Hafnarstjórn - 145. fundur - 11. febrúar 2010

Mætt eru Svanlaug Guðnadóttir formaður, Gunnar Þórðarson, Gísli Jón Kristjánsson , Kristján Andri Guðjónsson ,  Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri, sem ritar fundargerð.  Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs fundinn.


Lilja Rafney Magnúsdóttir boðaði forföll, en Sigurður Hafberg mætti í hennar stað.



1. Framkvæmdaráætlun hafnarsjóðs.


 Erindi frá hafnarstjóra varaðndi framkvæmdir á Samgönguáætlun, ósk um útboð til Siglingastofnunnar. Meðfylgjandi er hagkvæmisathugun á framkvæmdinni ?Mávagarður, olíubyrgðarstöð? unnin af Jóhanni Birki Helgasyni, sviðsstjóra framkvæmda- og rekstrarsviðs Ísafjarðarbæjar, ásamt bréfi Siglingamálastofnunnar dags. 15/12/2009 er varðar framkvæmdir á Samgönguáætlun.


 


Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að óska eftir að verkin fari í útboð. ?Mávagarður 60 m. Stálþil og dýpkun? ásamt verkefninu ?dýpkun Súgandafjörður?.



2. Útboð hafnarframkvæmda. 2010-02-0040.


Bréf frá Árna Traustasyni fh.Verkís hf. dagsett 8/02/2010, þar sem óskað er eftir að fá að bjóða í eftirlitsverkefni á vegum Ísafjarðarbæjar.


Hafnarstjóra er falið að óska eftir því við Siglingastofnun, að eftirlitsverkefni með framkvæmdum hafnarinnar verði boðin út ásamt framkvæmdinni sjálfri með tilvísun til innkaupareglna Ísafjarðarbæjar.



3. Skýrsla nefndar um fjárhagsvanda hafna á Íslandi.


 Skýrsla frá nefnd skipuð af samgönguráðherra varðandi úttekt á fjárhagsvanda hafna á Íslandi og hvernig megi bregðast við honum.


 Hafnarstjórn fagnar útkomu skýrslunnar og að loks virðist vera búið að greina rekstarvanda hafna á landinu.



4. Starf hafnsögumanns við Hafnir Ísafjjarðarbæjar.


 Starf hafnsögumanns var auglýst laust til umsóknar, þar sem umsóknarfrestur var til 1. febrúar 2010. Fjórir aðilar sóttu um starfið.


 Þeir eru Björn Jóhannsson, Gunnar Arnórsson, Guðmundur Sigurðsson og Stígur Sturluson.



5. Hafnasamband Íslands.


 Lögð fram fundargerð 325. fundar hafnasambandsins.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl.18:15.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Gunnar Þórðarson.      


Gísli Jón Kristjánsson.


Jóhann B. Helgason.      


Kristján Andri Guðjónsson.


Sigurður Hafberg.      


Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?