Hafnarstjórn - 151. fundur - 24. janúar 2011


Mætt eru Albertína Elíasdóttir, formaður, Guðfinna Hreiðarsdóttir, varaformaður, Sigurður Hafberg , Kristján Andri Guðjónsson, Barði Önundarson, er mætti fyrir Gísla Jón Kristjánsson og Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri, sem ritar fundargerð.



 



Dagskrá:



 



1.          Dýpkun Súgandafjarðar og við Mávagarð í Skutulsfirði 2010-12-0044/ 2010-02-0028                       



Erindi frá Siglingastofnun varðandi opnun tilboða í ,,Dýpkun Ísafjörður og Súgandafjörður?. Tilboð bárust frá tveimur aðilum. Björgun kr. 39.662.420 og Sekstant DKKr. 3.203.149.- (gengi 21.4230 = kr. 68.621.061.-).



Kostnaðaráætlun Siglingastofnunar kr. 33.402.300.-.



Einnig liggur fyrir fundinum bréf frá Kristjáni Helgasyni frá Siglingastofnun, þar sem mælt er með að báðum tilboðunum verði hafnað og að Siglingastofnun verði falið að semja við lægstbjóðanda í samræmi við lög nr. 84/2007.



Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að farið verði að tillögu Siglingastofnunar. Hafnarstjórn leggur áherslu á, að það efni sem upp verður dælt á Súgandafirði, verði þannig landsett að hægt verið að nýta það seinna meir.



 



2.                  Sjóvörn á nýja Mávagarði í Skutulsfirði.  2010-02-0078                        



Bréf frá Hermanni Guðjónssyni dagsett 28/12/2010, svar við erindi hafnarstjóra þar sem farið var fram á,  að færslan á sjóvörn við Mávagarð yrði samþykkt sem ný sjóvörn.



Lagt fram til kynningar. Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að sækja um fjárveitingu af Sjóvarnaráætlun 2011-2015 fyrir umræddri framkvæmni.



3.          Fundargerð 334. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands      



Fundargerð stjórnarfundar hafnasambands Íslands frá 10. desember 2010



Lagt fram til kynningar.



 



4.          Fundargerð stjórnarfundar Cruise Europe frá 30/11/2010.



Fundargerðin lögð fram til kynningar.



 



5.          Önnur mál.



1)      Rætt var um breyttar forsendur í sorpmálum og gjaldtöku fyrir móttöku á sorpi. Ákveðið að óska eftir fundi með sorpnefnd Ísafjarðarbæjar til að undirbúa breytt verklag.



 



 



 



 



 



 



2)      Hafnarstjóri skýrði frá, að staðfestar komur skemmtiferðaskipa næsta sumar eru 35 og að forbókanir fyrir árið 2012 eru nú þegar 17 skip, sem er heldur meira en á sama tíma fyrir árið 2011.



 



 



Fleira ekki gert og fundi slitið kl.18:00.



 



Albertína Elíasdóttir, formaður


Guðfinna Hreiðarsdóttir


Barði Önundarson
 



Sigurður Hafberg


Kristján Andri Guðjónsson
 



Guðmundur M Kristjánsson, hafnarstjóri



Er hægt að bæta efnið á síðunni?