Hafnarstjórn - 134. fundur - 4. mars 2008

Mætt eru Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Gísli Jón Kristjánsson. Lilja Rafney Magnúsdóttir, Kristján Andri Guðjónsson og Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri.  Aðalfulltrúi Níels Björnsson fjarverandi og varamaður hans fjarverandi vegna veikinda.


Fundargerð ritaði Guðmundur M. Kristjánsson.



Dagskrá:



1. Neyðarhafnir og skipaafdrep.  2008-01-0043.


 Erindi frá Siglingastofnun dagsett 22. febrúar 2008, er varðar skýrslu starfshóps um neyðarhafnir á Íslandi. Í fylgiskjali greinagerðarinnar er að finna drög að aðgerðaráætlun um neyðarhafnir og skipaafdrep.


 Hafnarstjórn þakkar fyrir vel unna greinargerð og samþykkir tillögur starfshópsins er varðar skipaafdrep og að Ísafjarðarhöfn verði framvegis skilgreind sem neyðarhöfn. Hafnarstjórn vill ennfremur ítreka að allur sá kostnaður sem hugsanlega af þessu hlýst falli ekki á hafnarsjóð.



2. Reglur um hæfi löggiltra vigtarmanna.


 Erindi frá Fiskistofu dagsett 27. febrúar 2008, svar við bréfi Hafna Ísafjarðarbæjar dagsettu 21. september 2007, varðandi hæfi vigtarmanna hjá höfnum Ísafjarðarbæjar.


 Með bréfinu fylgir auglýsing Neytendastofu, þar sem kynnt er breyting á reglum um hæfi vigtarmanna.


 Hafnarstjórn fagnar því að Neytendastofa og Fiskistofa hafi loksins séð ljósið og  breytt reglunum til þess vegar, að vinnandi sé eftir þeim.


 


 Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 14:30.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Gísli Jón Kristjánsson     


Lilja Rafney Magnúsdóttir.


Kristján Andri Guðjónsson.    


Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?