Bæjarstjórn - 334. fundur - 28. nóvember 2013

Dagskrá:

 

I Tillaga frá 817. fundi bæjarráðs Tillögur um sumarlokanir leikskóla
II Tillaga frá 817. fundi bæjarráðs Nýtingaráætlun strandsvæða
III Tillaga frá 403. fundi umhverfisnefndar Sjókvíaeldi ÍS 47 ehf. í Önundarfirði
IV Tillaga frá 403. fundi umhverfisnefndar Deiliskipulag á Ingjaldssandi
V Tillaga að ályktun frá bæjarf. Í-listans Tillaga vegna veiða á makríl
VI Fjárhagsáætlun 2014 1. umræða
VII Fundargerð (ir) bæjarráðs 11/11, 18/11 og 25/11
VIII " atvinnumálanefnd 7/11
IX " fræðslunefnd 20/11
X " íþrótta- og tómstundanefnd 6/11
XI " umhverfisnefnd 13/11

 

I.              Tillaga til 334. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 21. nóvember 2013.

          Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir, forseti. 

 

Bæjarráð, 817. fundur 11. nóvember 2013.

4.    Sumarlokun leikskóla. 2013-09-0009.

Fyrir fundinn mætir Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skólasviðs.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að leikskólarnir loki í fjórar vikur sumarið 2014. 

 

Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.

 

II.           Tillaga til 334. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 21. nóvember 2013. 

Til máls tók: Albertína F. Elíasdóttir, forseti.

 

Bæjarráð, 817. fundur 11. nóvember 2013.

16.  Tillaga um samþykki nýtingaráætlunar Arnarfjarðar. 2010-04-0016.

 

Lagður er fram tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar, fyrir hönd Fjórðungssambands Vestfirðinga, sem barst 07.11.2013, auk fylgiskjala, þar sem farið er fram á að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar staðfesti samþykkta greinargerð og uppdrætti að nýtingaráætlun Arnarfjarðar.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að nýtingaráætlun strandsvæðis Arnarfjarðar verði samþykkt.

 

Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.

III.        Tillaga til 334. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 21. nóvember 2013.

          Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir, forseti og Gísli Halldór Halldórsson.

 

Umhverfisnefnd, 403. fundur 13. nóvember 2013.

9.    2013110015 – Sjókvíaeldi ÍS 47 ehf. í Önundarfirði.

           

Á fundi bæjarráðs 11. nóvember sl. var lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 05.11.2013, ásamt fylgiskjölum, þar sem óskað er eftir umsögn vegna sjókvíaeldis í Önundarfirði.
Bæjarráð vísaði erindinu til umfjöllunar í umhverfisnefnd.

Umhverfisnefnd áréttar enn og aftur að hún telur mikilvægt að Ísafjarðarbær öðlist skipulagsvald yfir strandsvæðum sínum út að einni sjómílu frá grunnlínupunktum. Á meðan formleg nýtingaráætlun fyrir Önundarfjörð liggur ekki fyrir og þar sem fjörðurinn er lítt rannsakað og óskipulagt svæði, telur umhverfinefnd að sýna verði varúð við úthlutun leyfa.

 

Albertína F. Elíasdóttir, forseti leggur til að umsögn umhverfisnefndar verði samþykkt.

 

Tillaga forseta samþykkt 8-0.

 

IV.        Tillaga til 334. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 21. nóvember 2013.

          Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir, forseti, Sigurður Pétursson og Gísli Halldór Halldórsson.

 

Umhverfisnefnd, 403. fundur 13. nóvember 2013.

12. 2011090100 - Deiliskipulag á Ingjaldssandi.

 

Lagt fram minnisblað Andra Árnasonar, bæjarlögmanns, dags. 15. janúar 2013 og tölvupóstur frá Eddu Andradóttur dags. 14. október 2013 er varðar eignarhald á Nesdal. Jafnframt lagt fram bréf dags. 26. okt.1954 er varðar ítakslýsingu í Nesdal undirrituð af Jóni S. Jónssyni.

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulag Nesdals verði auglýst.

 

Gísli Halldór Halldórsson lagði til að málinu yrði frestað þar til svör við spurningum sem fram komu á fundinum yrði svarað.

 

Albertína F. Elíasdóttir, forseti ber tillögu Gísla Halldórs Halldórssonar til atkvæða.

 

Tillaga Gísla Halldórs Halldórssonar samþykkt 9-0.

 

V.           Tillaga til 334. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 21. nóvember 2013. 2013-11-0058.

          Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir, forseti, Kristján Andri Guðjónsson og Gísli Halldór Halldórsson.

 

Kristján Andri Guðjónsson og Sigurður Pétursson lögðu fram svohljóðandi tillögu að ályktun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar vegna makrílveiða:

 

„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skorar á ráðherra sjávarútvegsmála að skipa málum varðandi makrílveiðar í framtíðinni þannig að veiðifrelsi smærri skipa frá Vestfjörðum til makrílveiða haldist áfram, til eflingar atvinnu á svæðinu.

 

Til þess að svo megi verða þarf að tryggja byggðum Vestfjarða aðgengi að veiðum á makríl, þannig að þær verði ekki kvótasettar öðrum öflugri fiskveiðiskipum, sem hafa hvort sem er burði til þess að veiða hvar sem er við landið. Veiðireynsla á smábátaflota Vestfirðinga í makríl er ekki löng. Frekari atvinnuauki við makrílveiðar og vinnslu fær ekki að eflast ef veiðar smábátaflotans á grunnslóð og inn á fjörðum Vestfjarða í tvo til þrjá mánuði síðsumars verða stöðvaðar vegna kvótasetningar á vegum stjórnvalda.“

 

Albertína F. Elíasdóttir, forseti ber ályktunina til atkvæða.

 

Tillaga Í-listans samþykkt 9-0.

 

VI.        Fjárhagsáætlun 2014. 2013-06-0033.

          Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Gísli Halldór Halldórsson, Sigurður Pétursson, Jóna Benediktsdóttir og Arna Lára Jónsdóttir.

 

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, lagði fram frumvarp að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2014, til fyrri umræðu og gerði grein fyrir frumvarpinu í stefnuræðu sinni.

 

Albertína F. Elíasdóttir, forseti, leggur fram eftirfarandi tillögu:

„Lagt er til að sú breyting verði gerð á gjaldskrám Ísafjarðarbæjar sem nú liggja fyrir til umfjöllunar í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að ekki hækki gjaldskrár í málaflokkum 02 - félagsmál og 04 - fræðslumál, sem snúa beint að íbúum bæjarins. Eru þar meðal annars leikskólagjöld og fæðisgjöld í grunn- og leikskólum.“

 

Albertína F. Elíasdóttir, forseti ber tillöguna til atkvæða.

 

Tillaga forseta samþykkt 9-0.

 

Albertína F. Elíasdóttir, forseti, leggur til fram eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að fela bæjarráði Ísafjarðarbæjar að vinna og leggja fram fyrir seinni umræðu, greinargerð um forgangsröðun helstu viðhaldsverkefna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014. Greinargerðin yrði viðauki við fjárhagsáætlun.“

 

Albertína F. Elíasdóttir, forseti ber tillöguna til atkvæða.

 

Tillaga forseta samþykkt 9-0.

 

Að loknum umræðum lagði Albertína F. Elíasdóttir, forseti, fram svohljóðandi tillögu:

,,Legg til að frumvarpi að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2013, ásamt gjaldskrám, verði vísað til síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, sem áætlað er að verði þann 12. desember 2013.“

 

Tillaga forseta samþykkt 9-0.

 

Albertína F. Elíasdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi tilkynningu.

,,Breytingatillögur meiri- og minnihluta fyrir síðari umræðu um fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2014, komi til bæjarstjóra í síðasta lagi þremur dögum fyrir síðari umræðu ef þær eiga að fylgja útsendri dagskrá.  Þó þessi tímasetning sé sett, er ekkert sem mælir gegn því að tillögur verði lagðar fram á bæjarstjórnarfundinum sjálfum við síðari umræðu fjárhagsáætlunar.“

 

VII.     Fundargerðir bæjarráðs.

            Til máls tóku Albertína F. Elíasdóttir, forseti og Jóna Benediktsdóttir.

 

Fundargerðin 11/11. 817. fundur.

Fundargerðin er í tuttugu og einum lið.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 18/11. 818. fundur.

Fundargerðin er í átta liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 25/11. 819. fundur.

Fundargerðin er í þrettán liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Eftirfarandi bókun, sem undirrituð hefur verið af öllum bæjarfulltrúum, er lögð fram við 7. lið fundargerðarinnar:

 

„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar mótmælir harðlega áformum Íslandspósts um lokanir póstþjónustuútibúa á Þingeyri og Suðureyri. Póstþjónusta er hluti af grunnþjónustu samfélagsins sem standa ber vörð um og tillaga Íslandspósts mun fela í sér takmarkanir á þjónustu sem veldur óhagræði fyrir íbúana. Einnig er hætt við því að lokun þessara útibúa muni verða til þess að grafa undan öðrum þjónustustofnunum á svæðunum.“

 

VIII.  Atvinnumálanefnd.

            Til máls tók Albertína F. Elíasdóttir, forseti.

 

Fundargerðin 7/11. 117. fundur.

Fundargerðin er í þremur liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

IX.        Fræðslunefnd.

            Til máls tóku Albertína F. Elíasdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Gísli Halldór Halldórsson og Jóna Benediktsdóttir.

 

Fundargerðin 20/11. 338. fundur.

Fundargerðin er í sjö liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

X.           Íþrótta- og tómstundanefnd.

            Til máls tóku Albertína F. Elíasdóttir, forseti og Arna Lára Jónsdóttir.

 

Fundargerðin 6/11. 143. fundur.

Fundargerðin er í tveimur liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XI.        Umhverfisnefnd.

            Til máls tók Albertína F. Elíasdóttir, forseti.

 

Fundargerðin 13/11. 403. fundur.

Fundargerðin er í þrettán liðum.

Fundargerðin lögð fram til staðfestingar.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 18:40

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir, ritari

Albertína F. Elíasdóttir, forseti bæjarstjórnar.

Guðný S. Stefánsdóttir.                                                       

Steinþór Bragason.

Ingólfur Þorleifsson                                                             

Gísli H. Halldórsson.

Sigurður Pétursson.                                                              

Arna Lára Jónsdóttir.

Jóna Benediktsdóttir.                                                           

Kristján Andri Guðjónsson.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?