Bæjarstjórn - 287. fundur - 25. nóvember 2010

Fjarverandi aðalfulltrúar: Albertína Elíasdóttir í h. st. Marzellíus Sveinbjörnsson. Jóna Benediktsdóttir í h. st. Lína Björg Tryggvadóttir.

 


 

 


Áður en gengið var til dagskrár leitaði Gísli H. Halldórsson forseti eftir samþykki fundarins um að fresta VII. lið dagskrár, þar til fyrir liggi drög að kaupsamningi um dráttarbraut.  Beiðni forseta samþykkt án athugasemda. Dagskrárliðir því númeraðir í samræmi við það.





Dagskrá:






 I

 Tillaga frá 678. fundi bæjarráðs

Núpur í Dýrafirði
 II

 Tillaga frá 679. fundi bæjarráðs

Gjaldskrárbreytingar
 III

 Tillaga frá 679. fundi bæjarráðs

Reglur um tilnefningu bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar
 IV

 Tillaga frá 679. fundi bæjarráðs

Samningur við Lindarfoss ehf., Garðabæ.
 V

 Tillaga frá 679. fundi bæjarráðs

Endurskipulagning á rekstri Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar.
 VI

 Tillaga frá 302. fundi fræðslunefndar

Leikskólinn Bakkaskjól
 VII

 Tillaga frá 5. fundi nefndar um sorpmál

Verkefni um úrgangsmál á vegum Samb. ísl. sveitarf.
 VIII

 Fundargerð(ir) 

bæjarráðs 8/11., 15/11. og 23/11.
 IX

 "

almannavarnanefndar 9/11.
 X

 "

atvinnumálanefndar 17/11.
 XI

 "

félagsmálanefndar 2/11. og 16/11.
 XII

 "

fræðslunefndar 9/11.
 XIII

 "

hafnarstjórnar 9/11.
 XIV

 "

íþrótta- og tómstundanefndar 10/11.
 XV

 "

nefndar um sorpmál 9/11. og 16/11.
 XVI

 "

umhverfisnefndar 10/11.
 XVII

 "

þjónustuhóps aldraðra 18/10. og 21/10.

 

 


 

 


I. Tillaga til bæjarstjórnar frá 678. fundi bæjarráðs. - Núpur í Dýrafirði.

 


Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 678. fundur 15. nóvember 2010.

 


 

 


12. Bréf mennta- og menningarmálaráðuneytis. - Núpur í Dýrafirði.

 


Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Daníel Jakobsson bæjarstjóri og Kristján Andri Guðjónsson.


Í lok bréfsins er óskað eftir tilnefningu Ísafjarðarbæjar í nefndina og óskað eftir svari fyrir 1. desember n.k.

 


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að Sæmundur Kr. Þorvaldsson, Lyngholti í Dýrafirði, verði fulltrúi Ísafjarðarbæjar í nefndinni.

 


Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.

 


 

 


II.Tillaga til bæjarstjórnar frá 679. fundi bæjarráðs. - Gjaldskrárbreytingar.

 


Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Daníel Jakobsson bæjarstjóri og Kristján Andri Guðjónsson.

 


Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 679. fundur 23. nóvember 2010.

 


3.Gjaldskrárbreytingar fyrir sundstaði, skíðasvæði og líkamsræktarsali í Ísafjarðarbæ.

 


Lögð fram tillaga að breyttri gjaldskrá fyrir sundstaði, skíðasvæði og líkamsræktarsali í Ísafjarðarbæ. 


Tillagan fór fyrir fund íþrótta- og tómstundanefndar þann 10. nóvember sl.  Tillagan gengur út á að lækka verð á árskortum, 10 og 30 miða kort standi nánast í stað, en gjald á staka miða hækkar.

 


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að gjaldskrám fyrir sundstaði, skíðasvæði og líkamsræktarsali, verði samþykkt.

 


Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0  með breyttu orðalagi hvað varðar hjónaafslátt.

 


 

 


III: Tillaga til bæjarstjórnar frá 679. fundi bæjarráðs. - Drög að reglum um tilnefningu bæjarlistamanns.

 


Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson forseti, Lína Björg Tryggvadóttir, Arna Lára Jónsdóttir og Eiríkur Finnur Greipsson.

 


Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 679. fundur 23. nóvember 2010.

 


4.     Minnisblað bæjarritara. - Drög að reglum um tilnefningu bæjarlistamanns.


Lögð fram drög að reglum um tilnefningu bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar.


Á 677. fundi bæjarráðs var rætt um fyrirkomulag á vali bæjarlistamanns og samþykkt þar að móta reglur um tilnefningu bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar.

 


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar.

 


Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0 með orðalagsbreytingu við 4. lið samkvæmt tillögu Örnu Láru Jónsdóttur.

 


 

 


IV.Tillaga til bæjarstjórnar frá 679. fundi bæjarráðs. - Samningur við Lindarfoss ehf., Garðabæ. 

 


Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson forseti, Daníel Jakobsson bæjarstjóri og Sigurður Pétursson.

 


Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 679. fundur 23. nóvember 2010.


 


1. a. Drög að samningi við Lindarfoss ehf., er varða vatnskaup af Ísafjarðarbæ.

 


Á 679. fundi bæjarráðs voru lögð fram sem trúnaðarmál drög að nýjum samningi við Lindarfoss ehf., Garðabæ, um vatnskaup fyrirtækisins af Ísafjarðarbæ.  Samningurinn kemur í stað samnings frá 7. mars 2008.

 


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að samningurinn verði samþykktur.

 


Tillaga bæjarráðs samþykkt 8-0 og felur bæjarstjórn bæjarstjóra að ganga frá samningi við Lindarfoss ehf.

 


 

 


V. Tillaga til bæjarstjórnar frá 679. fundi bæjarráðs. - Endurskipulagning á rekstri Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar.

 


Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson forseti, Sigurður Pétursson og Daníel Jakobsson.

 


Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 679. fundur 23. nóvember 2010.

 


1. b. Erindi umsjónarmanns eigna Ísafjarðarbæjar. - Endurskipulagning á rekstri Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar.

 


Á 679. fundi bæjarráðs var lagt fram sem trúnaðarmál bréf Jóhanns Bærings Gunnarssonar, umsjónarmanns eigna Ísafjarðarbæjar, þar sem lagt er til að daglegur rekstur Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar verði settur undir Þjónustumiðstöð Ísafjarðarbæjar, en fjárhagslegur rekstur verði undir stjórn umsjónarmanns eigna Ísafjarðarbæjar.

 


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að tillaga umsjónarmanns eigna Ísafjarðarbæjar um endurskipulagningu um rekstur Skíðasvæðis verði samþykkt.

 


Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.

 


 

 


VI. Tillaga til bæjarstjórnar frá 302. fundi fræðslunefndar. - Leikskólinn Bakkaskjól í Hnífsdal.

 


Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Eiríkur Finnur Greipsson, Kristín Hálfdánsdóttir og Lína Björg Tryggvadóttir.

 


Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar 302. fundur 9. nóvember 2010.

 


1. Staðan í leikskólamálum.

 

 

 


Farið yfir stöðuna í leikskólamálum í Ísafjarðarbæ.  Í ljósi fækkunar barna í Ísafjarðarbæ og þess að leikskólarnir Eyrarskjól og Sólborg anna þörf allra barna 18 mánaða og eldri, sem sótt er um leikskólapláss fyrir í Hnífsdal og á Ísafirði, leggur  fræðslunefnd til eftirfarandi:

 


Tillaga fræðslunefndar er, að leikskólanum Bakkaskjóli í Hnífsdal verði lokað frá og með 1. júní 2011.  Tillagan byggist einnig á því að foreldrar flestra barna sem boðið er pláss á Bakkaskjóli, segja plássinu upp þegar losna pláss á Eyrarskjóli eða Sólborg.

 


Tillaga fræðslunefndar um lokun Bakkaskjóls í Hnífsdal samþykkt 9-0.

 


 

 


VII.Tillaga frá 5. fundi nefndar um sorpmál. - Verkefni um úrgangsmál á vegum Samb. ísl. sveitarf.

 


Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson forseti og Kristín Hálfdánsdóttir.

 


Nefnd um sorpmál 5. fundur 16. nóvember 2010.

 


1. Framhald verkefnis um hagsmunagæslu í úrgangsmálum. 2009-01-0082.

 


Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags 8. nóvember 2010.  Þar kemur fram að samþykkt var á fundi stjórnar 30. ágúst s.l., að sambandið myndi hafa forgöngu um aukið samstarf sveitarfélaga á sviði úrgangsmála, Áætlað er að verkefnið standi yfir næstu þrjú árin frá 1. janúar 2011 til 31. desember 2013.

 


Nefnd um sorpmál  leggur til við bæjarstjórn  að erindið verði samþykkt og að gert verði ráð fyrir í fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2011 kr. 72.116.- , sem er framlag Ísafjarðarbæjar til verkefnisins.

 


Tillaga nefndar um sorpmál samþykkt 9-0.

 


 

 


 

 


VIII. Bæjarráð. 

 


Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Daníel Jakobsson bæjarstjóri, Kristján Andri Guðjónsson, Lína Björg Tryggvadóttir, Eiríkur Finnur Greipsson og Sigurður Pétursson.

 


 

 


Fundargerðin 8/11.  677. fundur.

 


Fundargerðin er í átta liðum.

 


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


 

 


Fundargerðin 15/11.  678. fundur.

 


Fundargerðin er í fjórtán liðum.

 


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


 

 


Fundargerðin 23/11.  679. fundur.

 


Fundargerðin er í átta liðum.

 


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


 

 


IX.Almannavarnanefnd.

 


Fundargerðin 9/11.  7. fundur.

 


Fundargerðin er í tveimur liðum.

 


Fundagerðin lögð fram til kynningar.

 


 

 


X. Atvinnumálanefnd.

 


Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson forseti, Kristján Andri Guðjónsson, Eiríkur Finnur Greipsson og Arna Lára Jónsdóttir.

 


 

 


Fundargerðin 17/11.  104. fundur.

 


Fundargerðin er í fimm liðum.

 


Fundargerðin lögð fram til kynningar.         

 


 

 


XI.Félagsmálanefnd.

 


Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson forseti, Lína Björg Tryggvadóttir, Guðfinna Hreiðarsdóttir og Daníel Jakobsson bæjarstjóri.

 


 

 


Fundargerðin 2/11.  348. fundur.

 


Fundargerðin er í sex liðum.

 


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


 

 


Fundargerðin 16/11.  349. fundur.

 


Fundargerðin er í átta liðum.

 


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


 

 


XII.Fræðslunefnd.

 


Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson forseti, Sigurður Pétursson og Daníel Jakobsson bæjarstjóri.  

 


 

 


Fundargerðin 9/11.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?