Bæjarstjórn - 195. fundur - 2. febrúar 2006

 

Fjarverandi aðalfulltrúi:Birna Lárusdóttir í h. st. Áslaug J. Jensdóttir.

 

Í upphafi fundar leitaði Svanlaug Guðnadóttir, forseti, eftir heimild bæjarstjórnar til að taka inn á dagskrá fundarins sem VII. lið 12. fundargerð Byggingarnefndar framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði. Bæjarstjórn samþykkti heimildina.



Dagskrá:


I. Fundargerðir bæjarráðs 23/1. og 30/1.


II. Fundargerð félagsmálanefndar 24/1.


III. Fundargerð fræðslunefndar 24/1.


IV. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar 25/1.


V. Fundargerð umhverfisnefndar 25/1.


VI. Fundargerð Þróunar- og starfsmenntunarsjóðs Ísafjarðarbæjar 16/1.


VII. Fundargerð Byggingarnefnd framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði 24/1.



I. Bæjarráð.


Til máls tóku: Svanlaug Guðnadóttir, forseti, Guðni G. Jóhannesson, Bryndís G. Friðgeirsdóttir, Ragnheiður Hákonardóttir, Magnús Reynir Guðmundsson, Ingi Þór Ágústsson og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

 

Svanlaug Guðnadóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögur meirihluta bæjarstjórnar við 467. fundargerð bæjarráðs frá 30. janúar 2006:


467. fundur ? liður nr. 1


Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að nýta að fullu heimild launanefndar sveitarfélaga frá 28. janúar sl., til leiðréttingar á lægstu launum. Leiðréttingin taki gildi 1. janúar 2006 og komi til greiðslu eigi síðar en 1. mars n.k. Áætluðum kostnaði 32,6 m.kr., sem hlýst af nýtingu heimildarinnar, er vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar.


467. fundur ? liður nr. 2 (Byggingarnefnd framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði)


Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir tillögu byggingarnefndar um að nýta bráðabirgðahúsnæði fyrir tvo árganga í fyrrum húsnæði Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða í Íshúsfélaginu. Kostnaður að meðtaldri leigu í tvö ár er áætlaður 12 m.kr. og verður tekinn af fjárfestingalið vegna nýbyggingar. Bæjarstjóra er falið að ræða við leigusala um útfærslu í húsaleigusamningi vegna innréttinga og annarra breytinga sem framkvæmdar verða af leigutaka og leggja drög að húsaleigusamningi fyrir bæjarráð.


467. fundur ? liður nr. 10


Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir tillögu umhverfisnefndar frá 224. fundi nefndarinnar um að veita byggingaleyfi fyrir 35 m2 bílskúr á lóðinni að Tangagötu 26, Ísafirði, í samræmi við deiliskipulag um lóðina, sem gekk í gildi með auglýsingu í Stjórnartíðindum 5. janúar 2006.


Magnús Reynir Guðmundsson lagði fram svohljóðandi tillögu að orðalagsbreytingu við tillögu meirihluta bæjarstjórnar við 2. lið 467. fundar byggingarnefndar framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði:


,,Legg til að orðinu eldri verði skotið inn í texta meirihluta milli orðanna tvo og árganga í annarri línu."

 


Fundargerðin 23/1. 466. fundur.


2. liður. Tillaga bæjarráðs um skiptingu byggðakvóta 2005/2006 ásamt reglum um úthlutun samþykkt 5-0.


Ragnheiður Hákonardóttir lét bóka hjásetu sína.


Bryndís G. Friðgeirsdóttir gerði svohljóðandi grein fyrir hjásetu sinni:


,,Enn á ný þurfa sveitarstjórnarmenn að taka að sér hlutverk skömmtunarstjórans, sem úthlutar aflaverðmætum eftir reglum, sem settar eru af sjávarútvegsráðuneyti og aldrei hefur eða mun nokkurn tíma geta ríkt sátt um. Þó ekki sé hægt að hafna því sem nú er að okkur rétt, er nauðsynlegt að taka fiskveiðistjórnunarkerfið til gagngerrar endurskoðunar í því skyni að auka atvinnufrelsi, auka heildarafla og minnka brask með veiðiheimildir og afkomu sjávarbyggða. Sá byggðakvóti sem nú er til úthlutunar fyrir útgerðir í Ísafjarðarbæ er einungis hungurlús ef tekið er mið af verðmæti þeirra veiðiheimilda sem tapast hafa frá svæðinu vegna tveggja áratuga óstjórnar í fiskveiðum á Íslandi."


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, lagði fram svohljóðandi bókun við atkvæðagreiðslu:


2. lið. ,,Samþykkt undirritaðs á reglum um byggðakvóta byggir á því, að sveitarfélög verða skv. reglugerð sjávarútvegsráðherra, að gera tillögu um skiptingu kvótans því annars er skipt á skip í hlutfalli við aflaheimildir. Undirritaður tekur það hlutverk sjávarútvegsráðuneytis, að úthluta byggðakvóta og að ekki eigi að setja sveitarstjórnir í það hlutverk að skipta slíkum verðmætum og gera þar með upp á milli byggðarlaga og íbúa. Undirritaður skorar á sjávarútvegsráðherra, að breyta þessu fyrirkomulagi."


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


Fundargerðin 30/1. 467. fundur.


1. liður. Tillaga borin fram af meirihluta bæjarstjórnar samþykkt 8-0.


2. liður. Breytingartillaga Magnúsar Reynis Guðmundssonar samþykkt 8-0.


2. liður. Tillaga meirihluta bæjarstjórnar við 1. lið í 12. fundargerð byggingarnefndar um framtíðarhúsnæði Grunnskólans á Ísafirði með breytingartillögu Magnúsar Reynis Guðmundssonar samþykkt 8-0.


2. liður. Tillaga bæjarráðs við 2. lið í 12. fundargerð byggingarnefndar um framtíðarhúsnæði Grunnskólans á Ísafirði samþykkt 8-0.


2. liður. Tillaga bæjarráðs við 3. lið í 56. fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt 9-0.


6. liður. Tillaga bæjarráðs um álagningarstuðla fasteignaskatts samþykkt 5-0.


Magnús Reynir Guðmundsson gerði svohljóðandi grein fyrir hjásetu sinni:


,,Tel að endurskoða hefði átt álagningarprósentur við álagningu fasteignagjalda í Ísafjarðarbæ fyrir árið 2006, þannig að hækkun á einstaklinga hefði orðið minni, en hækkun á atvinnuhúsnæði hefði orðið hófleg, en ekki engin, eins og reyndin er við núverandi álagningu."


10. liður. Tillaga meirihluta við 4. lið 224. fundargerð umhverfisnefndar, umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr að Tangagötu 26, Ísafirði, samþykkt 8-0.


Áslaug J. Jensdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.



II. Félagsmálanefnd.



Fundargerðin 24/1. 264. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



III. Fræðslunefnd.


Til máls tóku: Bryndís G. Friðgeirsdóttir, Svanlaug Guðnadóttir og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

 


Fundargerðin 24/1. 231. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



IV. Íþrótta- og tómstundanefnd.



Fundargerðin 25/1. 56. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



V. Umhverfisnefnd.



Fundargerðin 25/1. 225. fundur.


1. liður. Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


2. liður. Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


6. liður. Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


Fundargerðin í heild sinni samþykkt 9-0.



VI. Þróunar- og starfsmenntunarsjóður Ísafjarðarbæjar.



Fundargerðin 16/1. 16. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



VII. Byggingarnefnd framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði.



Fundargerðin 24/1. 12. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 19:40.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

 

Svanlaug Guðnadóttir, forseti.

 

Guðni G. Jóhannesson. Áslaug J. Jensdóttir.

 

Ragnheiður Hákonardóttir. Ingi Þór Ágústsson.

 

Lárus G. Valdimarsson. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

 

Magnús Reynir Guðmundsson.

 

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

 

 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?