Bæjarstjórn - 344. fundur - 15. maí 2014

 

 

Fjarverandi aðalfulltrúar:  Albertína Elíasdóttir, í hennar stað Marzellíus Sveinbjörnsson. Kristín Hálfdánsdóttir, í hennar stað Ingólfur Þorleifsson.

 

Dagskrá:

I Tillaga frá 343. fundi bæjarstjórnar Ársreikningur Ísafjarðarbæjar og stofnana fyrir árið 2013. Seinni umræða
II Tillaga frá 412. fundi umhverfisnefndar Þingeyri, deiliskipulag
III Tillaga frá 412. fundi umhverfisnefndar Deiliskipulag á Suðurtanga, Ísafirði
IV Tillaga frá 412. fundi umhverfisnefndar Hafnarvog á Suðureyri
V Tillaga frá 839. fundi bæjarráðs Bæjarmálasamþykktir Ísafjarðarbæjar
VI Friðland Hornstranda Tillaga að bókun
VII Fundargerð(ir) Bæjarráðs 12/5
VIII " félagsmálanefndar 6/5
IX " fræðslunefndar 30/4
X " hafnarstjórnar 4/4
XI " umhverfisnefndar 7/5

 

I.                   Tillaga til 344. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 15. maí 2014.

Til máls tóku Gísli Halldór Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Sigurður Pétursson og Jóna Benediktsdóttir.

 

Bæjarstjórn, 343. Fundur, 8. maí 2014.

IV. Ársreikningur Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2013, síðar umræða í bæjarstjórn. 2014-04-0047.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, lagði fram og gerði grein fyrir ársreikningi Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2013, við fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Albertína F. Elíasdóttir, forseti, lagði til í lok umræðna um ársreikning Ísafjarðarbæjar 2013, að honum yrði vísað til síðari umræðu á fundi bæjarstjórnar þann 15. maí n.k.

Tillaga forseta samþykkt 9-0.

 

Ársreikningur Ísafjarðarbæjar samþykktur 9-0. 

 

II.        Tillaga til 344. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 15. maí 2014.

Til máls tóku Gísli Halldór Halldórsson, forseti og Sigurður Pétursson.

 

 

Umhverfisnefnd, 412. fundur, 7. maí 2014.

15. Þingeyri – deiliskipulag. 2009-12-0009.

            Auglýsinga og athugasemdafrestur vegna deiliskipulags við miðbæ og hafnarsvæði á Þingeyri er lokið. Tvær athugasemdir bárust. Annarsvegar frá stjórn Íbúasamtakanna Átaks og hinsvegar frá Kristjáni Gunnarssyni.

            Svar við athugasemd 1 frá stjórn Íbúasamtakanna Átaks og athugasemd frá Kristjáni Gunnarssyni: Umhverfisnefnd tekur undir athugasemd Kristjáns um færslu á Gramsverslun til suð/vesturs miðað við framkomna deiliskipulagstillögu. Með þeirri breytingu er komið til móts við umsögn hafnarstjórnar Ísafjarðarbæjar og athugasemd 1 frá stjórn Íbúasamtakanna Átaks.

Svar við athugasemd 2 frá stjórn Íbúasamtakanna Átaks: Umhverfisnefnd telur að tryggja þurfi fjölbreytt framboð á lóðum á deiliskipulagssvæðinu. Nægilega er gert ráð fyrir grónum svæðum í skipulaginu.

Svar við athugasemd 3 frá stjórn Íbúasamtakanna Átaks:

Umhverfisnefnd vísar athugasemd 3 til breytinga á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020.

Með vísan í ofangreint leggur Umhverfisnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt með þeirri breytingu að færa byggingarreit Gramsverslunar innan lóðar Hafnargötu 6 til suð/vesturs.

 

Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0. 

 

 

III.             Tillaga til 344. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 15. maí 2014.

Til máls tóku Gísli Halldór Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Sigurður Pétursson, Arna Lára Jónsdóttir, Marzellíus Sveinbjörnsson og Jóna Benediktsdóttir

 

Umhverfisnefnd, 412. fundur, 7. maí 2014.

16.

Deiliskipulag á Suðurtanga, Ísafirði. 2011-02-0059

 

Erindi tekið fyrir á fundi umhverfisnefndar 8. apríl sl.

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.

 

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, leggur fram eftirfarandi breytingatillögu.

„Bæjarstjórn frestar auglýsingu deiliskipulags en óskar eftir að það verði kynnt bæjarbúum til athugasemda“.

 

Breytingatillaga bæjarstjóra samþykkt 9-0.

 

IV.        Tillaga til 344. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 15. maí 2014.

Til máls tók Gísli Halldór Halldórsson, forseti.

 

Umhverfisnefnd, 412. fundur, 7. maí 2014.

17.

Hafnarvog á Suðureyri. 2014-05-0002.

 

Lögð fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu að hafnarsvæði neðan Aðalgötu á Suðureyri. Tillagan er unnin af Teiknistofunni Eik ehf. dags. apríl 2014.

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði send í grenndarkynningu.

 

Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.

 

V.                Tillaga til 344. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 15. maí 2014.

Til máls tóku Gísli Halldór Halldórsson, forseti og Jóna Benediktsdóttir.

 

Bæjarráð, 839. fundur, 12. maí 2014.

15.       Bæjarmálasamþykktir Ísafjarðarbæjar. 2012-12-0018.

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 9. maí 2014, auk breytinga á samþykktum um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir þær breytingar sem gerðar hafa verið á samþykktunum og leggur til að þær verði lagðar fram til kynningar á næsta bæjarstjórnarfundi.

 

Breytingar á bæjarmálasamþykktum samþykktar 9-0.

 

VI.             Friðland Hornstranda. Tillaga að bókun. 2014-04-0048.

Til máls tóku Gísli Halldór Halldórsson, forseti, Jóna Benediktsdóttir og Marzellíus Sveinbjörnsson.

 

Gísli Halldór Halldórsson, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu að ályktun.

 

Í ljósi þeirrar umræðu sem sprottið hefur í kjölfar ályktunar bæjarráðs um Hornstrandafriðlandið gerir bæjarstjórn eftirfarandi ályktun:

Bæjarstjórn óskar eftir að gerðar verði breytingar á auglýsingu um friðlandið á Hornströndum þannig að þyrluflug í atvinnuskyni yfir friðlandinu verði takmarkað verulega og bannað yfir sumarmánuðina, utan merktra lendingarstaða. Jafnframt óskar bæjarstjórn eftir frekari viðræðum við Umhverfisstofnun um framtíð friðlandsins og stefnumótun fyrir það. Sú vinna er tímabær og rökrétt framhald af vinnu við nýtingaráætlun Ísafjarðardjúps. Líkt og vera ætti á strandsvæðum er eðlilegt að Ísafjarðarbær veiti tilskilin leyfi í friðlandinu, að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar. Nú eru leyfisveitingar algerlega á færi Umhverfisstofnunar.

 

Greinargerð:

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fagnar þeirri miklu umræðu sem orðið hefur í samfélaginu um Hornstrandafriðlandið og telur að hún geti orðið gott innlegg í áframhaldandi vinnu, en núverandi erindi Ísafjarðarbæjar til Umhverfisstofnunar er aðeins lítið skref í stefnumótun og áframhaldandi vinnu um framtíð Hornstrandafriðlandsins. Næsta skref er í samvinnu við Umhverfisstofnun að móta stefnu fyrir svæðið til framtíðar með landeigendum, íbúum og öðrum hagsmunaaðilum, þar sem afstaða verður tekin til nýtingar, verndunar og hlutverks sveitarfélagsins í málefnum svæðisins.

Fyrir um 40 árum óskuðu framsýnir landeigendur á Hornströndum og í Jökulfjörðum eftir friðlýsingu svæðisins og má þakka þeim einstakt landsvæði sem í dag er vel þekkt fyrir sérstætt gróðurfar, dýra- og fuglalíf. Nú, 40 árum síðar, stöndum við frammi fyrir spurningunni um viðhald og uppbyggingu svæðisins til framtíðar. Ætti að opna það fyrir hverskonar ferðamennsku og nýtingu eða viljum við halda því einstöku, þekktu fyrir kyrrð og ró auk sérstæðrar náttúru?

Nú hefur fyrirtæki í Reykjavík kynnt fyrirætlanir um sölu þyrluferða þar sem flogið verður yfir og meðfram ströndu friðlandsins, og víðar yfir Vestfirði, þ.á.m. Dynjanda og Látrabjarg. Um þetta hefur ekki verið haft samráð við sveitarfélög á Vestfjörðum. Fyrirspurnir bárust frá ferðaþjónustuaðilum og landeigendum hvort reglubundið lágflug á þyrlu yfir Hornstrandafriðlandið væri æskilegt. Í framhaldi þeirra fyrirspurna var bæjarritara og formanni Umhverfisnefndar falið að hefja samtal við Umhverfisstofnun, sem óskað hafði eftir erindi frá Ísafjarðarbæ svo hægt væri að taka erindið formlega upp innanhúss. Í bæjarráði Ísafjarðarbæjar á mánudaginn var svo samþykkt tillaga þeirra um að óska eftir samstarfi við Umhverfisstofnun um að taka upp auglýsinguna fyrir friðlandið, en hún hefur ekki verið endurskoðuð síðan 1985.

Til að takmarka þyrluflug í Hornstrandafriðlandinu þótti einfaldast að setja inn klausu sem bannar flug undir 3000 fetum, en fyrirmynd er fyrir slíku í auglýsingu um friðland í Þjórsárverum. Slíkt bann mun ekki banna lendingu á viðurkenndum lendingarstöðum í friðlandinu, samkvæmt aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar er þar um að ræða Látra í Aðalvík annars vegar og Fljótavík hins vegar. Áfram yrði ekkert sem bannaði þyrlum Landhelgisgæslunnar að fljúga yfir svæðið þegar þörf krefur.

Aðrar breytingar sem lagðar eru til í minnisblaði formanns umhverfisnefndar og bæjarritara snerta annars vegar skipulagsvald að 1 sjómílu sem tengist fyrri ályktunum Ísafjarðarbæjar og eru hinsvegar skerping á grein er varðar umferð vélknúinna ökutækja. Eina breytingin sem er lögð til er að skerpt verði á setningunni þannig að skýrt sé að vélsleðar og snjóbílar falli þar undir, ekki er um að ræða neina herðingu á þeirri grein. Áfram mættu landeigendur vera með sín fjór- og sexhjól til að flytja búnað frá bát og að húsi, með leyfi frá Umhverfisstofnun. Staðreyndin er sú að í dag og allt frá friðlýsingu svæðisins hefur verið bannað að fara inn á svæðið á vélknúnum ökutækjum án leyfis Umhverfisstofnunar, þar með talið vélsleðum og snjóbílum, því hefur þó ekki verið nægjanlega vel fylgt eftir.

 

Tillagan samþykkt 9-0.

 

VII.          Fundargerð bæjarráðs.

Til máls tóku Gísli Halldór Halldórsson, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir og Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

 

Fundargerðin 12/5. 839. fundur.

Fundargerðin er í tuttugu og einum lið.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

VIII.       Fundargerð félagsmálanefndar.

Til máls tóku Gísli Halldór Halldórsson, Arna Lára Jónsdóttir, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri og Jóna Benediktsdóttir.

 

Fundargerðin 6/5. 387. fundur.

Fundargerðin er í þremur liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, yfirgaf fundinn kl. 18:25.

 

IX.             Fundargerð fræðslunefndar.

            Til máls tóku Gísli Halldór Halldórsson, forseti og Jóna Benediktsdóttir.

 

Fundargerðin 30/4. 344. fundur.

Fundargerðin er í fimm liðum.

Fundargerðin lögð fram kynningar.

 

X.                Fundargerð hafnarstjórnar.

Til máls tók Gísli Halldór Halldórsson, forseti

 

Fundargerðin 4/4. 171. fundur.

Fundargerðin er í sex liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XI.             Fundargerð umhverfisnefndar.

Til máls tók Gísli Halldór Halldórsson, forseti.

 

Fundargerðin 7/5. 412. Fundur.

Fundargerðin er í átján liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 18:33.

 

Hjördís Þráinsdóttir, skjalastjóri

Gísli Halldór Halldórsson, forseti bæjarstjórnar

Sigurður Pétursson                                                               

Marzellíus Sveinbjörnsson

Arna Lára Jónsdóttir.                                                           

Ingólfur Þorleifsson

Kristján Andri Guðjónsson                                                  

Guðný Stefanía Stefánsdóttir

Jóna Benediktsdóttir                                                            

Steinþór Bragason

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri

Er hægt að bæta efnið á síðunni?