Bæjarstjórn - 268. fundur - 26. nóvember 2009


Fjarverandi aðalfulltrúar: Birna Lárusdóttir í h. st. Hafdís Gunnarsdóttir.  Gísli H. Halldórsson í h. st. Ingólfur Þorleifsson.


Áður en gengið var til dagskrár óskaði Guðný Stefanía Stefánsdóttir, forseti, eftir samþykki bæjarstjórnar, með tilvísun til 26. greinar bæjarmálasamþykktar, að Jón H. Oddsson, fjármálastjóri, hefði heimild til að kveða sér hljóðs undir V. og VI.  lið dagskrár.  Samþykkt 9-0.



Dagskrá:




































 I.

 Fundargerð(ir)


 bæjarráðs 16/11. og 23/11.
 II. 

 ?


 barnaverndarnefndar 18/11. 
 III.

 ?


 félagsmálanefndar 10/11. 
 IV.

?


 umhverfisnefndar 10/11.
 V.    Endurskoðun fjárhagsáætlunar ársins 2009.
 VI.     Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2010, fyrri umræða.



I. Bæjarráð.


 Til máls tóku: Guðný Stefanía Stefánsdóttir, forseti, Svanlaug Guðnadóttir, Sigurður Pétursson, Arna Lára Jónsdóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Jóna Benediktsdóttir og Magnús Reynir Guðmundsson.  


Fundargerðin 16/11.  635. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Fundargerðin 23/11.  636. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



II. Barnaverndarnefnd.


Fundargerðin 18/11.  107. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



III. Félagsmálanefnd.


Til máls tóku: Sigurður Pétursson, Jóna Benediktsdóttir og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.  


Fundargerðin 10/11.  333. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.





IV. Umhverfisnefnd.


Fundargerðin 10/11.  321. fundur.


Fundargerðin í heild sinni samþykkt 9-0.



V. Endurskoðun fjárhagsáætlunar ársins 2009.


 Til máls tóku: Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Sigurður Pétursson, Arna Lára Jónsdóttir, Jóna Benediktsdóttir og Jón H. Oddsson, fjármálastjóri.



Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, lagði fram og gerði grein fyrir tillögu að endurskoðaðri fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2009.



Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista við V. lið dagskrár, endurskoðun fjárhagsáætlunar 2009.


,,Bæjarfulltrúar Í-listans vekja athygli á þeirri staðreynd að samkvæmt endurskoðaðri fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2009 stefnir í 365 milljóna króna halla í rekstri bæjarins á árinu, þrátt fyrir 106 milljóna króna auknar skatttekjur miðað við fjárhagsáætlun.  Af þessu má ljóst vera að sparnaður og hagræðing sem lagt var upp með í ársbyrjun hefur ekki náðst og skuldir bæjarins halda áfram að aukast.  Áframhaldandi taprekstur bæjarins getur ekki gengið þegar haft er í huga að halli ársins 2008 nam tæplega 900 milljónum.?



Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, lagði fram svohljóðandi bókun meirihluta við V. lið dagskrár, endurskoðun fjárhagsáætlunar 2009.


,,Minnihlutanum er þakkað fyrir samstarfið við endurskoðun fjárhagsáætlunar. Um leið er honum bent á að jákvætt veltufé frá rekstri nýtist til þess að greiða niður skuldir bæjarins gangi áætlun eftir.  Hvort skuldastaðan breytist til hækkunar eða lækkunar fer að öðru leyti eftir þróun gengisvístitölu og verðbólgu.  Þróun þeirra þátta er á ábyrgð annara en bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.  Þar ræður fyrst og fremst árangur ríkisstjórnar Íslands.?


Að loknum umræðum lagði Guðný Stefanía Stefánsdóttir, forseti, fram svohljóðandi tillögu.


,,Legg til að framlögð tillaga að endurskoðaðri fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja vegna ársins 2009, verði samþykkt.?


Tillaga forseta samþykkt 9-0.



VI. Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2010, fyrri umræða.


Til máls tóku: Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Jóna Benediktsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Sigurður Pétursson og Jón H. Oddsson, fjármálastjóri.



Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, lagði fram frumvarp að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2010, til fyrri umræðu og gerði grein fyrir frumvarpinu í stefnuræðu sinni.





Guðný Stefanía Stefánsdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi tilkynningu.


 ,,Breytingartillögur meiri- og minnihluta komi til bæjarstjóra í síðasta lagi þremur dögum fyrir síðari umræðu ef þær eiga að fylgja útsendri dagskrá.  Þó þessi tímasetning sé sett er ekkert sem mælir gegn því að tillögur verði lagðar fram á bæjarstjórnarfundinum sjálfum við síðari umræðu fjárhagsáætlunar.?


Að loknum umræðum lagði Guðný Stefanía Stefánsdóttir, forseti, fram svohljóðandi tillögu. 


,,Legg til að frumvarpi að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2010 og fjárhagsáætlun Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf.,  ásamt gjaldskrám, verði vísað til síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, sem áætlað er að verði þann 10. desember  2009.? 


Tillaga forseta samþykkt 8-0.


Magnús Reynir Guðmundsson vék af fundi kl. 19:30.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og  undirrituð.  Fundi slitið kl. 20:15.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Guðný Stefanía Stefánsdóttir, forseti.


Svanlaug Guðnadóttir.    


Ingólfur Þorleifsson.


Hafdís Gunnarsdóttir.     


Sigurður Pétursson.  


Arna Lára Jónsdóttir.     


Jóna Benediktsdóttir. 


Magnús Reynir Guðmundsson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?