Hafnarstjórn - 147. fundur - 3. júlí 2010

Mætt eru Albertína Elíasdóttir formaður, Guðfinna Hreiðarsdóttir varaformaður, Gísli Jón Kristjánsson, Sigurður J. Hafberg og Kolbrún Sverrisdóttir varafulltrúi í stað Kristjáns Andra Guðjónssonar sem er fjarverandi. Einnig situr Guðmundur M. Kristjánsson hafnarstjóri fundinn og ritar fundargerð á tölvu.


Í upphafi fundar bauð formaður viðstadda velkomna á fyrsta fund nýkjörinnar hafnarstjórnar. Guðfinna Hreiðarsdóttir var kjörin varaformaður og Sigurður J. Hafberg kjörinn ritari.



1. Strandflutningar


Erindi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, skýrsla sem unnin var af starfshópi skipuðum af samgönguráðherra til að kanna hagkvæmni strandflutninga.


Lögð fram skýrsla ráðuneytisins. Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar fagnar útkominni skýrslu. Það er skoðun hafnarstjórnar að strandsiglingar með ákveðna vöruflokka sé ótvírætt hagkvæmur flutningsmáti og án vafa til þess fallinn að auka tekjur hafna landsins. Hafnarstjórn hvetur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hagsmunaaðila og hafnir landsins til þess að leggja því lið að strandsiglingar verði hafnar að nýju á Íslandi





2. Mávagarður ? bygging hafnaraðstöðu


Erindi frá Kristjáni Helgasyni fh. Siglingastofnunar dagsett 29/06/2010 þar sem koma fram niðurstöður útboðs í nýframkvæmdina Mávagarður ? stálþil. Þrjú  tilboð bárust í verkið sem eru eftirfarandi:


Geirnaglinn ehf kr. 26.727.000


Íslenska gámafélagið ehf. kr. 27.078.980


Ísar ehf kr. 30.685.360


Kostnaðaráætlun Siglingastofnunnar er kr. 37.909.650


Hafnarstjórn ákveður að taka tilboði Geirnaglans og felur Siglingastofnun að ganga til samninga við fyrirtækið. Ennfremur ítrekar hafnarstjórn fyrri bókanir um að eftirlitsverk með framkvæmdinni verði boðið út.



3. Hafnasamband Íslands ? fundargerð 330. fundar


Erindi frá Hafnasambandi Íslands, fundargerð 330. fundar stjórnar Hafnasambandsins sem haldin var á Akureyri 28. júní 2010.


Lögð fram til kynningar.


 


4. Önnur mál


Hafnarstjórn stefnir að því að fara í vettvangsferð á allar hafnir Ísafjarðarbæjar sem fyrst.





Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12.40.





Albertína Elíasdóttir


Guðfinna Hreiðarsdóttir


Gísli J Kristjánsson


Sigurður Hafberg


Kolbrún Sverrisdóttir


Guðmundur M Kristjánsson



Er hægt að bæta efnið á síðunni?