Bæjarstjórn - 214. fundur - 7. desember 2006


Fjarverandi aðalfulltrúi:  Guðni G. Jóhannesson í h. st. Albertína Elíasdóttir.

 

Í upphafi fundar lagði Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, fram svör við fyrirspurnum Sigurðar Péturssonar, bæjarfulltrúa, er lagðar voru fram á fundi bæjarráðs þann 6. nóvember 2006.

 


Dagskrá:


I. Fundargerðir bæjarráðs 27/11. og 5/12.


II. Fundargerð fræðslunefndar 28/11.


III. Fundargerð hafnarstjórnar 1/12.


IV. Fundargerðir menningarmálanefndar 7/11. og 21/11.


VI. Fundargerðir stjórnar Skíðasvæðis 17/11. og 22/11.


VII. Fundargerð umhverfisnefndar 22/11.

 


I. Bæjarráð.


Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Sigurður Pétursson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Arna Lára Jónsdóttir, Jóna Benediktsdóttir, Ingi Þór Ágústsson og Magnús Reynir Guðmundsson.

 

Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu meirihluta við 2. lið 504. fundargerðar bæjarráðs. ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að fulltrúar Ísafjarðarbæjar í samstarfsnefnd með heilbrigðisráðuneyti verði Svanlaug Guðnadóttir, varabæjarfulltrúi og Sigurður Pétursson, bæjarfulltrúi.?

 

Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu meirihluta við 6. lið 505. fundargerðar bæjarráðs.  ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að tillögur staðardagskrárnefndar Ísafjarðarbæjar varðandi sjálfbæra þróun í sveitarfélaginu verði hafðar til hliðsjónar við áætlanagerð hjá Ísafjarðarbæ.?

 

Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu við 2. lið 504. fundargerðar bæjarráðs.  ,,Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að óska eftir því við heilbrigðisráðherra, að ný ákvörðun verði tekin um daggjöld vegna hjúkrunarheimilis.  Þannig að nýta megi daggjöld væntanlegs hjúkrunarheimilis strax við rekstur þjónustudeildar á Hlíf.?

 


Fundargerðin 27/11.  504. fundur.


2. liður.  Tillaga meirihluta samþykkt 9-0.


2. liður.  Tillaga Jónu Benediktsdóttur samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


Fundargerðin 04/12.  505. fundur.


6. liður.  Tillaga meirihluta samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


II. Fræðslunefnd.


Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Sigurður Pétursson, Ingi Þór Ágústsson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Arna Lára Jónsdóttir.

 

Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram svohljóðandi bókun meirihluta við 7. lið 246. fundargerðar fræðslunefndar.  ,,Meirihluti bæjarstjórnar leggur áherslu á að hugmyndir um aukna samkennslu unglingastigs á Flateyri og Suðureyri eru á þessu stigi til umræðu og kynningar. Megináherslan er á faglegan þátt skólastarfsins fremur en fjárhagslegan. Ekki verður tekin ákvörðun um útfærslu fyrr en að loknu samráði við foreldra, nemendur, kennara og skólastjórnendur.?

 

Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista við 7. lið 246. fundargerðar fræðslunefndar.  ,,Á síðasta kjörtímabili var samþykkt grunnskólastefna fyrir Ísafjarðarbæ, þar sem skýrt er kveðið á um, að í sveitarfélaginu séu fjórir heildstæðir grunnskólar, en jafnframt gefið svigrúm til að foreldrar geti valið skóla fyrir börn sín ef sérstakar aðstæður skapast.  Nú liggur fyrir hjá bæjarstjórn tillaga sem gerir ráð fyrir breytingum á þessu án þess að stefnunni hafi verið breytt.  Slík vinnubrögð hljóta að grafa undan trausti íbúanna á stefnu bæjarstjórnar.  Í stefnu Í-listans er skýrt kveðið á um mikilvægi þess að standa vörð um alla skóla sveitarfélagsins og leita leiða til að efla þá enn frekar.  Þetta er sannfæring okkar og við hana stöndum við.  Því lýsa fulltrúar Í-listans í Ísafjarðarbæ andstöðu sinni við hugmyndina, sem nú er til umræðu hjá bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, um að flytja unglingastig grunnskólanna á Flateyri og á Suðureyri til Ísafjarðar.  Hugmyndin er sett fram í hagræðingarskyni og er í andstöðu við óskir margra foreldra á svæðinu.  Flutningur nemenda milli byggðakjarna, eins og hér er stefnt að, hefur veruleg áhrif á allt samfélagið og skerðir lífsgæði íbúa á svæðinu.?


Undirritað af Jónu Benediktsdóttur, Örnu Láru Jónsdóttur, Sigurði Péturssyni og Magnúsi Reyni Guðmundssyni. 

 


Fundargerðin 28/11.  246. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


III. Hafnarstjórn. 


Til máls tóku: Sigurður Pétursson og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

 


Fundargerðin 1/12.  121. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


IV. Íþrótta- og tómstundanefnd.


Til máls tóku: Arna Lára Jónsdóttir, Guðný Stefanía Stefánsdóttir, Jóna Benediktsdóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Magnús Reynir Guðmundsson.

 


Fundargerðin 15/11.  68. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


V. Menningarmálanefnd.


Til máls tóku: Magnús Reynir Guðmundsson, Ingi Þór Ágústsson og Arna Lára Jónsdóttir.

 


Fundargerðin 7/11.  129. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 21/11.  130. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VI. Stjórn Skíðasvæðis.


Til máls tóku: Sigurður Pétursson, Magnús Reynir Guðmundsson, Arna Lára Jónsdóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Jóna Benediktsdóttir.

 


Fundargerðin 17/11.  2. fundur.


1. liður.  Tillaga stjórnar Skíðasvæðis samþykkt 9-0.


Magnús Reynir Guðmundsson gerði grein fyrir atkvæði sínu.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


Fundargerðin 22/11.  3. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VI. Umhverfisnefnd.


Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Sigurður Pétursson og Magnús Reynir Guðmundsson.


 


Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu undir 246. fundargerð umhverfisnefndar.  ,,Tillaga að kosningu fulltrúa í umhverfisnefnd.


Kristján Kristjánsson (D), varaformaður umhverfisnefndar, hefur beðist undan störfum í umhverfisnefnd vegna breytinga á starfshögum sínum.


Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að Sigurður Mar Óskarsson (D) verði aðalfulltrúi og varaformaður í umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar.?

 

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þakkar Kristjáni Kristjánssyni fyrir vel unnin störf fyrir Ísafjarðarbæ til margra ára og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.

 


Fundargerðin 22/11.  246. fundur.


Tillaga að kosningu Sigurðar Mar Óskarssonar, sem aðalfulltrúa og


varaformann í umhverfisnefnd, samþykkt 9-0.


Fundargerðin í heild sinni staðfest 9-0.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 20:51.


 


Þorleifur Pálsson, ritari.


Gísli H. Halldórsson, forseti.


Albertína Elíasdóttir.      


Ingi Þór Ágústsson.


Guðný Stefanía Stefánsdóttir.    


Sigurður Pétursson.


Arna Lára Jónsdóttir.     


Magnús Reynir Guðmundsson.


Jóna Benediktsdóttir.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?