Bæjarstjórn - 290. fundur - 6. janúar 2011

Fjarverandi aðalfulltrúi: Arna Lára Jónsdóttir, í h. st. Lína Björg Tryggvadóttir

Dagskrá:

 

 I.

 Tillaga bæjarstjóra til bæjarstjórnar

 Rafræn boðun bæjarstjórnarfunda
 II.

 Tillaga frá 682. fundi bæjarráðs

 Melrakkasetur Íslands
 III.

 Tillaga frá 683. fundi bæjarráðs

 Fjárhagsáætlun 2011
 IV.

 Tillaga frá 684. fundi bæjarráðs. - Sorpmál.

 Samningur við Kubb ehf., Ísafirði
 V.

 Tillaga frá 684. fundi bæjarráðs

 Samningar við HSV
 VI.

 Tillaga frá 119. fundi íþrótta- og tómstundanefndar

 Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar
 VII.

 Tillaga til 290. fundar bæjarstjórnar frá Kristjáni Andra Guðjónssyni

 Vatnsleikföng í sundlaugum
 VIII.

 Fyrirspurn Sigurðar Péturssonar

um sölu íbúða í eigu Ísafjarðarbæjar.
 IX.

 Fundargerð(ir)

 bæjarráðs 13/12., 23/12. og 30/12
 X.

 "

 félagsmálanefndar 7/12. og 22/12
 XI.

 "

 fræðslunefndar 7/12
 XII.

 "

 íþrótta- og tómstundanefndar 8/12
 XIII.

 "

 nefndar um skjaldarmerki 17/12
 XIV.

 "

 nefndar um sorpmál 6/12.10. og 3/1.11
 XV.

 "

 umhverfisnefndar 15/12

 

 

 

 


I.   Tillaga bæjarstjóra til bæjarstjórnar. - Rafræn boðun bæjarstjórnarfunda.


 Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Sigurður Pétursson og Albertína Elíasdóttir.

 

 Tillaga Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, samkvæmt minnisblaði dagsettu þann


4. janúar sl., um boðun bæjarstjórnarfunda með rafrænum hætti, samþykkt 9-0.

 


II. Tillaga frá 682. fundi bæjarráðs. - Melrakkasetur Íslands.


 Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Jóna Benediktsdóttir og Guðfinna Hreiðarsdóttir.

 


7. Melrakkasetur Íslands. - Rekstraráætlun 2011 og rekstraryfirlit mánuðina


 janúar - september 2010.  2009-02-0080.


 Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar þann 15. nóvember sl., var lagt fram erindi frá Melrakkasetri Íslands ehf., þar sem óskað var eftir aukningu á hlutafé til félagsins. 


Á þeim fundi óskaði bæjarráð eftir rekstraryfirliti fyrir árið 2010 og fjárhagsáætlun fyrir árið 2011.


Þessar upplýsingar hafa nú borist frá Melrakkasetri Íslands ehf. og erindið því tekið fyrir í bæjarráði að nýju.


 Bæjarráð leggur til hlutafjárkaup upp á kr. 200.000.- í Melrakkasetri Íslands ehf.


Tillaga bæjarráðs samþykkt 6-2. 

 

 III. Tillaga frá 683. fundi bæjarráðs. - Fjárhagsáætlun ársins 2011.


 Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Sigurður Pétursson og Jóna Benediktsdóttir.


1. Fjárhagsáætlun 2011. ? Endanleg útgáfa.


Farið yfir áætlunina og hún rædd. Samþykkt að vísa henni til næsta bæjarstjórnarfundar til endanlegs samþykkis. 


 Tillaga forseta um vísan fjárhagsáætlunar með leiðréttingum til síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar samþykkt 9-0.

 


IV. Tillaga frá 684. fundi bæjarráðs. - Sorpmál. Samningur við Kubb ehf.,


 Ísafirði.


 Áður en gengið var til dagskrá um IV. lið dagskrár vék af fundi Eiríkur Finnur Greipsson og í hans stað kom Margrét Halldórsdóttir. Jafnframt vék af fundi undir IV. lið Kristín Hálfdánsdóttir og í hennar stað kom Guðný Stefanía Stefánsdóttir.


 


 Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Kristján Andri Guðjónsson, Albertína Elíasdóttir, Lína Björg Tryggvadóttir, Jóna Benediktsdóttir og Sigurður Pétursson.

 

Kristján Andri Guðjónsson lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista við IV. lið dagskrár.


,,Bæjarfulltrúar Í-lista samþykkja samning þann, sem gerður hefur verið við Kubb ehf., á Ísafirði, um sorpförgun og sorphirðu í Ísafjarðarbæ.  Betra hefði þó verið að þjónustuáætlun frá verktaka lægi fyrir, um leið og samningurinn var tilbúinn.  Við óskum eftir að slík áætlun verði lögð fram hið allra fyrsta þannig að skýrt verði hvernig þjónustu við íbúana verður háttað.?


Undirritað af Jónu Benediktsdóttur, Línu Björg Tryggvadóttur, Kristjáni Andra Guðjónssyni og Sigurði Péturssyni.

 

 2. Sorpmál. ? Samningur við Kubb ehf. vegna sorphirðu og sorpförgunar.


 Gjaldskrá fyrir söfnun, förgun, móttöku og flokkun sorps í Ísafjarðarbæ. 



Samþykkt að heimila bæjarstjóra að klára málið á þeim nótum sem kynnt var og leggja fyrir næsta bæjarstjórnarfund.


 

 

 Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir framlagða samninga við Kubb ehf., Ísafirði, um sorphirðu og sorpförgun í Ísafjarðarbæ 9-0.


 Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir gjaldskrá fyrir söfnun, förgun, móttöku og flokkun sorps í Ísafjarðarbæ 9-0.


 Að lokinni afgreiðslu IV. liðar viku af fundi Guðný Stefanía Stefánsdóttir og Margrét Halldórsdóttir og til fundarins mættu Eiríkur Finnur Greipsson og Kristín Hálfdánsdóttir.

 


V. Tillaga frá 684. fundi bæjarráðs. - Samningar við Héraðssamband


 Vestfirðinga.


 Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Kristján Andri Guðjónsson, Jóna Benediktsdóttir, Lína Björg Tryggvadóttir, Albertína Elíasdóttir, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Sigurður Pétursson, Eiríkur Finnur Greipsson og Guðfinna Hreiðarsdóttir.


3. HSV?Samstarfssamningur Héraðssambands Vestfirðinga og  Ísafjarðarbæjar.


Lagðir fram til kynningar samstarfssamningar HSV og Ísafjarðarbæjar. Bæjarráð samþykkir að vísa samningunum til samþykktar bæjarstjórnar.


 Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir framlagðan samstarfssamning  Ísafjarðarbæjar og Héraðssambands Vestfirðinga 9-0.


 Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir framlagðan verkefnasamning  Ísafjarðarbæjar og Héraðssambands Vestfirðinga 9-0.


 


VI. Tillaga frá 119. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. - Íþróttamaður


 Ísafjarðarbæjar.


 Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti,


 3. Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2010.   2010-12-0020.


Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að íþróttamanni Ísafjarðarbæjar 2010 verði veitt peningaverðlaun kr. 100.000.-.


 Tillaga íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt 9-0.

 


VII.  Tillaga til 290. fundar bæjarstjórnar frá Kristjáni Andra Guðjónssyni. 


  Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Kristín Hálfdánsdóttir og Kristján Andri Guðjónsson.

 

,,Bæjarstjórn Ísafjarðabæjar samþykkir að komið verði á einu sinni í mánuði föstum dögum, sem koma mætti með vatnsleikföng (til dæmis litla vatnabáta höfrunga og fleira) í sundlaugar ísafjarðabæjar. Til dæmis henta laugardagar vel til þess þar sem þá er oft minnsta aðsóknin.? 


Ísafirði, 4. janúar 2011.


Kristján Andri Guðjónsson.


 Bæjarstjórn samþykkir tillögu Gísla H. Halldórssonar, forseta, um að vísa tillögu Kristjáns Andra Guðjónssonar, til umsagnar íþrótta- og tómstundanefndar 9-0.

 

 

 


VIII. Fyrirspurn Sigurðar Péturssonar, bæjarfulltrúa, um sölu íbúða í eigu


 Ísafjarðarbæjar ofl.


 Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Eiríkur Finnur Greipsson, Sigurður Pétursson, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Guðfinna Hreiðarsdóttir, Lína Björg Tryggvadóttir og Jóna Benediktsdóttir.

 

 Lögð fram skrifleg fyrirspurn frá Sigurði Péturssyni, bæjarfulltrúa, dagsett 3. janúar sl., í fimm liðum, er varðar beiðni um upplýsingar um auglýsingar og sölu íbúða Ísafjarðarbæjar, hver er ástæða fyrir sölu eigna, fjölda íbúða í eigu Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf., fjölda íbúða í eigu Ísafjarðarbæjar, sem eru í leigu og fjölda íbúða í eigu Ísafjarðarbæjar á Hlíf I, Ísafirði.


 Lagt var fram skriflegt svar frá Gísla J. Hjaltasyni, framkvæmdastjóra, Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf., við fyrirspurn Sigurðar Péturssonar.

 

Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista undir þessum lið dagskrár.


,,Bæjarfulltrúar Í-lista leggja áherslu á að nú þegar verði mótuð stefna á vegum bæjarins varðandi fjölda og stærð þess íbúðarhúsnæðis, sem bærinn hefur til útleigu á vegum Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf.?


 Undirritað af Sigurði Péturssyni, Jónu Benediktsdóttur, Kristjáni Andra Guðjónssyni og Línu Björg Tryggvadóttur.


  


IX.  Bæjarráð.


  Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Kristján Andri Guðjónsson, Kristín Hálfdánsdóttir, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Lína Björg Tryggvadóttir og Sigurður Pétursson.

 

Eiríkur Finnur Greipsson vék af fundi kl. 19:30 og mætti Margrét Halldórsdóttir í hans stað.

 

Fundargerðin 13/12.  682. fundur.


Fundargerðin er í sjö  liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 23/12.  683. fundur.


Fundargerðin er í tíu liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 30/12.  684. fundur.


Fundargerðin er í sex liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


X.  Félagsmálanefnd.


  Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Jóna Benediktsdóttir og Guðfinna Hreiðarsdóttir. 

 

Fundargerðin 7/12.  350. fundur.


Fundargerðin er í átta liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Félagsmálanefnd 22/12.  351. fundur.


Fundargerðin er í sex liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


XI.  Fræðslunefnd.


  Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Lína Björg Tryggvadóttir, Margrét Halldórsdóttir og Kristín Hálfdánsdóttir.

 

Fundargerðin 7/12.  304. fundur.


Fundargerðin er í einum lið.


Fundagerðin lögð fram til kynningar.

 


XII. Íþrótta- og tómstundanefnd.


Fundargerðin 8/12.  119. fundur.


Fundargerðin er í fimm lið.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


XIII. Nefnd um skjaldarmerki.


Fundargerðin 17/12.  1. fundur.


Fundargerðin er í einum lið.


Fundargerðin lögð fram til kynningar. 

 


XIV. Nefnd um sorpmál.


  Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Lína Björg Tryggvadóttir, Kristín Hálfdánsdóttir, Sigurður Pétursson, Albertína Elíasdóttir, Kristján Andri Guðjónsson, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri og Guðfinna Hreiðarsdóttir.

 

Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi bókun bæjarfulltrúa Í-listans vegna mengunar frá sorpbrennslunni Funa:


 ,,Bæjarfulltrúar Í-listans í Ísafjarðarbæ lýsa þungum áhyggjum af þeirri mengun sem sýnt er að komið hefur frá sorpbrennslunni Funa á undanförnum árum.  Sérstaklega eru upplýsingar um díoxínmengun í útblæstri Funa og í mjólkurafurðum frá Engidal áfall fyrir alla íbúa Skutulsfjarðar og sérstaklega fyrir okkur sem trúnaðarmenn almennings í sveitarfélaginu.

 




Undirritaðir bæjarfulltrúar vilja leggja áherslu á að allar hliðar málsins verði rannsakaðar og hlutur bæjaryfirvalda skýrður í þessu máli. 


Þess vegna leggjum við til:


 1. Að Ísafjarðarbær óski eftir því við heilbrigðisyfirvöld að þau láti nú þegar fara fram rannsókn á heilsufari starfsmanna í Funa og íbúa í innsta hluta Skutulsfjarðar, til að ganga úr skugga um hvort líkur séu á heilsutjóni af völdum mengunar frá Funa.  Ennfremur að rannsókn fari fram á húsdýrum, jarðvegi og vatni í Engidal til að ganga úr skugga um umfang mengunar.


 2. Að stjórnendur Ísafjarðarbæjar geri nú þegar grein fyrir því hvernig farið var með upplýsingar um mengun í útblæstri og öðrum úrgangi frá Funa sem Umhverfisstofnun eða aðrir aðilar skiluðu til bæjarins.  Ljóst er að upplýsingar um mælingar á losunarefnum frá Funa voru ekki lagðar fyrir umhverfisnefnd eða bæjarráð á undanförnum árum og því er nauðsynleg að upplýsa hvernig viðkomandi niðurstöður voru meðhöndlaðar og varðveittar á vegum yfirmanna Ísafjarðarbæjar og skráðar í skjalavörslu bæjarins. 


 Það er frumskylda bæjarfulltrúa að upplýsa almenning um mál sem varða heill og framtíð íbúanna.  Margt bendir til að stjórnendur Ísafjarðarbæjar hafa ekki staðið við skyldur sínar í þessu efni.  Við hörmum það og viljum beita áhrifum okkar til að bæta úr því sem kostur er og takast á við afleiðingar þess með opnum og lýðræðislegum hætti.?


 Bókunin er undirrituð af Sigurði Péturssyni, Línu Björg Tryggvadóttur, Jónu Benediktsdóttur og Kristjáni Andra Guðjónssyni.

 

Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram svohljóðandi bókun meirihluta bæjarstjórnar undir þessum lið dagskrár.


,,Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar harmar þá stöðu, sem upp hefur komið í tengslum við sorpbrennslustöðina Funa í Engidal. Bæjaryfirvöld hafa þegar tekið málið föstum tökum og m.a. óskað eftir samstarfi við stjórnvöld. Samantekt um málið verður send bæjarfulltrúum á morgun.?

 

Fundargerðin 3/1.  8. fundur.


Fundargerðin er í þremur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


XV. Umhverfisnefnd.


Fundargerðin 15/12.  344. fundur.


Fundargerðin er í fjórum liðum.


Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.

 

 

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 21:05.

 




Þorleifur Pálsson, ritari.


Gísli H. Halldórsson, forseti bæjarstjórnar.


Eiríkur Finnur Greipsson.


Guðfinna M. Hreiðarsdóttir.


Kristín Hálfdánsdóttir.      


Albertína Elíasdóttir.


Sigurður Pétursson.       


Lína Björg Tryggvadóttir.


Jóna Benediktsdóttir.      


Kristján Andri Guðjónsson.


Margrét Halldórsdóttir.     


Guðný Stefanía Stefánsdóttir.


Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

 




 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?