Félagsmálanefnd - 263. fundur - 10. janúar 2006

Mætt voru: Kristjana Sigurðardóttir, formaður, Védís Geirsdóttir, Helga Sigurgeirsdóttir, Gréta Gunnarsdóttir og Hörður Högnasson. Ennfremur sátu fundinn Anna Valgerður Einarsdóttir og Margrét Geirsdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskyldu-skrifstofu. Fundargerð ritaði Anna V. Einarsdóttir.

Þetta var gert:


1. Trúnaðarmál.



Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í lausblaðamöppu félagsmálanefndar.



2. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra.



Lögð fram til kynningar fundargerð Þjónustuhóps aldraðra.



3. Húsaleigubætur, 4. ársfjórðungur 2005.



Lagt fram til kynningar bréf til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga þar sem fram kemur að greiddar bætur sveitarfélagsins á 4. ársfjórðungi 2005 voru kr. 7.125.702,-.



4. Ráðgjafaskóli Íslands.



Lagt fram til kynningar fréttabréf Ráðgjafaskóla Íslands, sem er skóli fyrir áfengis- og fíkniefnaráðgjafa og var settur á fót vorið 2004.



5. Frumvarp til laga um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna. 2005-12-0034.



Lagt fram bréf frá félagsmálanefnd Alþingis dagsett 14. desember 2005, framsent af fundi bæjarráðs þann 19. desember 2005, þar sem óskað er eftir umsögn nefndarinnar um frumvarp til laga um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.



6. Frumvarp til laga um breyting á almennum hegningarlögum. 2005-12-0033.


Lagt fram bréf frá Allsherjarnefnd Alþingis, dagsett 12. desember 2005, framsent af fundi bæjarráðs þann 19. desember 2005, þar sem óskað er eftir umsögn nefndarinnar um frumvarp til laga um breyting á almennum hegningarlögum.


Afgreiðslu frestað til næsta fundar.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:35.


Kristjana Sigurðardóttir, formaður.


Védís J. Geirsdóttir. Hörður Högnason.


Gréta Gunnarsdóttir. Helga Sigurgeirsdóttir.


Anna V. Einarsdóttir. Margrét Geirsdóttir.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?