður 66.000.000. kr skipting 40/60, Endurnýjun innsiglingarmerkja í Skutulsfirði heildarkostnaður 5.000.000 kr skipting 25/75, Skábraut á Ísafirði heildarkostnaður 4.500.000 kr skipting 40/60 Veðurstöð og sjávarhæðarmælir heildarkostnaður 1.200.000 kr og Pallavog Þingeyri kostnaður 1.000.000 kr.

 

3.      Flotbryggja. 2011-11-0018.

Erindi frá Jóni Sigurpálssyni forstöðumanni Byggðasafns Vestfjarða vegna hugmyndar um flotbryggjuaðstöðu við enda Ásgeirsbakka. Með erindinu fylgir uppdráttur af hugmyndinni.

Lagt fram til kynningar. Hafnarstjóra falið að kanna kostnaðarhlið verkefnisins og leggja fyrir næsta fund.

 

4.  Flotbryggjuaðstaða í Bátahöfn. 2009-02-0084.

Erindi frá Halldóri Sveinbjörnssyni vegna fundar sem boðaður er af áhugamönnum um bætta hafnaraðstöðu á Ísafirði 9 nóvember.

Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:00.

 

Guðfinna Hreiðarsdóttir, varaformaður.

Marzelíus Sveinbjörnssonn.                                                   

Barði Önundarson.

Kristján Andri Guðjónsson.                                                   

Jóhann Bjarnason.                  

Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?