Hafnarstjórn - 111. fundur - 11. janúar 2006

Mætt eru Ragnheiður Hákonardóttir, formaður, Jóhann Bjarnason, Kristján Andri Guðjónsson, Þórlaug Ásgeirsdóttir, Sigurjón Sigurjónsson og Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri, sem ritar fundargerð. Fjarverandi aðalfulltrúar: Sigurður Þórisson og Sigurður Hafberg.


Einnig eru Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Jóhann Birkir Helgason, bæjartæknifræðingur, mættir á fundinn vegna fyrsta liðar dagskrár.

Þetta var gert.


1. Olíubirgðarstöðvar á Ísafirði. 2002-08-0027.



Erindi frá bæjarráði dagsett 6. janúar s.l., vegna erindis Olíudreifingar ehf., dagsett 27. desember 2005, þar sem sótt er um leyfi til uppbyggingar á birgðarstöð við Suðurgötu á Ísafirði.


Hafnarstjón gerir að tillögu sinni að með tilliti til þjónustu og tekjumöguleika hafnarinnar verði farið í ítarlega könnun á möguleika á fjármögnun vegna birgðarstöðvar á Mávagarði við Sundahöfn.


Hafnarstjórn bendir á að með því að koma upp birgðarstöð á Mávagarði er búið að einangra birgðarstöð frá byggð eins og hægt er. Einnig að þau hafnarmannvirki, sem nú þegar eru þar þarfnast endurbyggingar fyrr en síðar vegna móttöku á vegaolíu, þar sem sú birgðarstöð er þegar fyrir hendi þar.


Hafnarstjórn leggur einnig til að umhverfisnefnd og hafnarstjórn vinni saman að tillögum vegna þessa og fái sérfróðan aðila að þeirri vinnu til að halda utan um verkefnið.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur, viku af fundi kl. 18:00.


2. Umsókn um endurnýjun á staðsetngu eldiskvía á Skutulsfirði. 2006-01-0010.



Erindi frá Álfsfelli ehf., dagsett 30. desember 2005, þar sem óskað er eftir að endurnýja leyfi til staðsetningar á fiskeldiskvíum á Skutulsfirði.


Hafnarstjórn samþykkir að veita umbeðið leyfi á sömu forsendum og áður.



3. Mánaðarskýrsla janúar - nóvember 2005. 2005-06-0027.



Skýrsla Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, um rekstur og fjárfestingar fyrir tímabilið janúar - nóvember 2005,  lögð fram til kynningar.



4. Seatrade Cruise Shipping Convention 2006.



Lagðar fram upplýsingar um ferðakaupstefnuna Seatrade Druise Shipping Convention 2006, er haldin verður í Miami dagana 13. -16. mars 2006.


Hafnarstjórn samþykkir að taka þátt í ráðstefnunni.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:25.


Ragnheiður Hákonardóttir, formaður.


Þórlaug Ásgeirsdóttir. Sigurjón Sigurjónsson.


Jóhann Bjarnason. Kristján Andri Guðjónsson.


Guðmundur M. Kristjánsson.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?