Bæjarstjórn - 229. fundur - 27. september 2007

 

Árið 2007, fimmtudaginn 27. september kl. 17:00 hélt bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fund í fundarsal sínum í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

 

Fjarverandi aðalfulltrúi:  Magnús Reynir Guðmundsson í h. st. Rannveig Þorvaldsdóttir.     

 

Dagskrá:


I. Fundargerð(ir)  bæjarráðs 10/9., 17/9. og 24/9. 


II.  "  atvinnumálanefndar 4/9.


III.  "  barnaverndarnefndar 6/9.


IV.  "  félagsmálanefndar 27/6. og 4/9.


V.  "  fræðslunefndar 18/9.


VI.  "  hafnarstjórnar 18/9.


VII.  "  íþrótta- og tómstundanefndar 5/9.


VIII.  "  menningarmálanefndar 18/9.


IX.  "  umhverfisnefndar 17/9.

 


I. Bæjarráð.


 Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Svanlaug Guðnadóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Gísli H. Halldórsson, Jóna Benediktsdóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Sigurður Pétursson og Ingi Þór Ágústsson.

 

Tillaga lögð fram af Jónu Benediktsdóttur undir 14. lið 542. fundargerðar bæjarráðs.


,,Ég legg til að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar ákveði að hætta þátttöku í kostnaði við refaveiðar.?


Greinargerð:  Ég tel að of mikið sé gert úr þeim skaða sem refur getur valdið í lífríki.  Náttúran sér sjálf um að takmarka stærðir stofna sinna ef hún er látin í friði og óþarfi að rýr fjárhagur bæjarfélagsins sé nýttur til þess.  Bændur og aðrir hagsmunaaðilar gætu eftir sem áður varið lönd sín þó svo að þeim verði ekki greitt fyrir það.  Að öllu leyti ætti að fara með veiðar á ref eins og veiðar á öðrum viltum dýrum, það er þær séu háðar veiðileyfum og samþykki Umhverfisstofnunar.


Undirritað af Jónu Benediktsdóttur.

 

Bókun lögð fram af bæjarfulltrúum Í-lista við 5. lið 544. fundargerðar bæjarráðs:  Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna samdráttar í þorskafla.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsir yfir ánægju sinni með þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að auka framlög til styrkingar Fjölmenningarseturs á Ísafirði.  Þessi ákvörðun er vonandi fyrsta skrefið í þá átt, að Fjölmenningarsetrið verði skilgreint og viðurkennt sem landsmiðstöð á sviði upplýsinga, menntunar og rannsókna er varða málefni innflytjenda.?


Undirritað af Örnu Láru Jónsdóttur, Jónu Benediktsdóttur, Sigurði Péturssyni og Rannveigu Þorvaldsdóttur.

 


Fundargerðin 10/9.  542. fundur.


14. liður.  Tillaga Jónu Benediktsdóttur felld 4-2.


Arna Lára Jónsdóttir gerði grein fyrir hjásetu sinni.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir hjásetu sinni.


Svanlaug Guðnadóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu.


14. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 8-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


Fundargerðin 17/9.  543. fundur.


3. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


5. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


Fundargerðin 24/9.  544. fundur.


1. liður.  Tillaga bæjarráðs við 4. lið 127. fundargerðar


hafnarstjórnar samþykkt 9-0.


1. liður.  Tillaga bæjarráðs við 18. lið 272. fundargerðar


umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


2. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 8-0.


Birna Lárusdóttir, forseti, vék af fundi við afgreiðslu 2. liðar.


5. liður.  Bókun lögð fram af bæjarfulltrúum Í-lista samþykkt 9-0.


9. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 8-0.


Sigurður Pétursson gerði grein fyrir atkvæði sínu.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


II. Atvinnumálanefnd.


 Til máls tóku: Sigurður Pétursson, Jóna Benediktsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Ingi Þór Ágústsson og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

 

Tillaga frá bæjarfulltrúum Í-lista, um að í stað Jóns Fanndal Þórðarsonar er var varamaður í atvinnumálanefnd komi Henrý Bæringsson, Ísafirði.  Samþykkt 9-0.

 

Með vísan til tillögu Kára Þ. Jóhannssonar í 4. lið 75. fundargerðar atvinnumálanefndar, lagði Birna Lárusdóttir, forseti, til að þrátt fyrir afgreiðslu atvinnumálanefndar á tillögunni, verði hún borin undir atkvæði bæjarstjórnar nú.  Tillagan hljóðar svo.


,,Ísafjörður verði þjónustumiðstöð fyrir A-Grænland. Ráðinn verði starfsmaður til að markaðssetja og selja Ísafjörð, sem þjónustumiðstöð fyrir A-Grænland. Leitað verði stuðnings ríkisstjórnar um aðkomu að málinu. Markhópur þjónustumiðstöðvarinnar eru ferðamenn, námuvinnslufyrirtæki, flug, flugeftirlit, skipaferðir, landanir skipa o.fl.?

 

Tillaga bæjarfullrúa Í-listans við 4. lið fundargerðar atvinnumálanefndar frá 4. september 2007 lögð fram af Sigurði Péturssyni.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar krefst þess að yfirvöld samgöngumála sjái til þess að nú þegar verði gerðar viðeigandi ráðstafanir til að Ísafjarðarflugvöllur geti haldið áfram að þjóna farþegaflugi milli Íslands og Austur-Grænlands, svo sem verið hefur mörg undanfarin ár.?


Rökstuðningur:


Margt bendir til að aukin umsvif verði á næstu misserum í sambandi við rannsóknir og atvinnuuppbyggingu á Austur-Grænlandi. Því mun fylgja aukin umferð skipa og flugvéla yfir Grænlandssund.  Ísafjörður er ákjósanlegur viðkomustaður skipa og flugvéla á leiðinni milli Íslands og Austur-Grænlands og hér er öll helsta þjónusta til staðar, svo sem sjúkrahús, höfn og flugvöllur. Því er nauðsynlegt að þær úrbætur sem eru á Ísafjarðarflugvelli vegna aukinna krafna um flugvernd komist strax í framkvæmd, svo Ísafjörður geti áfram gegnt hlutverki sem brú til næstu nágranna okkar á Grænlandi.

 

Undirritað af Sigurði Péturssyni, Jónu Benediktssyni, Örnu Láru Jónsdóttur og Rannveigu Þorvaldsdóttur.

 


Fundargerðin 4/9.  75. fundur.


4. liður.  Tillaga Í-lista að bókun samþykkt 9-0.


4. liður.  Tillaga atvinnumálanefndar samþykkt 9-0.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


III. Barnaverndarnefnd.


 Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti og Jóna Benediktsdóttir.

 

Lagt fram bréf frá Birnu Lárusdóttur, forseta bæjarstjórnar, dagsett 27. september 2007, þar sem hún segir af sér sem nefndarmaður í barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum.

 

Tillaga frá meirihluta bæjarstjórnar B og D-lista um Björn Jóhannesson, sem aðalmann í barnaverndanefnd í stað Birnu Lárusdóttur, sem sagt hefur af sér sem aðalmaður.


Samþykkt 9-0.


 


Fundargerðin 6/9.  86. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


IV. Félagsmálanefnd.


 Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, Rannveig Þorvaldsdóttir, Jóna Benediktsdóttir og Ingi Þór Ágústsson.

 


Fundargerðin 27/6.  288. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 18/9.  290. fundur.


4. liður.  Forseti vísar þessum liðar til umfjöllunar í bæjarráði.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


V. Fræðslunefnd.


 Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Sigurður Pétursson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Rannveig Þorvaldsdóttir, Ingi Þór Ágústsson og Jóna Benediktsdóttir.

 


Fundargerðin 18/9.  261. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VI. Hafnarstjórn. 


 Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir, Ingi Þór Ágústsson, Svanlaug Guðnadóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Sigurður Pétursson.

 

Tillaga meirihluta bæjarstjórnar B og D-lista um Svanlaugu Guðnadóttur, sem aðalmann og formann í hafnarstjórn í stað Guðna G. Jóhannessonar, sem sagt hefur af sér sem aðalmaður og formaður í hafnarstjórn.  Samþykkt 9-0.

 


Fundargerðin 18/9.  127. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VII. Íþrótta- og tómstundanefnd.

 


Fundargerðin 5/9.  81. fundur.


4. liður.  Tillaga forseta um að vísa þessum lið aftur til frekari vinnslu í nefndinni samþykkt 9-0.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VIII. Menningarmálanefnd.


 Til máls tóku: Sigurður Pétursson og Ingi Þór Ágústsson.

 


Fundargerðin 18/9.  140. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


IX. Umhverfisnefnd.


 Til máls tóku: Svanlaug Guðnadóttir, Jóna Benediktsdóttir, Sigurður Pétursson, Birna Lárusdóttir, forseti, Gísli H. Halldórsson, Ingi Þór Ágústsson og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

 

Tillaga frá bæjarfulltrúum Í-lista um, að í stað Védísar Geirsdóttur er var varamaður í umhverfisnefnd, komi Benedikt Bjarnason, Ísafirði.  Samþykkt 9-0.

 


Fundargerðin 17/9.  272. fundur.


3. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


17. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


19. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


22. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


Fundargerðin í heild sinni staðfest 9-0.

 

Fleira ekki gert og fundarbókun undirrituð.  Fundi slitið kl. 21:37.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.


Birna Lárusdóttir, forseti.


Gísli H. Halldórsson.     


Ingi Þór Ágústsson.     


Svanlaug Guðnadóttir.    


Sigurður Pétursson.     


Arna Lára Jónsdóttir.     


Rannveig Þorvaldsdóttir.


Jóna Benediktsdóttir.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?