Hafnarstjórn - 135. fundur - 28. maí 2008

Mætt eru Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Gísli Jón Kristjánsson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Friðbjörn Óskarsson, Sigurður Hafberg og Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri, sem ritar fundargerð.


Fjarverandi aðalfulltrúar Níels Björnsson og Kristján Andri Guðjónsson.





Dagskrá:





1. Fjárhagsleg staða hafna. 2008-01-0043


Lögð fram skýrsla unnin af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands fyrir Siglingastofnun, þar sem gerð er úttekt á fjárhagslegri stöðu allra hafna á Íslandi og reynt að meta afkomumöguleika þeirra.


Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar þakkar fyrir vel unna skýrslu. Niðurstöður skýrsluhöfundar benda til að bregðast þurfi fljótt við þeim vanda sem að höfnunum snýr. Fram kemur í skýrslunni að þrátt fyrir að einungis 3 hafnir á Íslandi eigi einhverja afkomumöguleika þá er óvíst að rekstur þeirra væri tryggður af tekjum af eiginlegri hafnarstarfsemi. Brýnt er að ríkisvaldið geri sér grein fyrir vandanum og tryggi höfnunum rekstrargrundvöll með aðkomu sinni.


Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar bendir á, að ein af þeim leiðum væri að hefja strandsiglingar að nýju og ríkið bjóði þær út. Horfa skal til þess gífurlega viðhaldskostnaðar af vegakerfinu, sem hlýst af viðhaldi vega vegna aukinnar umferðar  þungaflutninga á landi.





2. Rafmagn á Ásgeirsbakka, Ísafirði. 2008-04-0110


Tölvupóstur frá Sigtryggi Benediktssyni hjá Siglingastofnun, þar sem hann tilkynnir að hann hafi farið yfir gögn frá Pólnum ehf. á Ísafirði, er varða lok framkvæmda vegna endurbyggingar Ásgeirsbakka á Ísafirði. Fram kemur í tölvupóstinum, að tilboð Pólsins ehf.,  er kr. 5.909.223.-.  Siglingastofnun mælir með að gengið verði til samninga við Pólinn ehf. og verkið verði klárað.


Hafnarstjórn leggur til að  tilboðinu í verkið verði tekið.





3. Gjaldskrá hafsögubáts.


Hafnarstjóri leggur til að gjaldskrá hafnsögubáts verði hækkuð um 40% vegna hækkunar á eldsneytisolíu síðustu misseri og annars rekstrarkostnaðar.


Hafnarstjórn samþykkir framkomna tillögu og leggur til að hún verði samþykkt í bæjarstjórn.





4. Önnur mál.


a. Lilja Rafney spurði um hvernig undirbúningi framkvæmda á Suðureyri liði. Upplýst var að stálþilið er í innkaupferli.


b. Einnig kom fram að ný flotbryggja fyrir Flateyri er komin til landsins og reiknað er með að hún verði tilbúin til notkunar í næstu viku.


c. Hafnarstjórn ítrekar að fyrirtæki á hafnarsvæði finni sér annan stað til að halda lager sinn og starfsemi en á hafnarkantinum.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl: 18:00.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Friðbjörn Óskarsson.


Gísli Jón Kristjánsson.


Lilja Rafney Magnúsdóttir.


Sigurður Hafberg.


Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?