Bæjarstjórn - 325. fundur - 4. apríl 2013

 

Ath vegna tölvuvandamála er einungis upptaka frá seinni hluta fundarins.

 

Dagskrá:

I.  Tillaga frá 788. fundi bæjarráðs. Sala húseignarinnar Seljalands í Skutulsfirði. 2006-11-0053.
II.  Tillaga frá 391. fundi umhverfisnefndar. Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla, framkvæmdaleyfi. 2013-03-0023.
III.  Tillaga frá 391. fundi umhverfisnefndar. Endurnýjun Fossárvirkjunar í Engidal, Skutulsfirði . 2012-08-0051.
IV. Fundargerð(ir) bæjarráðs 18/3. og 27/3.
V. " almannavarnanefndar 7/3.
VI. " félagsmálanefndar 12/3.
VII. " fræðslunefndar 13/3.
VIII. " hafnarstjórnar 5/3.
IX. " nefndar um sorpmál í Ísafjarðarbæ 6/3.
X " umhverfisnefndar 13/3. og 27/3.

 

I.         Tillaga til 325. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 4. apríl  2013.

            Til máls tók:  Gísli H. Halldórsson, forseti,  

 

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 788. fundur 18. mars 2013.

2.         Minnisblað bæjarstjóra. - Húseignin Seljaland í Skutulsfirði.  2006-11-0053.

            Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 13. mars sl., þar sem hann gerir grein fyrir söluferli húseignarinnar Seljalands í Skutulsfirði og tilboði er liggur fyrir frá Magna Örvari Guðmundssyni, um kaup eignarinnar.  Bæjarstjóri leggur til að honum verði falið að ganga frá sölu eignarinnar til Magna Örvars fyrir kr. 600.000.-.

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að eignin Seljaland í Skutulsfirði verði seld Magna Örvari Guðmundssyni fyrir kr. 600.000.-.

            Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.

 

II.        Tillaga til 325. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 4. apríl  2013.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Albertína Elíasdóttir,  Kristján Andri Guðjónsson og Guðfinna Hreiðarsdóttir.

 

Umhverfisnefnd  Ísafjarðarbæjar 391. fundur 27. mars  2013.

7.         2013030023 - Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla, framkvæmdaleyfi.

            Lagt fram bréf dags. 18. mars sl. frá Jóhanni Birki Helgasyni, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs fh. Ísafjarðarbæjar, þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna byggingu ofanflóðavarna neðan Gleiðarhjalla á Ísafirði.

            Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið verði veitt fyrir ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla á Ísafirði með eftirfarandi skilyrðum.

    Að gengið verði til samninga við Skógræktarfélag Ísafjarðar um bætur vegna þeirra trjáa sem eru innan framkvæmdasvæðis.

    Að landmótun og frágangur yfirborðs verði í samræmi við deiliskipulag og umhverfismat framkvæmda á svæðinu.

    Að framkvæmdaraðili hugi sérstaklega að vökvunarbúnaði við uppgræðslu, vegna lítillar ofankomu yfir sumartímann.

    Að framkvæmdaraðili leggi fram greinargerð um að regnvatnslagnir, sem ofanvatni er beint í, anni því vatnsmagni sem fyrirséð er að komi úr hlíðinni fyrir ofan.

    Að gætt verði að, að  aðeins verði unnið innan skilgreinds framkvæmdasvæðis.

    Að sérstaklega verði gætt að ofanvatni á framkvæmdatíma.

            Tillaga umhverfisnefndar samþykkt  9-0.

 

III.      Tillaga til 325. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 4. apríl  2013.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti,  Jóna Benediktsdóttir og  Albertína Elíasdóttir.

 

Umhverfisnefnd  Ísafjarðarbæjar 391. fundur 27. mars  2013.

9.         2012080051 - Endurnýjun Fossárvirkjunar.

            Lögð fram deiliskipulagstillaga og greinargerð Fossárvirkjunar fyrir Orkubú Vestfjarða ohf. Tillagan er unnin af Teiknistofunni Eik ehf. dags. mars 2013.

            Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.

Jafnframt leggur umhverfisnefnd til að fallið verði frá kynningu á deiliskipulagstillögunni í samræmi við grein 5.6.1, í skipulagsreglugerð nr.90/2013 enda liggja allar meginforsendur fyrir í aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020 og landeigendur voru boðaðir á fund vegna málsins 18. mars sl.

            Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.

 

IV.      Bæjarráð.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Albertína Elíasdóttir, Guðfinna Hreiðarsdóttir, Kristín Hálfdánsdóttir, Jóna Benediktsdóttir, Sigurður Pétursson, Eiríkur Finnur Greipsson og Kristján Andri Guðjónsson.

 

Fundargerðin 18/3.  788. fundur.

Fundargerðin er í fimmtán liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 27/3.   789. fundur.

Fundargerðin er í átta  liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

V.        Almannavarnanefnd.

Fundargerðin 7/3.  17. fundur.

Fundargerðin er í þremur  liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

VI.      Félagsmálanefnd.

Fundargerðin 12/3.   376. fundur.

Fundargerðin er í fimm  liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

VII.     Fræðslunefnd.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Sigurður Pétursson og Albertína Elíasdóttir.  

 

Fundargerðin 13/3.  330. fundur.

Fundargerðin er í sjö liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

VIII.   Hafnarstjórn.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Albertína Elíasdóttir og Kristján Andri Guðjónsson.

 

Fundargerðin 5/3.  164. fundur.

Fundargerðin er í  þremur  liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

IX.      Nefnd um sorpmál í Ísafjarðarbæ.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Kristján Andri Guðjónsson og Kristín Hálfdánsdóttir.

 

Fundargerðin 6/3.  24. fundur.

Fundargerðin er í þremur liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

X.        Umhverfisnefnd.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Jóna Benediktsdóttir og Albertína Elíasdóttir.

 

Fundargerðin 13/3.  390. fundur.

Fundargerðin er í tíu  liðum.

Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.

 

Fundargerðin 27/3.  391. fundur.

Fundargerðin er í tíu liðum.

Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 18:31.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Gísli H. Halldórsson, forseti bæjarstjórnar.

Eiríkur Finnur Greipsson.                                                     

Guðfinna Hreiðarsdóttir.

Kristín Hálfdánsdóttir.                                                        

Albertína Elíasdóttir.

Sigurður Pétursson.                                                              

Arna Lára Jónsdóttir.

Jóna Benediktsdóttir.                                                           

Kristján Andri Guðjónsson.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?